Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Qupperneq 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Qupperneq 1
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 35. ÁRGANGUR — 12. TÖLUBLAÐ 1973 Við áramót eftir Guömund Pétursson EFNISYFIRLIT: bls. Við áramót Guöm. Pétursson 1 „Bjarni Benediktsson“ kemur að landi 2 Sjóróðrar um aldamótin frá Stokkseyri Jónas Jönasson, fyrrv skipstjóri 6 Meistaraverkið, smásaga Clark Howard 14 Vitar og hafnir á Islandi og yfirstjórn þeirra Jón Eiríksson, fyrrv. 8kipstjóri 18 Sjóspár og ölduspár, viðtal við Þorbjörn Karlsson, verkfræðing 23 Selandia '• Hallgrímur Jónsson þýddi 26 Ný skip á árinu 1972 30 Sjóorusta í landi eftir V. Dybward G. Jensson þýddi 34 Hvers eigum við að gjalda? Hinrik ívarsson, Merkinesi 38 Félagsmálaopnan 42 Jón Árnason, skipstjóri Erlendur Guömundsson 44 Á að stöðva flotann? Loftur Júlíusson 46 Hornblower fer til sjós eftir C. S. Forester Báröur Jakobsson, þýddi 49 Frívaktin o. fl. Forsíðumyndin er af flota Kvöld- úlfs í Hesteyrarhöfn á hinum góðu gömlu dögum. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Dtgefandi F. F. S. 1. Ritstjórar: Guðmundur Jensson (áb.) og örn Steinsson. Ritnefnd: Böðvar Stein- þórsson, formaður Páll Guðmunds- son, varaformaður, Ólafur V. Sig- urðsson, Karl B. Stefánsson, Haf- steinn Stefánsson, Bergsveinn S. Bergsveinsson og Helgi Hallvarðs- son. — Blaðið kemur út einu sinni í mánuði og kostar árgangurinn 750 kr. Ritstjórn og afgreiðsla er að Bárugötu 11, Reykjavík. Utaná- skrift: „Víkingur“, pósthólf 425 Reykjavík. Sími 15653. Prentað í ísafoldarprentsmiðju hf. VÍKINGUR Tvímælalaust verður 1. sept- ember talinn merkasti dagur ný- liðins árs, en þá kom til fram- kvæmda samhljóða ákvörðun Al- þingis frá 15. febr. 1972, um út- færslu íslenzku landhelginnar í 50 sjómílur. Fiskimenn, sem stundað hafa veiðar á miðunum við Island, vissu bezt hver lífsnauðsyn þjóð- inni var á því að færa fiskveiði- lögsöguna út þar sem fiskveiðar fóru þverrandi með hverju árinu, sem leið. Ásókn erlendra veiði- skipa á miðin samfara óaðgæti- legum veiðum okkar eigin skipa réðu þar mestu um. Það var vitað af fyrri reynslu að erlendar fiskveiðiþjóðir, sem hér höfðu hagsmuni að gæta myndu ekki fallast á rök okkar í málinu. Hinu hafa þeir gleymt, að þegar Islendingar standa sam- huga um lífshagsmunamál sín þá verða þeir ekki sigraðir. Það er aðeins tímaspursmál hvenær við fáum fulla viðurkenningu á út- færslu landhelginnar, en ekki hvort við fáum hana. Þrátt fyrir stórlega stækkun á okkar eigin veiðisvæðum þá má öllum vera ljóst að fara verður með mikilli gát að öllum veiðum, friða þarf ákveðin svæði þar, sem vaxtarskilyrði fyrir fiskistofnana eru bezt, og á þann hátt að auka veiðina þegar tímar líða. I þessu efni reynir á þegnskap og skiln- ing okkar sjálfra. Fátt er það sem F. F. S. I. hef- ur beitt séf jafn ákveðið fyrir og aukning togark''í ,Jfiskiskipa- í 1 h rt ? 1 Guðmundur Pétursson, forseti F. F. S. í. flotann. Nú mun sá draumur ræt- ast að verulegu leyti á hinu ný- byrjaða ári þar sem vitað er að þá fjölgar þeirri skipagerð í ríkara mæli en þekkst hefur áður. Á það hefur verið bent hversu óhagstætt það er að endurnýja skipastólinn í jafn stórum stökk- um og nú á sér stað, en langur tími líður á milli þar sem engin ný skip bætast við. Þetta hefir þær afleiðingar að við drögumst aftur úr öðrum fiskveiðiþjóðum um skipagerð þau tímabil, sem ný skip bætast ekki í flotann. Það verður því mikið átak bæði fjár- hagslegt og tæknilegt, að endur- nýja skipastólinn þegar að því kemur. Nú ríður á að þessi nýju skip verði mönnuð færustu mönnum á 1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.