Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 10
Það síðasta, sem maður heyrði, var hávaði og hófaspark austur í Roðgúlströðum. Mér var þessu næst að vita hvað Tómasi liði, og sá ég þá, að hann hljóp heim til búðar með lúðurinn undir hendinni, og ég heyrði að ískraði niðri í honum hláturinn. Eg fór að dæmi hans og hélt heim- leiðis. Ég átti ekki undir því að bíða þarna, þegar maðurinn kæmi til baka til að vitja um drenginn og baggana. Þegar inn í búðina kom, sat Tómas á rúmi sínu, réri fram í gráðið og kom ekki upp nokkru orði fyrir hlátri og undruðust félagar okkar slíkt hátt- arlag. Strax, og bjart var orðið, fór ég niður að sjó- garði til að vita, hvort ég sæi nokkur vegsummerki. Létti mér mikið, þegar ég sá, að allt var horfið, drengurinn, baggarnir og hestarnir. Maðurinn hafði þá ekki beðið neitt alvarlegt tjón við þessa óaðgætni okkar. En því lofaði ég með sjálfum mér, að ég skyldi ekki í annað sinn fara með Tómasi til að þeyta lúðurinn. Það var alltaf vani, að skipshöfnin hlýddi á húslestur heima á bænum á sunnudögum og öðrum helgidögum, ef ekki var róið, og svo var í þetta skipti. Lesarinn var einn af skipshöfninni, Þor- steinn að nafni, og las hann af respekt mikilli, svo unun var á að hlýða. Lesarinn sat öðru megin við baðstofugluggann, en formaðurinn hinum megin og hafði því gott útsýni yfir allt, sem fram fór í austurhverfinu sjávarmegin. Þegar nokkuð kom fram í lesturinn, sá ég, að formaðurinn tók að ókyrrast, og leit ýmist á lesarann, eins og hann væri að mæla út hve mikið væri eftir af iestrinum, eða hann leit til sjávar. Mér datt strax í hug, að einhverjir væru farnir að ganga til skips, og það mundi valda ókyrrleika formannsins. Er ég gægðist út um gluggann, sá ég að það var rétt til getið, og ég gat vel skilið sálarástand formannsins. Alltaf gengu fleiri til skips, en degi var tekið að halla, og því naumur tími. Þorsteinn, lesarinn, dró seiminn og hnykkti á við hverja setningu og hafði langar þagnir á milli, svo áheyrendur skyldu hafa sem mest not hinna heilugu orða, óvitandi þess, að allir voru að róa, og að formaðurinn mændi á hann vonaraugum, að hann hristi nú þetta af í hvelli, hvað sem allri guðs- dýrkun liði. Hún yrði að bíða þangað til að frá- tök kæmu. Alltaf var formaðurinn órórri, og á Faðirvorinu hélt ég, að hann mundi springa, því þá var hann staðinn upp, og benti okkur að fylgja sér. Svo loksins þegar Þorsteinn sagði Amen, þá var eins og skriða félli af björgum ofan, því allir sentust út, svo gólf og veggir glumdu við. Þegar allir voru komnir út, kom Þorsteinn labbandi í humátt á eftir, með postilluna undir hendinni. Við vorum ekki lengi að fara í böslin (skinn- klæðin) og gengum til skips með formanninn í fararbroddi. Þetta var sunnudagurinn 13. marz 10 1898, og var messað þann dag á Stokkseyri, en eftir messu átti að jarða Grím Gíslason bónda frá Óseyrarnesi, og fréttum við seinna, að formenn eða sendimenn þeirra hefðu verið inn um alla kirkju að kalla menn til róðurs. Má vera, að ósatt sé, en hitt var víst, að þegar við komum til skips, voru allir rónir, sem réru þann dag nema við. Var það í eina skiptið, sem það kom fyrir í þær 5 ver- tíðir, sem ég réri hjá þessum formanni. Við lögðum síðan af stað, veður var gott, logn og heiðríkt, skerjaskrölt var nokkuð á, (brimslæð- ingur) en ekki til baga. Okkur gekk vel að komast fram á miðin, og þegar við vorum að byrja að leggja lóðina, þá voru þeir fyrstu að fara í land. Lóðin var svo lögð og látin liggja eins og vanalega. Síðan var byrjað að draga. Voru þá allir farnir í land nema við. Það voru oftast sömu 2 mennirnir, sem drógu línuna, og lét formaðurinn okkur stýra til skiptis upp að sundinu, en réri sjálfur í okkar stað til að hvíla okkur, því enginn var yfirskips. Þeir, sem línuna drógu, var sá sem þetta ritar, og Jón bróðir Tómasar landmannsins, og skiptum við við hver bjóðaskil. Það var víst ekki búið að draga nema hál'ft bjóð, þegar einhver andþófsmað- urinn hefur orð á því, að hann heyri eitthvað gaul. Var þá farið að hlusta og líta í kringum sig, og kom þá í ljós, að verið var að blása í lúðurinn á sjógarðinum. Við nánari athugun sást, að tvö flögg voru komin upp, og merkti það, að allir ættu að skera af sér línuna og koma tafarlaust upp að sundinu. En ef 3. og vestasta flaggið kom upp, var það merki þess, að sundið væri ófært, og átti þá að halda til Þorlákshafnar í þeirri veiku von, að hægt væri að ná landi þar, sem var þó mjög hæp- ið í miklu brimi. Svo var leiðin löng og veður gat auðveldlega spillst á þeim tíma, og þóttu Þorláks- hafnarferðir ætíð krappir kostir. Við sáum það í hendi okkar, að sjór hafði brim- að svo ört, síðan við fórum frá landi, að allar þessar öryggisráðstafanir voru nauðsynlegar. Þá bjuggumst við, og töldum sjálfsagt, að skera á línuna, því ef brimið héldi áfram að aukast, eins og það hafði gert, síðan við fórum frá landi, þá var lítil von að ná lendingu á Stokkseyri. Formaðurinn sagði okkur að draga línuna í hraðara lagi og við vissum, hvað það þýddi, og höguðum okkur eftir því. En á honum voru ekki sjáanleg nein svipbrigði. Hann var jafn rólegur eftir sem áður. Eg fór að athuga, hvernig gæti staðið á því, að brimið hafði aukizt svo mjög, þar sem sjórinn virtist alveg sléttur. En við nánari at- hugun kom í ljós, að nokkur undiralda var. Hún var lág en mjög þykk, svo að erfitt var að sjá hana, og það er einmitt sú tegund af öldu, sem erfiðast er að vara sig á, því hún veldur mesta briminu, og getur komið án þess, að henni sé veitt eftirtekt, eins og gerist í umrætt skipti. VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.