Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 14
eis tcira uerhicí ^máóaaa ^tir CJíari ^Jiowcircl Wendall kom heim í London- íbúðina sína um sjöleytið á föstudagskvöldi. Hann hallaði hurðinni hægt á eftir sér og læsti. Konan hans Hester, leit eftir- væntingafull til hans og sagði: „Hvernig fór þetta?“ „Það gekk eftir áætlun“ svar- aði liann áherzlulaust, um leið og hann hneppti frá sér frakkanum og sýndi henni pappahulstrið sem var í tengslum í fóðri frakkans. „Það hefur allt verið í lagi með böndin sem ég festi í fóðrið?“ „Já, prýðilega." Ég gekk ró- lega út um dyrnar, niður götuna að strætisvagnastæðinu. Áður en ég steig inn í bílinn fór ég úr frakkanum og lét hann á hand- legg mér, svo að ég gæti setið í bílnum. Þegar ég fór út aftur fór ég í frakkann og gekk rólega heimleiðis. Var nokkrum erfiðleikum bundið að koma eftirlíkingunni fyrir? Ekki hin minnsta. Léreftið féll nákvæmlega inn í rammann. Wendall fór úr frakkanum, gekk inn í dagstofuna, breiddi hann á borðstofuborðið og leysti böndin í fóðrinu. Þegar pappa- hulstrið var laust opnaði hann það í annan endann og dró gæti- lega út léreftsstrangann sem í því var. Hann breiddi úr léreft- inu á borðið og lét öskubakka á hvert horn til þess að halda því sléttu. Svo rétti hann úr sér og með konu sína við hlið sér stóð hann og virti fyrir sér hinn und- urfagra konulíkama, sem var málaður í jírofil í mjúkbláum og gulbrúnum litum, með dökkblá- um skuggum. Hinn fagri konu- líkami stóð í dyraumbúnaði, þar sem birta féll á hana innanfrá. Það var eins og hún stæði þarna og biði elskhuga síns. Konan, ályktaði Wendall með sinni þjálfuðu bókarskrárhugsun. Máluö af Vincenzio Boresi áriö 154-2, meöan hann dvaldi við lista- háskólann í Venedig. Áætlað verðgildi: 110.000 dollarar. Dásamlegt, finnst þér ekki? sagði Wendall loks. Hester brosti, lagði handlegg- inn utanum eiginmanninn og hallaði höfði sínu að öxl hans. Þetta hefur alltaf verið uppá- halds málverkið þitt, er það ekki? Hann brosti, beygði sig niður að henni og kyssti hana á munn- inn, jú sagði hann, hún hefur alltaf verið mér hjartkærasti kvenmaðurinn, næst á eftir þér. Hann klappaði henni blítt á kinnina, um leið og hann sneri sér aftur að málverkinu. Hann rúllaði léreftinu upp og setti það gætilega aftur í pappahulstrið. — Jæja, sagði hann, — er búið að pakka öllu saman? — Já, svar- aði hún og benti á þrjár ferða- töskur við dyrnar. — Vegabréfin, farmiðarnir, peningarnir? 1 töskunni minni. Allt er í lagi elskan mín. Eg hefi engu gleymt, það eina sem við eigum eftir er að hringja á leigu- bíl og drífa okkur út á flugvöll. Wendall leit í kring um sig í síðasta sinn í þessari fátæklegu íbúð þeirra. Þau höfðu búið hér í mörg ár í ást og samlyndi og draumum um framtíðina. Fæstir þeirra höfðu orðið að veruleika, en það skyldi þessi verða, lofaði Wendall sjálfum sér. — Jæja, við skulum þá drífa okkur af stað, sagði hann. Wendall hafði stolið meistara- verki Boresis, hálftíma eftir að safninu hafði verið lokað fyrir almenningi, þennan eftirmiðdag. Það liafði ekki verið sérstaklega áhættusamt verkefni, þar sem Wendall var aðstoðarsafnvörður og viðgerðarmaður við listasafn- ið, og hafði sem slíkur lykla að öllum læstum deildum safnsins. Auk þess þekkti hann nákvæm- lega hvernig eftirlitsmennirnir þrír höguðu starfi sínu. Svo að það var útaf fyrir sig ekkert merkilegt, þó að hann ætti auð- velt með að taka málverkið og komast út úr byggingunni með það. Það eina sem myndi koma öllum á óvart í listasafninu, þeg- ar þjófnaðurinn kæmi í ljós, hver þjófurinn var. Wendall hafði starfað í Leigh- ton listasafninu trúfastlega í átján ár. Byrjað sem skrásetn- ingamaður, en fyrir fjórum ár- um tekið við starfi, sem aðstoð- armaður Herberts Menzies yfir- manns deildar safnsins. — Það er augljóst, hafði hann sagt við konu sína þetta kvöld, að ég kemst í yfirmannsstöðuna. Menzies gamli er að nálgast sjö- tugt. Hann hlýtur að draga sig í hlé áður en langt um liður. Að hann setur mig í þessa aðstoðar- stöðu bendir til þess, að hann ætli mér að taka við aðalábyrgð- inni eftir sig. Það er ég nokkurn- veginn viss um. Ég myndi nú ekki treysta svo fastlega á þetta í þínum sporum, hafði Hester kona hans, svarað gætilega. — Þú ert þrátt fyrir allt, ekki brezkur eins og þú veizt. Hvaða máli skiptir það, vildi Wendall fá að vita. 14 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.