Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 31
Ingólfur Ingólfsson flytur ræðu. Sumarbúðir vélstjóra Guðm. Pétursson ávarpar gesti. Guðm. Jónsson skýrir fyrirhugaðar framkvæmdir. Hallgrímur Jónsson tók fyrstu skólfustunguna. Á einum stjórnarfundi Vél- stjórafélags íslands haustið 1967 kom Guðmundur Jónsson fram með þá tillög-u, að félagið reyndi að útvega sér land undir sumar- hús til afnota fyrir félagsmenn í sumarfríum sínum. Var þá kjör- in þriggja manna nefnd til að kanna málið. I nefndina voru kjörnir Guðmundur Jónsson, Friðjón Guðlaugsson og Jón Hjaltested. Vann nefndin ötul- lega og kom fljótt fram með til- boð um landskika úr Snorra- staðarlandi í Laugardalnum, skammt frá Laugarvatnsskólan- um. Keypti félagið 2,5 hektara lands og lét girða það. Albína Thordarson arkitekt var síðan fengin til að skipuleggja landið og teikna fyrirhuguð íveruhús. Lauk Albína við teikninguna á árinu 1970 og gerði ráð fyrir 18 húsum. Við samruna Mótorvél- stjórafélags Islands og Vélstjóra- félags íslands í eitt félag var fyr- irsjáanlegt að landið yrði of lítið. Var þá hafizt handa um að reyna að fá meira land á staðnum. Tók- ust samningar við eigandann Jó- hann Sveinbjörnsson um 4,1 hekt- ara lands til viðbótar. Land Vél- stjórafélagsins er því samtals 6,6 hektarar. Albína arkitekt hannaði þetta nýja svæði, þannig að nú er gert ráð fyrir samtals 42 sumarhúsum ásamt félagsheimili. Ætlunin er að hluti þessara húsa verði rað- hús 6 saman í einingu og þau steinsteypt. Hvert hús verður með stofum og eldhúsi fyrir sig. Þetta fyrirkomulag tíðkast mjög erlendis einkum í Bandaríkjun- um. Félagsheimilið er hugsað sem samkomustaður þar sem gestir geta komið saman til að rabba og líta á sjónvarp. Einnig er hug- myndin að veitingar verði á boð- stólum í félagsheimilinu. Árið 1968 varð kvenfélagið Keðjan, félag eiginkvenna vél- stjóra, 40 ára gemalt. Var þá samþykkt að færa Keðjunni að gjöf 3000 efrmetra lands úr land- areigninni og hafa konurnar ákv- eðið að reisa eina raðhúsasam- stæðu þ. e. 6 hús á þessu sumri. Vélstjórafélag íslands hefur einnig ákveðið að reisa aðra ein- ingu á þessu sumri. 1 tilefni þessa var 20. maí s. 1. fjölmennt austur í Laugardal til að hefja byggingarframkvæmdir. Með í förinni var Hallgrímur Jónsson frrv. formaður vélstjóra- félagsins, mikill áhugamaður um velferð og dugnað vélstjórastétt- arinnar. Hallgrímur átti sæti í stjórn félagsins um 34 ára skeið þar af formaður í 24 ár. Hall- grímur tók fyrstu skóflustunguna að grunni hinnar fyrstu raðhúsa- samstæðu. Kátt var á hjalla þennan dag og ræður fluttar. Gerðu það Guðmundur Pétursson forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, Ingólfur Ingólfs- son form. Vélstjórafélags íslands og Guðmundur Jónsson form. orlofsheimilanefndar félagsins. Áætlað er að koma einingunum tveim upp fokheldum fyrir vet- urinn og er búizt við minnst 3 milljón króna kostnaði í þessum fyrsta áfanga. Byggingameistari verður Böðvar Ingi Ingimundar- son á Laugarvatni, en verkfræð- ingur Guðmundur Magnússon. Núverandi orlofsheimilanefnd skipa Guðmundur Jónsson form. Jón Hjaltested og Gunnlaugur Gíslason. Fylgist nefndin með öllum framkvæmdum og annast ýmsar útréttingar. Sjómannablaðið Víkingur ósk- ar vélstjórunum velfarnaðar í þessu stóra máli stéttarinnar, enda aldrei nein vettlingatök þegar vélstjórar snúa sér með alvöru að verkefnunum. 247

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.