Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 26
Aldarminning Vigfúsar ttrandssonar9 Reynishjáleigu eftir Gunnar Magnússon frá Reynisdal Jón Steingrímsson, síðar prófastur í Skafta- fellssýslu flyzt í Mýrdalinn árið 1755 frá Reynis- stað í Skagafirði. Reynishverfið var þá í eigu þeirra hjóna Þórunnar Scheving og hans. Þá bjó í Hellum í Reynishverfi, Einar Eiríksson, umboðs- maður Jóns yfir landareigninni, var hann for- maður í Reynishöfn, og átti skip þar, kenndi hann Jóni að ýta brimsjó, og lenda, og enda athöfn alla er viðkom sjósókn þar, gerðist Jón Steingrímsson svo formaður í Reynishöfn er hann var orðinn bóndi í Hellum. En Einar Eiríksson varð að standa upp af jörð- inni, eigi getur prófastur þessi í ævisögu sinni, hvert Einar hafi farið, trúlegt er, að hann hafi fengið ábúð í Reynishjáleigu að minnsta kosti bjuggu þar afkomendur hans síðar að langfeðga tali. Einar Einarsson, sonur Einars Eiríkssonar, bjó í Reynishjáleigu ásamt konu sinni Margréti Brandsdóttur, voru þau foreldrar Brands Eiríks- sonar koparsmiðs og bónda, er tók við búi af þeim á nefndri jörð. Brandur Einarsson í Reynishjáleigu var fæddur í Reynishjáleigu 11. febrúar 1824, en dó úr lungna- bólgu 13. október 1883. Fyrri kona Brands Einarssonar koparsmiðs, var Kristín Einarsdóttir, Jóhannessonar hreppstjóra í Þórisholti, sömu sveit, lézt Kristín eftir skamma sambúð frá þrem börnum, voru þau, Einar eldri Brandsson sem síðar var kenndur við Reyni, bóndi og formaður í hartnær hálfa öld, Einar yngri fór til Vesturheims ásamt konu sinni Sigríði Bjarna- dóttur frá Hvoli í Mýrdal, og Margrét sem bjó í Þórisholti, gift Gísla Gíslasyni oddvita sem gekk undir nafninu „Piltur" hann hvarf frá Þórisholti sporalaust, var það ætlun manna að hann hefði farið til Ameríku. Margrét dvaldi í Norður Vík um fjölda ára, sem húskona. Síðari kona Brands í Reynishjáleigu var Vil- borg Magnúsdóttir, frá Skaftárdal á Síðu. Faðir hennar, Magnús Magnússon Dannebrogsmaður, var stórauðugur maður á þess tíma mælikvarða, átti f jölda jarða í Skaftafellssýslu, bróðir hans var Sverrir Magnússon, sem bjó niður í Álftaveri, í Skálmabæjarhraunum, var Sverrir Magnússon tal- inn merkismaður á sinni tíð, þótt eigi nyti hann sömu auðsældar sem bróðir hans Magnús á Skaft- 242 árdal. Hinn 24. febrúar árið 1840, fæddist þeim hjónum Vilborgu ogBrandi í Reynishj áleigu sonur, var hann fæddur ekki fullburða, og vó aðeins ellefu merkur, sveini þessum, var svo í skírn gefið nafnið Vigfús. Vigfús Brandsson í Reynishjáleigu, ólst svo þar upp ásamt stórum systkinahópi, var hann mjög seinþroska til líkamlegra burða, að hans eigin sögn, en hafði góða greind, snemma til að bera og nám- fús á það sem þá var hægt að læra, sem var nær cingöngu mál leikra manna, lærðir menn í þá daga, voru ekki aðrir en sýslumenn og prestar, því engir voru þá skólarnir. Árið 1882, þá er Vigfús var tólf ára gamall, var hann lánaður til prestsins í Hvammi, sem smala- og snúningadrengur, presturinn var síra Lárus Þorláksson. Þetta var sú eina reisa sem Vigfús fór út af heimilinu í Reynishjáleigu, en hann minntist þess- arar dvalar ávallt með hlýhug og fögnuði, og hefur honum sjálfsagt í Hvammi í engu verið misboðið eins og tíðkaðist fyrr meir. Föður sinn missir Vigfús árið 1883, þá þrettán ára gamall. Vilborg í Reynishjáleigu stóð þá uppi með stóran barnahóp í bernsku, án fyrirvinnu. Kom það í hlut Vigfúsar, að standa fyrir búi með móður sinni, og hafði hann snemma hyggindi og ráðdeild, til að bera við hin daglegu störf heim- ilisins. Verzlun sóttu Skaftfellingar þá vestur til Eyrarbakka, og fór Vigfús í „Bakkaferðir", ásamt öðrum Mýrdælingum, sem þá var títt, og þar á „Bakkanum" keypti hann úr, sem hann átti alla æfi síðan, sem minjagrip um erfiðan verzlunar- máta. Eyrarbakkaferðirnar tóku Mýrdælinga hálfan mánuð, minnst og stundum lengur ef tafir urðu við "stóru vötnin, sem stundum henti. Eina verzlun- arferð fór Vigfús ungur austan úr Mýrdal til Vest- mannaeyja á „Fríði" með Einari á Reyni bróður sínum, eru þó fullar þrjátíu sjómílur frá Reynis- höfn til Vestmannaeyja. Réru þeir alla leið til Eyja, en voru með segl. Fríður var fullmannaður, og sagði Vigfús mér, að það eina sem hann hafði í fari sínu heim, hefði verið einn kolapoki, lang- sótt var það! Heimleiðis sigldu þeir svo Fríði, og þótti Vigfúsi þessi ferð hafa vel tekizt. VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.