Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 31
En þrátt fyrir hávaðann í kynditækinu, frá snarkandi eld- inum og vélaskröltinu, fannst mér ég vera öruggur þar og allt með eðlilegum hætti. Hinsvegar stóð ég hér and- spænis köldum raunveruleikan- um. 1 drungalegri dagskímu sá ég að stefni skipsins lá djúpt í sjó, og nam aðeins við bylgjutoppana, þegar það lá ferðlaust. Og strax þegar ég notaði vél skipsins og beitti því uppí, freyddi hvítflyssandi sjórinn yfir framþiljurnar. Það sló að mér eftir svitabað- ið, fötin límdust ísköld við líkam- ann og ég tók að skjálfa. Ég náði í úlpu í kortaklefanum og fór í hana. Ný stefna hafði verið sett út í kortið, lá hún miðja vegu milli Roches Douvres og Minquiers. Hið ógnvekjandi svæði með ótal blindskerjum færðist óðum nær. Klukkan 1630 leysti hann mig af. Hann stóð um hríð og starði fram, í dvínandi dagsbirt- unni, á öldurótið, sem þeyttist yf- ir stefni skipsins. Svitinn rann eftir andlitinu og niður hálsinn, augun lágu djúpt og kinnbeinin sköguðu fram. „Komdu augnablik inn í korta- klefann", hann greip í handlegg minn, sennilega til að fá stuðn- ing í veltingnum. „Vindurinn er orðinn vestlægur, bætti hann við og benti á stefnuna á kortinu. „Sennilega gengur hann meir til suðvesturs.“ Ef við gætum ekki ýtrustu varfærni, mun okkur reka beint á Miniquiers skerja- ldasann miðjann. Það, sem við nú eigum að gera, er að beygja hægt til suðurs. í hvert sinn og við hreyfum vél- ina, verðum við að nota hana eins lengi og mögulegt er. Eg kinkaði kolli og spurði: Hvert hafið þér sett stefnuna? Til St. Malo?“ „Ég hefi ekki sett neina stefnu“, svaraði hann og leit á mig. „Ég reyni aðeins að halda okkur á floti.“ Hann hikaði, en bætti svo VÍKINGUR við: „Eftir fjóra tíma snýst sjávarfallið á móti okkur, storm- urinn eykst með fallinu og hann rótar upp haugasjó. Þannig helzt það fram eftir nöttu“. Ég starði út um gluggann og kjarkurinn dvínaði, mér hraus hugur við þeirri tilhugsun að sjólagið gæti orðið verra en það var núna. Ég sá, að hann reiknaði stöðu skipsins aðeins eftir vegmæli og áttavita. og merkti stöðuna á kortinu á ný, tæpar fjórar mílur í vestur til suðurs, frá því sem áður var. „Við getum ekki hafa náð svona langt á einni klukkustund“, mótmælti ég. Hann fleygði blýantinum á borðið. „Reiknið þetta sjálfur, ef þér trúið mér ekki“, sagði hann. Sjávarfallið liggur til suðausturs og gerir þrjár mílur. Reiknið tvær mílur fyrir vindi og vél og þar með hafið þér útkomuna". Ég leit á kortið. Miniquiers var komið allnærri. „Og næstu tvo tímana?“ spurði ég. „Næstu tvo tíma mun draga mikið úr sjávarfallinu. En eftir mínum útreikningi verðum við staddir í einnar mílu f jarlægð, eða svo, frá suðvestlægasta vitaljós- inu á Minquiers. Þar munum við halda okkur frámeftir nóttunni. En þegar sjávarfallið snýst ... . “ Hann yppti öxlum og gekk aft- ur inn í stýrishúsið. „Það veltur á því, hvort okkur tekst, með lagi, að aka okkur s.uður á bóg- inn. Með þetta örvandi útlit hraðaði ég mér niður aftur. Niður í sama þrældóminn og ofsahitann í kyndistöðinni. Eina klukkustund niðri og aðra á stjórnpalli. Þetta var orðið vanastarf. Við vorum orðnir svo úttaug- aðir að við gerðum þetta sjálf- krafa. Ósjálfrátt samlöguðumst við hreyfingum skipsins, sem voru óákveðnari og beinlínis hættu- legar niðri í kyndistöðinni. Ég man að ég stóð við stýrið, þegar myrkrið skall á. Það lædd- ist að mér, og allt í einu tók ég eftir því, að stefnið var horfið sjónum. Ég greindi ekki lengur hvaðan vindurinn blés vegna þess, að ég sá ekki úr hvaða átt öldurnar komu. Gólfið hallaði fram, undir fótum mínum, sjó- irnir brutu allt í kringum skipið og það var líkast því, að vera staddur í straumkasti í risastóru fljóti, þar sem skipið æddi áfram með æðisgengnum hraða. Ég stýrði eftir áttavitanum og tilfinningu fyrir hreyfingum skipsins og allan tímann bar okk- ur til suðurs, þegar vélin var sett í gang. Þegar ég stóð við stýrið skömmu eftir miðnætti, grilli ég augnablik ljósglampa gegnum stormfyllt næturmyrkrið snið- hallt stefnið. Ég vonaði að hamingjan gæfi að þetta væri ímyndun ein. Ég var mjög þreyttur og þetta hafði aðeins verið augnabliks óreglu- legur glampi. En skömmu síðar sá ég hann aftur; ljósglampa hérumbil tvö strik á stjórnborða. Hann lýsti með millibili en hvarf einnig bak við bylgjutopp- ana. Um vaktaskiptin var mögulegt að greina það sem tvöfallt blikk og sjókortið sýndi, að þetta var suðvestlægasti vitinn á Minquiers Gp. fl. 2. „Nokkurnveginn það, sem ég hafði búist við“, sagði Latch, þegar hann leysti mig af. Rödd hans var áhugalaus; hún var dauf og þvinguð af þreytu og andlitið var tært að sjá í .skímunni frá nátthúsinu. Eftir það sáum við ljósið að staðaldri, það færðist nær og varð skærara, þar til ég tók við stýrinu í grárri morgunskím- unni klukkan hálfsex, að það fór dofnandi. Ég var kominn að niðurlotum af þreytu; gat varla staðið upp- réttur og skalf í hnjáliðunum. Nóttin niðri í kyndistöðinni hafði verið hreint helvíti; síðasti klukkutíminn var sá versti. Ég 235

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.