Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 45
Haft var eftir dönskum frétta- manni 1969, að íslendingar væru á mjög góðum vegi í efnahags- málunum. Þá kvað Guðmundur: Viðreisnin er voða slyng, vel það skilja Danir. Hundrað prósent hagræðing, og hliðarráðstafanir. Æði margir stömpum steypa, stökkva trylltir frá og að. Hiklaust mundu heiminn gleypa heilan, ef þeir gætu það. Al'drei nóg af neinu er, nægtarsjó þó vöðum lengi. Bjargarfró, að berja sér, beita kló, með fölsku gengi. * Ennþá er heimurinn harður, sem forðum, hampar þá sínum á líðandi stund. Hlakkandi gleypir við hræsnar- ans orðum, hrækir í forsmán á sannleikans pund. Guðm. A. Finnbogason. VlKINGUR Nýtt skip frá Þorgeiri og Ellert Miðvikudaginn 12. apríl 1972, var sjósett hjá Þorgeir og Ellert hf., Akranesi, nýtt 103 rúmlesta fiskiskip úr stáli, sem byggt er fyrir Þórð Guðjónsson, skipstjóra, Akranesi. Skipið er teiknað af Benedikt Erl. Guðmundssyni, skipaverkfræð- ingi hjá Þorgeir og Ellert hf., og byggt undir eftirliti Sigl- ingamálastofnunar ríkisins í samræmi við reglur Det Norske Veritas, en sérstaklega styrkt fyrir siglingar í ís. Mesta lengd skipsins er 27,60 m, breidd þess er 6,60 m og dýpt 3,30 m. Skipið er útbúið til veiða með línu, netum og botnvörpu, og búið eftirfarandi vélum og tækjum: Aðalvél er AIpha-Diesel 405-26VO, 500 hestafla við 400 sn/mín. ásamt tilheyrandi skiptiskrúfu. Hjálparvélar eru tvær Bukh 4K-105, 54 hestafla við 1500 sn/mín. Samanlögð raforkuframleiðsla í skipinu er 60 kw. Stýrisvél er Frydenbö HS 9. Þilfarvinda er frá Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörns- sonar, 11 tonn. Línuvinda og bómuvinda eru af Norwich gerð. í skipinu er nýr og mjög fullkominn dýptarmælir af Simrad gerð EK með scopi, Simrad asdik SK 3, Kelvin Hughes ratsjá 64 mílna, Decca-Arkas sjálfstýring, Sailor talstöð 100 watta, sjálfvirk miðunarstöð, lorantæki, kallkerfi, fjölbylgjutæki frá Baldri Bjarnasyni, sjónvarp og útvarp auk allra venjulegra siglingatækja. Fiskilest skipsins er einangruð og búin tækjum til kæl- ingar og einnig bjóðageymsla, sem staðsett er aftast í þil- farshúsi. Ungfrú Inga Jóna Þórðardóttir, dóttir eigandans, gaf skipun nafnið Sigurborg AK. 375. 261

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.