Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 33
Þegar ég sá ekki sjóina, sem brutu á skerjunum, róaðist ég og fann til öryggis, sem þó vissulega var blekking. Það voru aðeins ölduslögin, sem skullu á skipshliðinni og sjór- inn, sem pískraðist gegnum laus hnoðin í síðunni, sem minnti mig á hættuna, sem við vorum stadd- ir í, og þar að auki kjölvatnið, sem skvampaði til og frá svart af sóti og mengað olíu. Við kynntum af kappi eins og við ættum lífið að leysa og án þess að hirða um þreytuna. Þetta var heil eilífð, en skil- veggurinn hélt, og loks leit Patch á úrið og fleygði skóflunni frá sér. „Nú fer ég upp“, sagði hann. „Þér verðið hér einn og kyndið áfram þar til ég hringi í fulla ferð. Þegar þér hafið sett 'vélina í gang komið þér rakleitt upp til mín. Skilið?“ Ég kinkaði aðeins kolli; mál- laus af þreytu. Hann fór í fötin og ég horfði á hann reika í gegn- um vélarúmið og hverfa. Ölduhljóðið á skipssíðunni virkaði nú hærra en áður. Ég leit á úrið. Klukkan var tuttugu mín- útur yfir sjö. Ég fór aftur að moka kolum, og fylgdist sjálfrátt með því, hvernig þilfarið yfir höfði mér lyftist og seig niður og hve það hallaði ískyggilega fram. Ég var þess meðvitandi, að á hverju augnabliki gat þetta upp- lýsta umhverfi, sem ég stóð í horfið í hafið. Kjölvatnið slettist upp á gólf- plöturnar og sleikti fætur mína. Hálfátta, kortér fyrir átta! Ætlaði hann aldrei að hringja vélsímanum ? Einu sinni tók ég mér smá- hvíld, hallaðist fram á skófluna og fann að skipið hallaðist ennþá meir fram. Ég starði á skilvegginn og furðaði mig á hvern f járann hann væri að aðhafast uppi á stjórn- pallinum. Hver var þessi litli möguleiki, sem hann talaði um ? Taugar mínar voru yfirspennt- VÍKINGUR ar af ótta vegna þessarar longu biðar. Ég fór að efast um hann. Hvað vissi ég um hann. Fyrstu kynnin: maður, sem misst hafði fótfestu í lífinu vegna kringumstæðnanna, — hafði átt- að sig. Nú orkaði þetta sterkara á mig, vegna hættunnar, sem ég var í. Allt í einu heyrði ég, gegnum öldugnýinn og skröltið, daufa hringingu frá vélsímanum. Klukkan var næstum átta. Ég fleygði frá mér skóflunni, lokaði eldholinu og reikaði með fötin í höndunum inn í vélarúm- ið Vísirinn stóð á „Fulla ferð áfram“. Ég setti vélina í gang, og þeg- ar ég flýtti mér upp fannst mér vélarúmið allt hafa lifnað við. Þegar ég kom á stjórnpall, stóð Patch og stýrði. „Erum við klárir af Minq- niers?“ spurði ég með öndina í hálsinum. Hann svaraði ekki, en hélt þéttingsfast um stýrið og starði fram, taugar hans virtust spennt- ar til hins ýtrasta. Skipið tók langar og uggvæn- legar veltur, og ég slengdist yfir gólfið út að glugganum stjórn- borðsmegin. Rautt og hvítt vitaljós leið fram hjá okkur stefnið lá allt í sjó. „Við erum það, næstum því núna“, svaraði hann loks með lágri kuldalegri röddu. lnnfallin augu hans störðu ókvikul beint fram. Hann skipti um stellingar og sneri stýrishjólinu. Ég trúði ekki mínum eigin augum, því hann sneri í bak- borða. Hann sneri skipinu beint í átt- ina að klettunum og boðunum í Minquiers. „Eruð þér genginn af vitinu?“ hrópaði ég. „Snúið í stjórnborða! 1 stjórnborða, í guðanna bæn- um!“ Ég henti mér á stýrið, greip í handföngin og reyndi að snúa því á móti föstu taki hans. Hann hrópaði eitthvað til mín, en röddin drukknaði í veðurofs- anum, og ég hefði ekki heyrt til hans hvort eð var. St. Malo var aðeins tuttugu mílur undan, og vélaslögin endurhljómuðu á þil- farsplötunum og fluttu mér von um björgun. Við urðum að snúa í stjórnborða burt frá Minquiers og í áttina til St. Malo. „1 Drottins nafni!“ hrópaði ég. Þá greip liann í hárið á mér og sveigði höfuðið aftur. Hann hróp- aði til mín, að ég skyldi s.leppa stýrinu. Ég var með hálflukt augun af sársauka, en sá andlit hans í svip. Það var harðneskjulegt og gljáandi af svita, varirnar voru herptar, það skein í hvítar tenn- urnar og hökusvipurinn var ein- beittur. „Þetta er okkar einasti mögu- leiki“. Ég skynjaði frekar en heyrði orðin gegnum stormagnýinn. Mér fannst hálsvörvarnir vera að bresta, þegar hann slengdi mér afturábak svo að ég lenti á gluggakarminum með slíkum krafti, að ég náði varla andan- um. Sjórokið þaut framhjá okkur á bakborða og beint framundan léku brotsjóirnir við klettaklasa, sem öðruhvoru komu í ljós. Ég fann til megnrar ógleði. „Takið stýrið!“ Röddin var köld og fjarlæg. Ég starði undrandi á hann og vissi ekki mitt rjúkandi ráð. „Flýtið yður maður, takið stýr- ið“. Nú stóð hann á eigin fótum; gaf skipanir og ætlaðist til skil- yrðislausrar hlýðni. Það skildi ég á rödd hans. Ég skreiddist á fætur og hann fékk mér stýrið í hendur. „Stýrið norður tíu gráður austur!“ Hann sótti lítinn hreyfanlegan áttavita inn í kortaklefann og fór með hann útá stjórnborðs- væng og stóð þar hreyfingar- laus langa stund. Af og til lyfti hann áttavitan- 237

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.