Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 5
óbreytt um áratuga skeið, smá sjávarþorp, nokkur tómthús og jarðarbýli. Enda tók sjósókn litlum breyt- ingum á síðari helmingi 19. ald- ar; 10—12 vertíðarskip. Sem smá dæmi um hina hæg- fara þróun má geta, að árið 1880 var íbúatalan 557 manns en árið 1901 var hún aðeins komin upp í 607. Á þessum áratugum þurftu eyjabúar að sækja vermenn að einhverju leyti til meginlands- ins. Voru þeir 3 til 5 á hverjum bát. Þetta voru allt Eyfellingar, Landeyingar, Fljótshlíðingar og Mýrdælingar. Eyfellingar þó flestir. Var þetta mikið mannval, enda ílentust margir í Eyjum og mynduðu, þegar árin liðu, traust- an kjarna stórvirkra athafna- manna. 0g upp úr 1898 hefst mikil breyting í veiðitækninni. Þá er byrjað á þorskalínu, en áður voru aðeins notuð handfæri. Aflamagnið margfaldaðist og lífsskilyrði fólks breyttust stór- kostlega til hins betra. Árið 1906 hefur. svo vélvæðing bátanna innreið sína með því, að Þorsteinn Jónsson í Laufási fest- ir kaup á 7 lesta mótorbát. Árið eftir eru þeir orðnir 22 og 1908 komnir upp í 38. Þar með var það ævintýri hafið, sem breyttu kyrrstöðu undanfarinna áratuga og jafnvel' alda í eina af afkastamestu verstöð þessa lands. Munu fá sjávarpláss eiga jafn hraðfara sögu, sem breyttu Vest- mannaeyjum úr smáþorpi í blóm- legan bæ. Árið 1962 um 9 ára skeið, birt- ust að staðaldri í Víkingnum þættir um þá menn og skip, sem sköpuðu þau aldahvörf, sem urðu í sögu Vestmannaeyja. Vonandi eiga þessir þættir, ásamt öðrum fróðleik, eftir að reynast haldgóðar heimildir þeg- ar fram líða stundir. — En nú er aðeins að bíða og vona að þessum kjarna í byggð landsins verði hlíft. Guöm. Jensson. EldgosiS í Vestmannaeyjum Fólkið í eyjunni allflest var gengið til náða, örlaganóttin þá huldi nær klettana báða. Fuglinn í bjarginu hímdi á syllum og skorum. Hafsjórinn gnauðaði þungstígur, allt var sem forðum. Þá skeði eitthvað. Um bergið fór ókunnur þytur. Upp flugu í þúsundum, álkur, mávar og ritur. Heyrðist úr djúpunum bylmingshögg barin í tundur. Brauzt svo út eldur og jarðskorpan gíiðnaði sundur. Jarðeldadrunurnar vöktu með andfælum alla. Andlit í glugga sér jörðina rísa og falla. IJerlúðrar gullu og sírenur sungu við fjöllin. Safnaðist fólkið og horfði á eldtunguspjöllin. Þúsundir leiddust um strætin í humátt til hafnar. Hafknerrir bíða og kjarkurinn lifir og dafnar. Áræðinn formaður enn sýndi snarræði og snilli. Snörlaði Heimaey logandi stafnanna á milli. Skelfingin var þar, en nú kenndi enginn til ótta. Endalaus mannlestin hún telst því naumast á flótta. Eldurinn magnast og húsin í sótefnin sökkva. Setur að hjartanu reiði en sálinni klökkva. Áður en dagaði, eyjan var mannlaus að kalla. Örfáir bíða, sjá gosmökkinn rísa og falla. Neðan úr djúpinu þunglega stynur í storðum. Stígur til himnanna bænin með ósögðum orðum. Jónas GuÖnmndsson, stýrimaöur. 25. janúar 1973. VÍKINGUK 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.