Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 19
Eftir 6 ár eiga vitar á Islandi einnar aldar afmæli. Hinn 1. desember 1878 var kveikt á fyrsta vita landsins. Það var vit- inn á Valahnúk á Reykjanesi. Heita má, að þetta væri eini vit- inn á landinu næstu 19 árin. Bergið í Valahnúk er snarbratt í sjó niður og grjótið í því er laust svo að stöðugt molnar úr því undan átökum brimöldunnar. Kom svo um síðir, að ekki voru eftir nema fáir metrar frá vitan- um út á ystu brún bergsins. Var þá byggður nýr viti árið 1908 á Bæjarfelli, þar sem hann stend- ur enn. Sá galli er á þessu vita- stæði, að vitinn sést ekki úr suð- austurátt vegna þess að Skálafell skyggir á hann. Árið 1909 var því reistur lítill viti niður við sjó á svokölluðu Skarfaseti, sem er suðvestasti tanginn á Reykja- nesi. Næst á eftir Reykjanesvita voru reistir vitar á Garðskaga og Gróttu 1897, og sama ár var kveikt á vita í Skuggahverfinu í Reykjavík. Um svipað leyti, eða rétt fyrir aldamótin, lét Otto Vathne, kaupmaður og útgerðar- maður á Seyðisfirði, reisa vita á Dalatanga með tilstyrk vita- málastjórnar Dana. Islenzka vitamálastjórnin yfirtók þennan vita fljótlega og sá um rekstur hans. Á fyrstu áratugum aldarinnar komst nokkur skriður á vitabygg- ingar, og komu þá fyrst Stór- höfði í Vestmannaeyjum, Elliða- ey, Arnarnes, Siglunes, Dyrhóla- ey, Langanes, Rifstangi og svo hver af öðrum. (Ég er ekki alveg viss um að röðin sé rétt.). Fyrir- rennarar margra þessara vita voru vörður með ljóskeri. Slík sjómerki hafa á síðari árum að- eins verið reist sem innsiglingar- merki, og oftast ekki kveikt á þeim nema skipa væri von. Auk sjálfra vitanna, sem reist- ir eru sjófarendum til leiðbein- ingar, hafa verið reistar ljóslaus- ar vörður og ýmisleg önnur merki, svo og lögð út dufi, Ijós- laus og með ljósi. Þetta ber allt samheitið „sjómerki", og er einn- VÍKINGUR ig, eins og vitarnir til leiðbein- ingar fyrir sjófarendur, einkum á þröngum leiðum og innsiglingu á hafnir, og sem legumerki. Þoku- lúðrar eru viðvörunarmerki í dimmviðri. Fyrsti þokulúðurinn á Islandi var á Dalatanga. Engir aðrir en sjófarendur hafa not af vitum og sjómerkjum. Þetta eru hjálpartæki fyrir sigl- ingar í nánd við land, öryggis- tæki. Þau flýta fyrir siglingu og tryggja skipum örugga leið til áætlunarstaðar. Á þessari tækniöld, sem nú tröllríður heiminum, eru komin mörg rafmagns- og rafeinda- tæki, bæði um borð í skipin sjálf og í landi, og þjóna mörg þeirra því tvíþætta hlutverki, að vera í senn öryggis- og siglingatæki. Má þar með nefna miðunarstöðvar, bergmálsdýptarmæla, gírokomp- ás, decca, loran, consol, radar o.fl. Eflaust hefur margt bæzt við í þennan hóp síðan ég hætti sigl- ingum fyrir tæpum hálfum öðr- um áratug. Vegna þessara nýtízku galdra- tækja hafa menn haft við orð, að gamaldags ljósvitar ættu ekki lengur rétt á sér. Þetta tel ég mikinn misskilning. Þessi hár- fínu nýtízku rafeindatæki eru viðkvæm, og þarf ekki annað en að mjór vírþráður slitni eða smá-r skrúfa losni til að gera tækið óvirkt. Auk þess er fjöldi minni skipa og báta, sem ekki getur haft öll þessi tæki, og verða því að treysta á vita og önnur sjó- merki og kennileiti í landi. Annað er það, sem sjómenn nota mikið og geta ekki án verið. Það eru bryggjur og hafnir. Bryggjur á íslandi eru að öllum líkindum jafngamlar byggð landsins. Ég minnist þess að vísu ekki, að íslendingasögurnar geti um bryggjur hér, en oftar en einu sinni er sagt, að skipi hafi verið lagt að bryggju í Noregi. Tel ég því enga goðgá að ætla, að landsnámsmenn og farmenn þjóð- veldistímabilsins hafi byggt eitt- hvað er kallast mætti bryggjur, sem þeir svo gátu lagt skipum sínum að, meðan vörum var skip- að út og upp. Skip leita hafna til að fá hina og þessa fyrirgreiðslu, losa og lesta vörur, landsetja og taka farþega, fá vatn og vistir, fá við- gerðir á skipi og vélum, leita sjúkum mönnum lækninga, og síðast en ekki sízt, að leita skjóls í óveðrum. I daglegu tali heitir þessi fyrirgreiðsla, að skip fái afgreiðslu. Afgreiðslan fer að miklu leyti fram á landsvæði hafnanna. Til þess að afgreiðsla geti gengið fljótt og vel, er mik- ið undir því komið, að aðstæður í landi séu sem beztar. Vöruhús og fiskiðjuver séu sem næst við- leguköntum, og að flutningur milli skips og húss verði greiður og sem kostnaðanninnstur, áhöld séu næg og í góðu lagi, höfnin vel lýst, vatnsleiðslur á viðlegu- köntum o. fl. o. fl. Og svo er það vatnssvæði hafna og sú hliðin, sem að skipum og sjómönnum snýr. Vatnssvæðið takmarkast af hafnargörðum og fjöruborði, en nothæft vatns- svæði takmarkast auk þess af grunnu vatni inni í höfninni (þar sem skip fljóta ekki). Sama er að segja um bryggjur, sem byggðar eru út frá ströndinni. Notagildi þeirra takmarkast af grunnu vatni meðfram þeim og til hliðar ' við þær. Það er mjög áríðandi, að sigl- ing inn í og út úr höfnum sé auðveld. Ræður þar miklu um hvernig hafnarmynni eru stað- sett. Það er einkum útsiglingin, sem miklu máli skiftir, vegna þess að fáar hafnir á landinu eru það tryggar, að skipum sé óhætt að liggja þar inni í hvaða veðri sem er. Á skammri stund skipast veður í l'ofti. Á það ekki sízt við hér á landi. Það getur beinlínis verið lífsskilyrði fyrir skip og skipshöfn, að komast út úr höfn, þegar óveður skellur snögglega yfir, og annað hvort að leita ann- arrar nálægrar og öruggrar hafn- ar eða halda sjó úti fyrir. En til þess að skip eigi auðvelt með að komast út úr höfn eftir að óveður er skollið á, verður það 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.