Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 33
Skólaslit Vélskólans Rœöa Andrésar Guöjónssonar viö skólaslitin í vor Góðir áheyrendur, gestir, kenn- arar og nemendur, verið öll vel- komin hingað til skólaslita, er nú fara fram í 57. skipti í Vélskól- anum í Reykjavík. Ég vil sérstaklega bjóða vel- komna hingað 10 ára vélstjóra og rafvirkja, er halda upp á afmælið með því að vera viðstaddir skóla- slit og ætla að afhenda skólanum höfðinglega og kærkomna gjöf í tilefni af því, að 10 ár eru liðin síðan þeir útskrifuðust úr raf- magnsdeild skólans. Það er ánægjulegt og örvandi fyrir skólann, að nemendur hans hafa löngum sýnt honum ræktar- semi og hlýhug. Ég vona, að svo verði einnig í framtíðinni og er þess fullviss, að það er báðum til blessunar. Mér finnst þetta skólaár hafa liðið ótrúlega fljótt. 1 haust byrj- uðum við með yfirfullan skóla af nemendum og flokk nýrra kenn- ara. Nemendur 1. stigs voru á hrakhólum milli stofa, anddyris, matsals og hátíðarsals. Þetta gekk vonum framar, en augljóst er, að slíkt skipulag skapar erfið- leika hjá þessum nemendum og rótleysi. Ég vil þakka nemendum 1. stigs fyrir það, hvað þetta gekk þó næstum snurðulaust. Vona ég, að þetta ástand sé nú úr sögunni. Nú eygjum við lausn á hús- næðisvandræðum skólans. Neita varð allmörgum um skólavist s.l. vetur, en ráðamenn menntamála þessa lands hafa sagt við mig, að slíkt megi helzt ekki eiga sér stað, enda væri erfitt að verja það, þar sem alltaf er skortur á vél- stjórum. Mun hann sýnilega auk- ast, þar eð nú er fyrirsjáanleg mikil aukning í skipastóli lands- manna, m. a. með tilkomu hinna nýju skuttogara. Hafin er nýbygging austan við skólann og verður hluti hennar væntanlega tilbúinn til notkunar VÍKINGUR í haust. Þar fáum við m. a. raf- tækjasal. Þangað verður flutt öll verkleg kennsla í rafmagnsfræði. Gamla raftækjasalnum verður breytt í kennslustofur. Einnig er ætlunin, að Skólafélag Vélskóla- nema fái þar skrifstofu eða lítið fundarherbergi. I nýbyggingunni verða auk tækjasala fyrirlestrar- salur og kennslustofur. Við höfum fengið loforð fyrir því, að í sumar hverfi Veðurstofa Islands úr norðurenda vélahúss- ins. Þar fáum við þá 3 stofur, sem henta vel fyrir verklega kennslu í stýritækni, kælitækni og vélfræði, en þá kennslu þarf að stórauka. Vegna aukins nemendafjölda þurfum við að koma okkur upp fleiri smíðastofum, kaupa fleiri rennibekki, hefla, fræsivél, ásamt skrúfstykkjum og handverkfær- um. Áætlað er að útbúa tvær smíðastofur fyrir haustið. Verð- um við að taka hluta af vélasaln- um í það. I vetur var hafin kennsla í rafsuðu og gassuðu. Sú kennsla fór áður fram í Iðnskól- anum. Vegna þrengsla í vélasölum, verðum við að losa okkur við elztu vélamar þar. Við erum löngu hættir að nota þær við kennsluna. Þær eru orðnar það gamlar, að þær eru nú hreinir forngripir, enda hefur nú verið ákveðið, að þær verði afhentar Þjóðminja- safni til varðveizlu. Hefur Þór Magnússon þjóðminjavörður mikinn áhuga á því að fá þær, og skilst mér á honum, að hann muni setja aðra þeirra strax á safn, en hina í geymslu fyrst um sinn. Þessar vélar eru: gömul gufuvél úr línuveiðaranum „Sigríði", en þessi gerð gufuvéla var smíðuð upp úr aldamótunum og var mikið notuð hér á landi á milli- stríðsárunum, en þá áttum við mikinn fjölda af línuveiðurum, sem voru með gufuvél og ketil. Þessi vél er því safngripur, er minnir á fiskveiðisögu íslands. Hin vélin er gufuketill með á- byggðri gufuvél. Hún var smíðuð í Þýzkalandi árið 1889, og er því komin til ára sinna. Þessi véla- samstæða var notuð í saltfisk- þurrkhúsi Alliance hf. í Ána- naustum hér í Reykjavík, og er hluti af sögu fiskiðnaðarins. Þegar þessar vélar eru horfnar úr vélasalnum, getum við nýtt salina betur. Þá skapast rúm fyr- ir nýjar vélar, en þær þurfum við að eignast, og af þeim gerð- um, sem notaðar eru nú á dög- um. Eins og ég sagði áður, er ætl- unin, að nemendafélagið fái að- stöðu í skólahúsinu til sinnar starfsemi. Nemendur hafa á sín- um snærum bóksölu, útgáfu skólablaðs, málfundafélag og nokkra íþróttastarfsemi. Allmik- ið félagsstarf var í skólanum í vetur, af miðað er við fyrri vetur. Auðvitað er lítill tími aflögu til félagsstarfa, en þrátt fyrir það ber að efla þessa starfsemi og aðstoða nemendur í því eftir föngum. Nemendur skólans hafa nú fengið aðild að lánasjóði íslenzkra námsmanna, og utanbæjarnem- endur fengu svokallaðan dreif- býlisstyrk. Reynt hefur verið að efla íþróttalíf í skólanum, en að- staða er slæm, nema þá helzt til knattspyrnuæfinga og fór fram keppni í vetur milli bekkjanna. Gunnar Friðriksson, forstjóri Vélasölunnar hf., gaf bikar til þeirrar keppni, og kunnum við honum þakkir fyrir það. Töluverð aukning varð á kenn- araliðinu; að skólanum komu tveir tæknifræðingar, þeir Ölafur Eiríksson véltæknifræðingur og Guðjón Jónsson raftæknifræðing- ur, og vélstjórarnir Benedikt 249

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.