Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 12
maðurinn okkur draga lítið eitt úr ferðinni. Þann- ig’ héldum við áfram í g’egnum skipaþvöguna, og skildum við ekkert í, hvað hann ætlaðist fyrir. Þegar hann kom á móts við skipið, sem næst lá sundinu, sagði hann okkur að kippa upp úr, það er, hætta að róa um stund. Kallar hann þá til for- mannsins á skipinu og spyr, hvort hann eigi lagið, og svarar hinn því játandi. Ætlarðu að nota það? Hinn kvað nei við því. Dragið þið áfram piltar, sagði formaðurinn. Okkur grunaði, að hér væri eitthvað óvanalegt að ske, og höfðum ekki augun af formanninum til að vera reiðubúnir að taka á móti skipunum hans strax og þær kæmu fram á varir hans og framkvæma þær. Við vissum, að allt, sem hann nú gerði, hlyti að vera það eina rétta. Það hleypti líka í okkur spenningi að vera nú komnir fremstir, þar sem við, í réttu lagi, áttum að vera aftastir. Við vissum, að brimið var mikið eftir skipafjöldanum sem lá við sundið að dæma og ekki komust inn úr, en við höfðum brimið að baki okkar, og sáum það því ekki og hugsuðum um það eitt að komast inn úr. Þegar við höfðum dregið fram fyrir hið um- rædda skip, kallar formaðurinn hvasst „Takið þið róðurinn og passið á ykkur hendurnar" og lamdi með hnefanum í þóftuna, og þá var hann ekkert blíður á svipinn. Það var eins o s þegar hleypt er úr stíflu á vordegi. Nú fengu kallarnir að sýna, hvað þeir gátu. Þeir svikust heldur ekki um það, því hver hamaðist við sína ár, og var ekki af dregið. Ræðrarnir iðuðu í skinninu af ákafanum. Árarnar svignuðu og skulfu í keipunum, og formaðurinn með sínum arnhvössu augum athugaði allar hreyfingar sjávarins. Þannig á sig komið skreið skipið með drjúgum og jöfnum hraða inn á sundið. Við höfðum ekki róið lengi, þegar við sáum, að bára nokkuð rismikil, sem braut í toppinn, kom á eftir okkur, fór hratt og eins og skipið héngi framan í brattri brekku, og í sömu mund öskrar formaðurinn. „Árar í kjöl“. Og á sama augnabliki stóðu allar árarnar skáhallt upp í loftið, en skipið sentist áfram með ofsahraða, svo marraði og brak- aði í öllu skipinu af átökunum. Var sem það gengi á móti stórviðrisstormi, sem annars átti logn að vera. Og þegar sjórinn var kominn undir skipið sauð á keipum og brimlöðrið vall inn á bæði borð. Þannig óð skipið áfram í brimlöðrinu með gífur- legum hraða, þar til sjórinn var kominn fram undir hnísu, þá kallar formaðurinn. „Leggið út að aftan“. Var þá ferðin farin að minnka en þó svo mikil, að passa varð hver sína ár, að láta sér ekki fipast áraburðinn, því annars var voðinn vís. Því næst var kallað. „Leggið út að framan“. Og varð þá alltaf þyngra og þyngra undir, eftir því sem skipið seig lengra og lengra niður í öldudalinn. Að síðustu var eins og árunum væri lamið í klett, og skipið stóð kyrrt. Skipverjar hömuðust við róð- urinn af lífs og sálarkröftum, því þeir vissu vel, hverjar afleiðingarnar mundu verða, ef næsti sjór næði skipinu ferðlausu eða ferðlitlu. Enda var eggjað fast, og hver herti á öðrum, þótt vitað væri, að allir gjörðu, eins og þeir gátu. Eftir örstutta stund, sem þó enginn gat mælt, fór skipið að mjakast áfram, og vorum við búnir að fá nokkurn veginn fullan gang á það, þegar næsti sjór kom. Var hann svipaður hinum fyrri, og gekk all’t með líku sniði og í fyrra skiptið, enda mátti engu skeika. Varð hver að passa sínar hend- ur, því að minnstu mistök gátu valdið stórslysi, en hver og einn virtist skilja kringumstæðurnar og vera starfi sínu fyllilega vaxinn. Þessi síðari sjór skilaði okkur alla leið inn úr sundinu og í sléttan sjó, og varð þá einhverjum að orði: „Laglega hélt hann í rófuna, eins og vant er, karlinn“. Var svo róið í land, og skipið sett í naust. Þegar við komum upp í sandinn, sáum við margt fólk, sem stóð í sjógarðshliðinu, og horfði út á sjóinn með nagandi kvíða um afdrif ástvina sinna, sem biðu bak við brimgarðinn, sem hamaðist í öllum sínum trölldómi, og gaf ekkert hlé á. En hér sannaðist sem oftar, að Drottinn leggur líkn með þraut, því þegar hækkaði í sjónum, fór nokkuð að draga úr briminu. Skipin fóru að tínast inn smátt og smátt, og undir myrkur lenti sá síðasti. Komust þannig allir að landi, heilu og höldnu, og munu margir hafa lofað Guð fyrir, að svo giftusamlega liafði tekist, ekki betur en á horfðist um tíma. Mun hver og einn hafa orðið feginn að komast til síns heima og ekki síður þeir, sem í landi biðu, og höfðu orðið sjónarvottar að öllum aðdraganda og endalokum, og lauk svo þessum minnisstæða degi, sem var 13. marz 1898, með ánægju og gleði allra þeirra, sem hlut áttu að máli. Nokkru eftir að það skeði, sem að framan er skráð, spurði ég formanninn, hvernig hefði staðið á því, að hann lagði á sundið strax, og hann kom að því umrætt skipti, sjáandi að upp undir 20 skip biðu við það eftir lagi að komast innúr. „Eftir hverju fórst þú, eða léztu kylfu ráða kasti?“ Ég sagði honum, að mér léki nokkur forvitni á að vita þetta, því ég áliti þetta nokkuð sérstætt fyrir- brigði. Varð hann góðfúslega við þessum tilmælum mínum og svaraði þeim eitthvað á þessa leið. „Eg hefi stundað hér sjó frá því, að ég var lítill dreng- ur. Fyrst sem hálfdrættingur, síðar sem fullgild- ur háseti og síðast sem formaður. Ég varð fljótt þess vísari, að heppileg sjósókn byggist á góðri eftirtekt á veðri og sjó, sérstaklega þar sem brima samt er eins og hér. Samtímis veðurútliti veitti ég öldum hafsins athygli. Þær hærri og þykkari valda ólögum, þegar upp á grunnið dregur. Þess vegna er hægt að þekkja þær úr, sem ólögum valda, á VÍKINGUR 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.