Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 35
„Hvor um sig“! hrópaði dóm- arinn alveg dolfallinn. En þetta var þó klukkan sex að morgni! „Eruð þér mjög vínhneigður?“ „Alls ekki, hr. dómari, en ég fæ mér stundum neðan í því, þeg- ar ég kem í land eftir langa úti- vist. „En þið hafið þó orðið drukkn- ir ?“ „Nei ekki beint drukknir, — ekki þá, en seinna þegar leið á daginn var drykkjunni haldið áfram og þá urðum við auðvitað pöddufullir.“ „Jæja, þér verðið nú að gera grein fyrir atburðunum, eins og þér munið bezt. Þér voruð með töluvert af peningum?" Jú, ég var með nokkur hundruð krónur í veskinu. „Nú jæja haldið á- fram.“ „Jú, Ansgar stakk uppá, að við tækjum bíl og ækjum heim til kunningja síns, sem bjó í smá- hýsi utan við borgina.“ „Hvar var þetta hús?“ „Það er nú það, sem ég get alls ekki munað.“ Nú jæja, það fáum við að vita hjá lögreglunni, hver bjó nú þarna?“ Það var maður, sem heitir Jesper og svo konan hans, sem þeir kölluðu „Siggu súpu.“ „Sigga súpa, það hljómar nokk- uð táknrænt." Fenguð þið eitt- hvað að drekka þarna úti í bú- staðnum þeirra?“ „Já, í fyrsta lagi vorum við með ákavítisflösku í bílnum og þegar framorðið var á henni, var maður sendur af stað eftir drykkjarföngum og einhverju matarkyns,“ „Meira að drekka!“ Hve mikið var það? „Tja, eins mikið og hann gat borið, sennilega einar átta flöskur.“ „Og allt þetta drukkuð þið upp ?“ „Já, og það hrökk nú varla til, skiljið þér, því við héldum út í VÍKINGUR 14—15 tíma, já svo hafði bætzt við hópinn." „Hver var það? Það var stúlka, sem þeir kölluðu blóðappelsín- una.“ „Hvaðan kom hún?“ „Úr borginni. Jesper skrapp þangað til að ná í eitthvað sterk- ara og hin sögðu svona uppá grín að hann skyldi ná í selskaps- dömu handa mér. „Þau komu eftir klukkutíma, að ég held og svo héldum við áfram að þjóra í drykkjarföngum, sem hann kom með.“ „Hvað haldið þér að klukkan hafi verið þegar þau komu?“ „Það hlýtur að hafa verið að áliðnum degi. Konan gaf mér og Ansgar að borða, meðan maður- inn hennar var að útrétta í borg- inni, en nóg um það og þegar leið á kvöldið kom að því, að útvega eitthvað meira að drekka.“ „Ennþá meira! Þetta er alveg hræðilegt!“ Já, það var ekkert eftir, og þá fékk ég Jesper hundraðkall, ég hafði ekki minna á mér. Hann átti að gefa til baka. Hann fór, en það var búið að l'oka útsölunni, svo að Jesper dvaldist við að ná í áfengið. Að minnsta kosti var ég sofnaður og hafði enga hug- rnynd um neitt hvað skeði fyrr en ég vaknaði að áliðnum morgni daginn eftir. Þá lá ég á gólfinu við hliðina á „blóðappelsínunni." Allir aðrir voru horfnir og við alein í hús- inu. Þegar ég ætlaði að gá á úrið mitt og vita hvað klukkan væri var það horfið. Ég varð auðvitað steinhissa. Svo þreifaði ég eftir veskinu mínu í brjóstvasanum. Það var líka horfið. „Þá varð ég fjarska vondur, rauk inn í borgina og kærði allt dótið fyrir lögreglunni." „Þér teljið sem sagt að það hafi verið stolið af yður á meðan að á þessum drykkjuskap stóð?“ Já, það lítur helzt út fyrir það. Mér virðist það sjálfum að minnsta kosti..“ „Hve mikilli upphæð töpuðu þér?“ Fyrst hélt ég að það hefði ver- ið 500 krónur, en þegar ég kom þangað aftur með lögreglunni, fundu þeir veskið mitt og í því 400 krónur, svo ég sakna eigin- lega einskis; hefi sennilega eytt hinu sjálfur. „Hvar fundu þeir veskið yðar?“ „í rúminu, stungið inn undir dýnuna. Hvern grunið þér um að hafa stungið því þar?“ „Það er nú erfitt að fullyrða neitt um það, því það getur alveg eins verið að ég hafi stungið því þar sjálfur, til þess að koma í veg fyrir að ég eyddi öllu, sem ég hafði á mér. Önnur vitni voru kölluð fyrir. Endurfundur vélstjórans og „geimfélaga" hans var mjög vin- samlegur. Sigga „súpa“ kinkaði glettnis- lega kolli til hans og „blóðappel- sínan“ roðnaði upp í hársrætur. Allur framburður vitnanna mengaður vínanda. Þau voru sammála um að drykkj uveizlan hefði verið frá- bærlega vel heppnuð. Hið eina, sem skyggði á var, að þessi á- gæti vélstjóri saknaði einhverra peninga. Enginn botnaði í því hvernig á hvarfi þeirra gat stað- ið. „Já, svo þetta var mikill gleð- skapur?“, sagði dómarinn með tvíi’æðu glotti. „Dásamlegur," sagði Sigga „súpa“, með óblandinni hrifn- ingu. „Það kom mér og Jasper mín- um gleðilega á óvart, þegar Ans- gar kom akandi úteftir til okkar með þennan flotta og laglega sjó- mann. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.