Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 22
stjórna. Ýmislegt hefur þó gerst og gerist enn, sem nokkuð má af ráða, hversvegna þetta er svona. Má þar m. a. benda á, að menn í hinum ýmsu sjávarþorpum reyna hver um sig að ota sínum tota og vilja fá sínar fiskihafnir og bryggjur hér og bryggjur þar. Af skiljanlegum ástæðum er ekki hægt að sinna öllum þessum beiðnum í einu. Þetta hefur þó verið reynt, og afleiðingin auð- vitað orðið eintómt kák, þar á meðal hinar áðurnefndu ófull- gerðu bryggjur og hafnir. Það hlýtur að vera skylda hafna- málastjóra að meta hvað er mest aðkallandi, og 1 j úka því verki áð- ur en byrjað er á öðru. Það skal játað, að hér á Alþingi einnig mikla sök. Það sker allar fjár- veitingar til hafna og hafnabóta við nögl sér, og dreifir smáupp- hæðum á tugi staða, sem oft nægja tæplega til flutnings á verkfærum, verkamönnum og efni. Ég hefi áður bent á, að það eru eingöngu skipstjórnarmenn, sem hafa not af vitum og sjó- merkjum, og að mestu leyti af höfnum og bryggjum. Þrátt fyrir það hafa þeir aldrei fengið neina hlutdeild í stjórn þeirra mála eða fengið neinu að ráða um fram- kvæmd þeirra. Sá veit gerzt er reynir, segir málshátturinn, en reynsla skipstjórnarmanna í þessum efnum hefur alltaf verið léttvæg fundin. Þeir hafa ekki verið spurðir, og hafi þeir óspúrð- ir látið í ljós álit sitt, hefur vita- og hafnamálastjóri látið orð þeirra eins og vind um eyru þjóta. Mér kemur ekki til hugar að halda því fram, að allt hefði verið óaðfinnanlegt í vita- og hafnamálum, þótt skipstjórnar- menn hefðu þar að mestu ráðið. En ég held því hiklaust og ákveð- ið fram, að mörg mistök hefðu ekki átt sér stað og margir og hættulegir ágall'ar, sem á bryggj- um og höfnum eru, hefðu þá ekki viðgengist. Þeir hefðu aldrei leyft að hafa skörp horn á bryggju- og garðendum. Þeir hefðu ekki skilið við steypta eða járnklædda viðlegukanta óvarða. Þeir hefðu ekki skilið eftir grjóthrúgur við garðenda. Þeir hefðu ekki látið nægja að grafa mjóar rennur meðfram viðleguköntum, svo að skip hafi þar ekkert athafna- svæði. Þeir hefðu sennilega aldrei látið Árvak af hendi sér, sem getur orðið og hefur að einhverju leyti orðið til að tefja viðgerðir á vitum og sjómerkjum. Það skal ekki dregið í efa, að þeir verkfræðingar, sem gengt hafa embætti vita- og hafnamála- stjóra, hafi allir verið hinir mæt- ustu menn og kunnað vel sín bóklegu fræði. En það er ekki þar með sagt, að þótt menn hafi góða verkfræðikunnáttu, þá séu þeir um leið góðir stjórnendur stórra stofnana, eins og vita- og hafnamál eru, og þar sem aðeins nokkur hluti starfsins er verk- fræðilegs eðlis, án þess að hafa sérfróða menn sér til aðstoðar. Og þeir hafa ekki haft hina gull- vægu reynslu skipstjórnarmanns- ins, og þegar ég tala um skip- stjórnarmenn í þessu tilliti, þá á ég við reynda skipstjóra, sem hafa siglt flutningaskipum, þ. e. hinum stærri skipum meðal ís- lenzkra skipa. Það eru hin stærri skip og skipstjórar þeirra, sem mest hafa orðið fyrir barðinu á ófremdarástandi hafnanna. Enginn ætlast til, að skipstjórar fiskiskipa eða heimamenn á hverjum stað séu sviftir afskipt- um af þessum málum. Það er ein- mitt eitt af því, sem vantar til- finnanlega, samvinna milli þeirra aðila, sem þessi mannvirki nota. Með því einu móti er unnt að samræma hin mismunandi, og ef til vill að einhverju leyti ólíku sjónarmið, sem hætt er við að fram komi. Að sjálfsögðu verða verkfræðingar að vera með í ráð- um, það eru þeir, sem eiga að sjá um framkvæmd verksins, og það eru verkfræðingar, sem eiga að hafa með höndum öll tæknileg störf, er þessum málum við kem- ur. Á síðasta Alþingi lagði Ólafur Þ. Þórðarson, varaþingmaður Framsóknarflokksins á Vest- fj örðum, þingsályktunartillogu fyrir sameinað þing, er hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að allar fiskihafnir landsins verði gerð- ar að landshöfnum, en telur eðlilegt að framkvæmd þess verði í áföngum“. Segja má, að með þessu sé lagt til að allar hafnir landsins verði þjóðnýttar. En er nokkuð athuga- vert við það? Er ekki allt hér á landi að meira eða minna leyti ríkiseign, þótt einstaklingar eða félög séu talin eigendur. Nú eru þrjár landshafnir á landinu. Er nokkur ástæða til þess, að íbúar þeirra staða, sem liggja að þess- um þrem höfnum, njóti meiri hlunninda en íbúar annara sjáv- arþorpa? Mér finnst Ólafur hafa mikið til síns máls. Allir vita, að sjávarpláss út um land eru að sligast undir þeirri byrði, sem útgjöld vegna hafnanna eru, og að útgerð þar berst í bökkum af sömu sökum. Það er fleira í hafnarlögunum, sem þarf að breyta, en eignarhald á höfnum. Það þarf einnig að breyta þeim í þá átt, að skip- stjórnarmenn fái ráðið nokkru um vita- og hafnamál, eins og rætt hefur verið um hér að fram- an. Það ástand, sem ríkir — og ríkt hefur — er algerlega óvið- unandi. Ég skora á alla skipstjórnar- menn, hvort sem þeir stjórna flutninga- eða fiskiskipi, að láta sér ekki lengur nægja, að hrista höfuðið yfir þessu ófremdar- ástandi í sínum hóp, heldur að taka höndum saman og fá úr þessu bætt. Jón Eiríksson. 22 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.