Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 4
Sjómannadagurinn 1972 Utdráttur úr ræðu sjávarútvegsráðherra Lúðvíks Jósepssonar, í tilefni dagsins Það eru ekki margar þjóðir, sem halda hátíð- legan sérstakan dag á hverju ári, sem helgaður er sjómönnum, eins og við íslendingar gerum. Þessi sérstaða okkar er auðskilin, svo mjög sem við erum háðir sjómennsku og sjávarútvegi. Sjó- mannadagurinn er líka fyrir löngu orðinn hátíðis- dagur allrar þjóðarinnar, dagur, sem haldinn er hátíðlegur í öllum sjávarplássum landsins, stórum og smáum. Sjávarútvegurinn er sú atvinnugrein lands- manna, sem efnahagsþróunin í landinu byggist á, öllu öðru fremur. Sjómannsstarfið er því undir- stöðustarf í okkar þjóðfélagi, starf sem ráðið get> ur úrslitum um það, hvernig til tekst um fram- kvæmdir og framfarir þ. e. a. s. um framvinduna í okkar þjóðarbúskap. Þegar litið er yfir sögu þjóðarinnar á þessari öld, kemur í ljós, að ótrúlega miklu hefir verið áorkað til uppbyggingar á flestum sviðum. Svo að segja öll mannvirki, nær allur húsakostur og öll samgöngutæki, sem þjóðin á í dag, hefur hún eignazt á þessu tímabili. Á þessum tíma hefir þjóðin eignazt fullkomin nýtízku atvinnutæki í öllum helztu starfsgreinum, myndarlegan kaupskipa- og fiskiskipaflota og álitlegan kost flugvéla til flutninga innan- og utan- lands. Á þessum árum hefir þjóðin einnig stigið stór skref fram á við, í menningar- og fræðslu- málum, í heilbrigðis-, félags- og tryggingamálum. Á síðustu hálfri öld hefir íslenzkt þjóðfélag breytzt úr vanþróuðu fátækrasamfélagi í samfélag, sem getur veitt og veitir þegnum sínum lífskjör til jafns við það sem bezt þekkist í heiminum. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga og jafnframt fylgzt með þróun sjávarútvegsins á þessu tímabili, þá getur það ekki farið á milli mála, að það er gengi sjávarútvegsins, sem mestu hefir ráðið um hina hagstæðu þróun í málefnum þjóðar- innar. Það eru hin auðugu fiskimið við strendur landsins og atorka og dugnaður okkar sjómanna- 3téttar, sem velgengni okkar hefir fyrst og fremst byggzt á. Fyrir sjávaraflann höfum við fengið meginhlut- ann af þeim erlenda gjaldeyri, sem okkur hefir verið nauðsynlegur, til þess að gera uppbygginguna og framfarirnar mögulegar. Þannig hefir sjávar- útvegurinn verið hin nauðsynlegasta undirstaða til að gera kleift að þróa í landinu aðrar atvinnu- greinar, til þess að kaupa vélar, byggja hús, reisa hér orkuver, til þess að byggja upp í landinu þær mörgu atvinnugreinar, sem í dag standa sam- eiginlega undir íslenzku efnahagslífi. Það er samvirkni hinna ýmsu atvinnugreina, þ. e. a. s. sjávarútvegs, landbúnaðar, iðnaðar, siglinga og hvers konar þjónustustarfa, það er samvirkni þeirra — eðlilegur og óhjákvæmilegur gagnkvæm- ur stuðningur þeirra, sem sameiginlega skapar okkar efnahagskerfi, sem veitir okkur þau lífs- kjör, sem við njótum í dag. Sjómannadagurinn er því eðlilegur hátíðisdagur allrar þjóðarinnar, því hún veit, að líf hennar og afkoma öll er svo nátengd starfi sjómannsins og velgengni sjávarútvegsins. í litlu sjávarþorpi gleðjast allir innilega við komu nýs skips í byggð- arlagið. Þar er líka fögnuður allra, þegar nýtt fyrirtæki tekur til starfa við úrvinnslu fiskaflans. Þessi fögnuður allra, ungra og gamalla, er stað- festing á skilningi þjóðarinnar á hinu almenna undirstöðugildi sjávarútvegsins fyrir landsmenn alla. Af sömu ástæðum fagna allir landsmenn í dag hinni miklu nýbyggingu fiskiskipaflotans, sem nú stendur yfir. Af sömu rótum er runnin ánægjan yfir því, að nú er verið að hefjast handa um al- hliða endurbætur í frystihúsakerfi landsmanna og að því að byggja upp í landinu fleiri fullvinnslu- tæki, sem eiga að vinna úr sjávaraflanum niður- soðnar og niðurlagðar matvörur af ýmsu tagi. f dag gleðst þjóðin með sjómannastéttinni og fagnar þeim sigrum, sem unnizt hafa. Það hefur stundum verið sagt, að á sjómannadaginn væru ýmsir þeir sem jafnan vinna í landi, býsna ríf- legir á lofsyrði um sjómannastéttina, án þess að sambærilegur skilningur kæmi fram hjá sömu VÍKINGUR 220

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.