Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 39
-JíiP’’' V ‘irnJSS&tm* Ágúst Guðjónsson, skipstjóri á báti sínum „Sea Spray“. Guðjón Guðmundsson, frændi Ágústs, hefur um nokkurt skeið verið með Ágústi á „Sea Spray“. fiskimönnum ósýnt um að fylgja settum reglum um möskvastærð o. fl. Hafa þeir verið staðnir að því, að nota svokölluð „Cone“ net, eða „fingurbjargarpotta“, sem eru mikill skaðvaldur ungviðinu og fullkomin rányrkja. Má segja að víða sé pottur brotinn! Ágúst Guðjónsson er kvæntur Ólöfu Hinriksdóttur frá ísafirði. Hún var fósturdóttir Harald- ar heitins Guðmundssonar skip- stjóra á ísafirði, en hann var þekktur maður sem látinn er fyr- ir nokkrum árum og virtur meðal íslenzkrar sjómannastéttar, enda virkur í þeirra röðum um ára- bil. Ágúst dró ekki dul á, að kona hans væri kvenskörungur mikill og taldi að þetta hefði hann náð fyrir að hún stóð ávallt við hlið hans og hvatti en ekki latti hann til stórræða. „Hún er mín lífshamingja“, datt óvart útúr Ágústi. Ég hefði tæplega haft kjark í mér til þeirra stórræða, sem ég lagði í t. d. við kaupin á „Sea Spray“, ef hún hefði ekki staðið við hlið mína og talið í mig kjark. Eitt atriði drap Ágúst stutt- lega á, en ég mátti þó vel finna að það lá honum þungt á hjarta. Hann mælti eitthvað á þá leið, að þarna á vesturströndinni og ekki sízt í Seattle væru margir Norðmenn og aðrir Skandínavar. Þessir aðilar sameinast um hátíðahöld einu sinni á ári, hafa sýningar á ýmsum munum, bæði lista og iðnaðar. Þetta fá þeir sent heimanfrá og hefur orðið góð landkynning og þó nokkuð hefir verið pantað af iðnvarningi til notkunar eftir slíkar sýningar. Við þessar fáu íslenzku hræður sem þarna eru höfum með bréfa- skriftum heim reynt að afla okk- ur smá sýnishorna af íslenzkum iðnaði, sérstaklega prjónlesi o. fl„ sem við vitum að stendur fyrir sínu á heimsmælikvarða, en því miður hefir okkar viðleitni engan árangur borið og við sem stærum VlKINGUE 255

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.