Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 11
Við í’ifum inn línuna, eins hratt og við gátum. Ekki tafði fiskurinn, því hann var mjög lítill. Svo þegar því var lokið, var tekinn róðurinn upp að sundinu. Formaðurinn settist undir ár til að hvíla okkur til skiptis, sem dregið höfðum línuna. Eg gaf honum auga við og við fyrir forvitnis sakir, og virtist mér hann horfa ofan í skipið, eins og hann tæki ekki eftir neinu, eða væri með hug- ann langt í burtu. Þó tók ég eftir því, að hann leit upp öðru hverju, eins og hann væri að gá stutt, að fara varð á baki síðasta bogans í ólaginu, en þeir voru vanalega þrír, til þess að komast inn úr laginu. En oft var þá teflt á tæpasta vaðið, og mátti ekkert útaf bera, ef vel átti að fara, því stundum kom það fyrir, að leiðin á sundinu var þröng og ströng, að brimið sauð á árablöðum báðum megin, samtímis. Það voru líka þær hættur fyrir hendi, ef lagið var ekki rétt valið, að sjór bryti undir skipinu, að það skæri sig niður í sjóinn, og fyllti. Einnig gat það hent, ef skipið lenti á Einarshöfn skammt frá Stokkseyri til miða, og gat ekki skilið, til hvers hann gjörði það, en fékk seinna skýringu á því. Þegar komið er upp að brimsundum í miklu brimi, eins og átti sér stað í umrætt skipti, kom það í lilut formannsins að athuga allar aðstæður og ákveða, hvernig haga skyldi róðrinum inn úr sundinu. Þar skyldi allt þrauthugsað, því ellefu líf voru innanborðs, og var því full ástæða til að fara að öllu gætilega, en þó með djörfung, og ekki sitja af sér, ef færi gæfist. Það gat oft staðið svo á, þegar komið var upp að sundinu, að bezta lag væri, en ekki var ráðlegt að leggja á sundið þá þegar, því ólagið gat verið skammt undan. Það varð að bíða eftir ólaginu til að sjá, hvort lagið, sem á eftir kom, varaði það lengi, að hægt hefði verið að róa skipi inn úr sund- inu á því tímabili. Ef svo var ekki, var sundið ófært. Stundum í miklu brimi voru lögin svo VÍKINGUE toppnum á sjónum um leið, og hann braut, að þá varð hann svo hár og þunnur, að skar undan, þ. e. stýrið missti sjó, og var þá stjórnlaust, og gat snúizt í hvaða átt, sem sjór og straumur vildu halda því. Af því sem að framan er sagt, verður ljóst, að mikill vandi og ábyrgð var þeim mönnum á herð- ar lagður, sem formennsku höfðu á hendi. En það mátti segja, að þeir væru fyllilega vandanum vaxnir og skiluðu sínu hlutverki með prýði. Þegar við fórum að nálgast sundið, sáum við, að fjöldi skipa beið fyrir utan, og þegar við komum nær, sagði formaðurinn okkur, að aðeins 2 skip væru komin í land. Hin biðu öll fyrir utan sund vegna brims, líklega upp undir 20 skip að tölu, og við vorum síðasta skip upp að sundinu og átt- um með réttu lagi að fara síðastir inn úr. Þegar við komum að ystu skipunum, lét for- 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.