Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 15
ar og hafði sá, sem afgreiddi og tók á móti oft dvöl hjá pabba á Járngerðarstöðum. Ég man eftir nöfnum á nokkrum. Það voru Is- ak, Þorsteinn Þorsteinsson, Stef- án, Gísli. Oddur Bakkabátur var hjá okkur strákunum heima mik- ið gleðiefni, hvert sinn, sem hann kom. Við fórum alltaf um borð og áttum þar góða kunningja, bæði íslenzka og danska. Oftast voru Islendingarnir um borð í Oddi, til að vinna við flutningana. Það mátti með sanni segja, að Oddur var happafleyta allt til þess síðasta. Hann var þá um haust á leið inn í Hafnarfjörð, þar var hann á vetrum. I þetta skifti var erindið lítið til Grinda- víkur, var víst eitthvað af varn- ingi, sem þótti rétt að senda þá um haustið. Veður var gott þegar báturinn kom, en þegar hann var nýlagstur gerði suðaustan rok og svo vondan sjó að báðar akkeris- keðjurnar slitnuðu. Var þá ekki að sökum að spyrja. Odd rak á land. En svo happalega vildi til, að hann komst yfir alla fjöru og lenti uppí kampi lítið brotinn og allir mennimir komust í land ó- hraktir. En svo fór, að sjórinn braut hann að nokkru. Var hann svo rifinn og fluttur um borð í þýzka skonnortu, sem „Minna“ hét, sem var að taka annað brota- járn til útflutnings. En nú tókst svo illa til, að nokkru eftir að Oddur var allur kominn þar í lest sem brotajárn, að aftur gerði versta veður. Þá sleit „Minnu upp og rak hana á land, einmitt í lendingunni í Járngerðarstaða- hverfi. Varð þá Odddur strand í annað sinn. Og enn var hann fluttur út ásamt því skipi, sem áður hafði hann í lest sinni. Svo að ekki verður annað sagt en að örlög Bakka-Odds hafi orðið all- söguleg áður en lauk. Ekki var ég svo kunnugur Bakka-Oddi, að ég viti vélarstærð hans eða ganghraða. Þó minnir mig ég hafa heyrt að hann færi mest 6 mílur á vöku. Ekki var hann vel lagaður til gangs, frem- ur byggður sem gott sjóskip, var stuttur og breiður. Oft var skrít- VlKINGUR Anleggshúsið. ið að sjá hann þegar hann fór austur um lokin, því að þorsk- hausa baggarnir voru margir og þeim hlaðið hátt upp. Svo var allt súrrað fast, svo ekki færi í sjóinn. Með honum fór alltaf fjöldi sjómanna að austan. En aldrei varð neitt að, enda farið gætilega. Þá var ekki kominn þessi ofsa hraði í ferðalögin, eins og nú á síðustu tímum. Það má víst telja, að Bakka- Oddur hafi verið happaskip þótt illa færi að lokum. Sína síðustu ferð kom hann til Grindavíkur með varning, og fór að lokum frá Grindavík í sína síðustu ferð í lest annars skips sem brotajárn. Lítið er mér kunnugt um ferð- Innsiglingin í Hópið. ir Odds annað en til Grindavíkur. Þess vegna get ég ekki skrifað samfellda sögu hans. Þó gæti ég trúað því, að starfs- svið hans hafi verið all-verulega bundið við ferðir og viðskifti þar eystra. Hann var látinn draga vöruskipin inn á skipalægið og út af því aftur við burtför þeirra. Þá voru aðeins seglskip í förum en innsigling þröng og straumur var sagður gera seglskipum ó- hægt að fara þar inn á seglum eða án hjálpar. Það bar stundum við þegar Oddur kom fyrir Hópsnesið, að hann hafði skip aftaní. Það var útskipunarskip. Þá komu líka máske nokkrir menn með til að sjá um útskipun á fiskinum. Líka vissi ég, að Oddur kom með skip til pabba. Það var átt- æringur, sem smíðaður var fyrir austan af góðum skipasmið. Sá hét Hallgrímur. Hann smíðaði fleiri slík skip fyrir Grindvík- inga og var hann í Grindavík við þá smíði. Öll þau skip, sem hann smíðaði voru talin ágætis fleytur, enda byggð fyrir brimlendingu, eins og fyrir austan. Að lokum skal svo látin fylgja 231

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.