Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 12
Fiskirœkt í sjó eða sjóblönduðu vatni °ftir dr. Jónas Bjarnason Um fiskrækt í sjó er unnt að segja mjög mikið, svo að ekki gefst tækifæri á að gera þeim málum nein veruleg skil í þessari grein. Fiskrækt almennt hefur borið mikið á góma á undanförn- um árum hér á landi sem og ann- ars staðar erlendis, en ekki er þó laust við, að mikillar vanþekking- ar gæti sérstaklega um undir- stöðuatriði þess máls. Til þess að lesendur geti sem bezt skilið niðurstöður mínar, gerist nauð- synlegt að fjalla lítillega um fræðilega undirstöðu fiskræktar í sjó og um nokkur atriði, sem lúta að hagkvæmni fiskræktar al- mennt. Það mun ég gera í þessari grein, en í síðari grein mun ég fjalla um tækifæri íslendinga til fiskræktar í sjó eða sjóblönduðu vatni. Fiskrækt í sjó er af mörgum álitin vera mjög mikilvæg at- vinnugrein til öflunar matvæla fyrir hinn ört vaxandi fólksfjölda heims. Þar sem næringarefni fisks eru aðallega mjög verðmæt eggjahvítuefni, er aukning fisk- metis til manneldis töluvert mik- ilvægari en t. d. aukning kom- uppskeru, því að eggjahvítu- skortur er alvarlegasta fæðu- vandamál heimsins. Fiskrækt í vatni eða sjóblönduðu vatni hefúr verið stunduð í mörgum löndum síðan fyrir fæðingu Krists og er víða orðin að mikilvægri atvinnu- grein, sérstaklega í ýmsum lönd- um Asíu. Talið er, að um 3 millj- ón tonn af fiski séu ræktuð í vatni, og sjóblönduðu vatni ár- lega í heiminum nú, en í þeim efnum er Kína í sérflokki hvað magn snertir. Heildarfiskveiði hafanna er um þessar mundir nálægt 70 milljónum tonna árlega. John H. Ryther frá Woods Hole hafrann- sóknastofnuninni í Bandaríkjun- um álítur á grundvelli ítarlegra rannsókna á fæðukeðjum hafsins, að ólíklegt sé, að unnt verði að veiða meira en 100 milljón tonn af fiski árlega til frambúðar. Meðaltalsaukning fiskveiða á undanförnum 25 árum er um 8% á ári, svo einsýnt er, að fiskveiði í höfunum getur aðeins aukist í fáein ár þrátt fyrir aukna sókn og bætta tækni, séu spárnar rétt- ar. Svartsýnismenn segja, að fiskveiðarnar séu þegar komnar í hámark. Það hefur oft verið sagt, að fiskveiðar séu frumstæð veiði- mennska á svipaðan hátt og stunduð var á landi, áður en ak- uryrkja ruddi sér til rúms og varð aðal fæðuframleiðsluat- vinnugi’einin. Spurningin er, hvort fiskveiðar geti þróast á svipaðan hátt yfir í ræktun í stað veiði eingöngu? Þar sem hér er um mjög yfir- gripsmikið mál að ræða, mun ég, aðeins leitast við að minnast á þau atriði, sem ég tel máli skipta fyrir íslendinga. Þótt fiskrækt í sjó sé sem stendur í bernsku sinni, hefur skilningur á undir- stöðuatriðum lífsins vaxið svo mikið undanfarna áratugi, að unnt er að draga saman nokkur þekkingaratriði og komast að fræðilegum niðurstöðum, sem varpað geta ljósi á hagkvæmni fiskræktar í sjó. Ég er ekki fiski- fræðingur sjálfur, en ég hef starf- að í nokkur ár að næringarfræði- legum rannsóknum á vatnafiski. Endanlegt takmark fiskræktar í sjó er að auka uppskeru haf- anna eða grunnsævis við strend- ur, þ. e. að bæta náttúruleg vist- kerfi ákveðinna svæða á þann hátt, að uppskera matvæla af þeim aukist til frambúðar og verði þarmeð meiri en fengist með veiði eingöngu. Svo virðist, sem unnt sé að framkvæma fisk- rækt, að m. k. fræðilega, á mjög marga vegu. Mikilvægast er þó að reyna að koma auga á hag- kvæmar leiðir fremur en fram- tíðar bollaleggingar eða óraun- hæfar hugdettur. T. d. tilraunir til klaks á úthafsfiski falla undir fiskrækt í sjó, en hafa engan telj- andi árangur borið. Þrír fjórðu af yfirborði jarðar er sem kunnugt er þakið sjó. En aðeins 17,8% af þeirri dýraeggja- hvítu, sem neytt er í heiminum, kemur úr sjónum. 0g aðeins 18% af heildareggjahvítunni er dýra- eggjahvíta, þ. e. þrír fjórðu hlutar af yfirborði jarðar sjá mannkyninu fýrir um 3% af þeirri eggjahvítu, sem neytt er á jörðinni. Hvernig er unnt að auka þetta magn fyrir utan aukna sókn á fiskimiðin? Undirstaða alls lífs á jörðinni, bæði í sjó og á landi, byggist á frumtillífguninni. Sólarorkan er beizluð af plöntum, sem innihalda blaðgrænu, til að byggja upp nær- ingarefni úr kolsýringi, vatni, köfnunarefnissamböndum, fos- fati og mörgum öðrum frumefn- um. Á landi eru það allar grænar plöntur en í sjó eru það aðallega svifþörungarnir. Allt annað líf þrífst síðan á þessari frumfram- leiðslu, eða fyrsta næringarstigi. Þau dýr, sem lifa á frumfram- leiðslunni, eru kölluð plöntuætur eða annað næringarstig. Kj ötætur lifa síðan á plöntuætunum og eru þriðja stig, en kj ötætustigin geta veriðmörg, fimm eða fleiri.Fyrir um þrjátíu árum síðan var fund- in upp mjög gagnleg regla, sem kölluð hefur verið 10% reglan. Þessi regla segir, að lífmagn á einu næringarstigi verði að vera tíu sinnum meira en magn þess stigs, sem lifir á því svo jafn- vægi haldist. Það þýðir að t. d. það æti, sem þorskurinn lifir á, verður að vera um 10 sinnum meira að magni en þorskurinn sjálfur, til þess að jafnvægi hald- ist milli ætis og þess sem étur. Heildar frumframleiðsla haf- 228 VlKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.