Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 20
m. a. að liggja útum og til þess að geta legið útum verður það að geta snúið við inni í höfninni. Því miður vantar mikið á, að hafnir á Islandi uppfylli þau skil- yrði, sem krefjast verður af góðri og öruggri höfn, og vil ég leitast við að færa nokkur rök að því. Langflestar hafnir virðast vera byggðar upphaflega með það eitt Garðskagavitinn gamli fyrir augum, að fiskiskip gætu athafnað sig í þeim og skipað þar upp afla sínum, og eru þá kallað- ar fiskihafnir. Þegar nothæft vatnssvæði í þessum höfnum er á- kvarðað, er reiknað með stærð fiskiskipa, og virðist það þá vilja gleymast, að hafnirnar þurfa að koma aflanum frá sér á erlenda markaði og að nauðsynjavörur fyrir útgerðina og fólkið, sem á staðnum býr, verður einnig að skipast upp í þessari sömu fiski- höfn, og að það eru stærri skip en fiskiskipin, sem þessa flutn- inga annast. Það sem veldur þrengslum í mörgum þessum höfnum, og ger- ir þær í raun og veru minni en efni standa til’, er einkum þrennt. I fyrsta lagi er haft of stutt bil á milli hafnargarðanna, þar sem þeir koma út frá ströndinni. I öðru lagi eru garðarnir ekki látn- ir ná nógu langt út, áður en byrj- að er að beyja þá hvorn á móti öðrum (eða annan þeirra). I þriðja lagi er grunnsævi inni 1 höfninni næst fjörunni fyllt upp, í stað þess að dýpka það og byggja þar bryggjur, sem skip geta legið upp með, og grunnsævi annarstaðar í höfninni er heldur ekki dýpkað. Flestar bryggjur og hafnar- garðar eru með beygjur og króka, sem eru til mikilla óþæginda fyrir Glettinganesviti stærri skip, og ná oftast ekki þeim tilgangi, sem þeim mun ætlað að hafa, að veita meira skjól. Skörp óvarin horn á bryggjum og hafnargörðum og óvarðir steypu- og járnviðlegu- kantar eru stórhættulegir fyrir skip og hafa oft valdið skemmd- um; og þó sjaldnar en ætla mætti. Sog og sjógangur inni í höfn- um fer oft mikið eftir því, hvern- ig hafnarmynnum er fyrirkomið, og hve víð þau eru. Skjól og kyrrð við hafskipabryggjur fer eftir því, hvar þær koma út frá fjöru- borðinu og hvernig stefna þeirra er, og þegar stefna þeirra er á- kveðin þarf einnig að taka tillit til þess að auðvelt sé fyrir skip að fara frá bryggjunni, ef veður versnar snögglega. Þessa hefur ekki alltaf verið gætt sem skyldi. Straumar liggja víða meðfram ströndinni, þar sem bryggjur og hafnir hafa verið gerðar. Þessir straumar, svo og sjógangur, bera með sér möl og sand, sem hleðst upp að bryggjum og görðum og inn í hafnir. Hefur þessi aðburð- ur orðið svo mikill á nokkrum stöðum, að þessi dýru mannvirki urðu ónothæf. Er svo að sjá, að engin athugun hafi verið gerð áður en framkvæmdir voru hafn- ar, á því hvaða áhrif straumam- ir gætu haft. Varnargarðar eru margir allt Þrídrangaviti of veikbyggðir. Víða hafa þeir brostið og hrunið úr þeim, eða jafnvel hrunið alveg, stundum í fyrstu hrynu, sem gert hefur eft- ir að þeir voru byggðir. Víðast hvar er görðunum ætlað það tvö- falda hlutverk, að vera í senn brimbrjótar og viðlegugarðar, þar sem afgreiðsla skipa fer fram. Margir þessara garða liggja svo að segja fyrir opnu hafi. Brjóta því hafsjóar á sjálf- um garðinum og ganga yfir hann, svo mönnum er ekki fært að ferð- ast um garðinn hvað sem við liggur. Hafa orðið slys af þessum sökum, og oft legið nærri. Það er allstaðar viðurkennt, að þar sem svona hagar til, sé eina vörnin, að hafa öldubrjót hæfilega langt fyrir utan garðinn þar sem sjór- inn getur brotið, svo hann verði því sem næst kraftlaus, þegar hann nær sjálfum garðinum. Sá leiði ósiður tíðkast hér við hafna- og bryggjugerðir, að hlaupið er frá verkinu ófullgerðu. VÍKINGUR 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.