Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 36
Og ekki veit ég betur en, að við værum góðir vinir og- allt í lukkunnar velstandi, þar til lög- reglan birtizt morguninn eftir og hneppti manninn minn og Ans- gar í handjárn." „Þér sáuð engan taka peninga frá sjómanninum, meðan hann dvaldi meðal ykkar?“ „Nei, hvorki sá ég það né held að neinn hafi gert það; eins og við höfðum það skemmtilegt all- an daginn. Svo andstyggilegur gat enginn okkar verið við svona örlátan og yndislegan mann.“ „Sáuð þér, að hann hafði mikla peninga á sér.“ „Jú, hann fór nú síður en svo leynt með það og hann var ekki svo sannarlega óspar á að nota þá. Nú skulum við hafa það reglulega „kósí“ hérna,“ sagði hann. „Ég hefi sand af peningum.“ Þetta sagði hann oftsinnis og hann sagði líka: „Ef hér er ein- hver, sem er auravant, þá segi hann bara til. Ég held að hann hefði reitt af sér aleiguna, hvern einasta skilding, sem hann átti. Ég hefi aldrei hitt neinn mann þessu líkan.“ En auðvitað mótmæltum við öll. Enginn okkar vildi þiggja svo mikið sem túskiíding. „Ég, fyrir mitt leyti var ekki með frá upphafi, því miður, sagði „blóðappelsínan.“ „Ég kom ekki þangað úteftir fyrr en seinni- part dagsins og ég sá ekki annað en að allt væri með friði og spekt hjá húsráðendum og gestinum.“ „Sáuð þér hvort vélstjórinn gaf einhverjum hinna peninga?“ „Ekki til annars en veitinga.“ „Nnei, ég var gestur, alveg eins og hann var sjálfur. Ég hefi aldrei vitað að tveir gestir skipt- ust á gjöfum.“ „Hvernig stóð á því, að þér og vélstjórinn urðu ein eftir í bú- staðnum um morguninn?" „Ja, það er mér nú alveg ó- skiljanlegt, Það var eins og öll hin hefðu öll gufað upp.“ „Þér voruð boðin út í þennan bústað eingöngu til að halda vél- stjóranum félagsskap?“ 36 „Blóðappelsínan" eldroðnaði á öllum sjáanlegum hlutum líkam- ans. „Já, ég átti svosem að vera „selskapsdaman“ hans.“ „En þetta voru nú aðeins formsatriði. Það var ekkert nán- ara samband okkar í milli, en hinna.“ „Var vélstjórinn mjög ölvaður, þegar þér komuð þarna úteftir?“ „Onei, ekki get ég nú sagt það svo ákveðið. Hann var svona sæt- kenndur." „Hvernig endaði svo þessi drykkj uveizla ?“ „Jú, hún fjaraði svona smám- saman út. Þau hin höfðu verið að frá því snemma um morgun- inn. Það voru víst þeir Jesper og Ansgar sem sofnuðu fyrst. Sjó- maðurinn var mjög málgefinn og talaði heillengi um að hann ætl- aði að ná í bíl handa mér og sér og svo skyldum við aka beint heim á hótelið, þar sem hann bjó, en ég sagði honum að það væri nú alltof seint að ná í bíl; allar stöðvar væru lokaðar.“ „Og hefðuð þér farið með hon- um heim á hótelið hans?“ „Heim til mín hefði ég lofað honum að aka mér,“ svaraði „Blóðappelsínan“ snöggt og með reiðisvip. „En þegar Sigga bauð honum dýnu til að liggja á, féllst hann strax á það og svo sofnaði hann á svipstundu.“ „Og hvernig var með yður?, fenguð þér einnig dýnu til að liggja á?“ „Já, það fékk ég.“ Ég var víst síðust þegar ég lagði mig. „Þér hafið semsé séð þegar hin lögðu sig, fóru þau úr fötunum?" „Nei, ekki öðruvísi en að Jesp- er og Ansgar fóru úr jökkunum og skónum.“ „Við öll hin lögðum okkur eins og við stóðum. Við vorum dauð- þreytt öllsömul." „Hvað sagði vélstjórinn, þegar hann vaknaði.“ „Ég þekkti hann alls ekki fyr- ir sama mann. Hann bölvaði og ragnaði og barmaði sér. Hann sagði, að hann hefði verið rænd- ur úrinu sínu og peningunum. En hann var í drykkjuvímu svo ég tók ekki mikið mark á því, sem hann var að geipa um. Þeir skyldu svei mér fá fyrir ferð- ina, sagði hann og áður en mig varði, var hann rokinn útúr dyr- unum.“ Nú, peningarnir komu fram, því skiptimyntin úr hundraðkall- inum fannst einnig í rúminu. En svo var það úrið. Hvað hafði orðið af því? Það hafði Ansgar, veslings syndarinn, tekið í sína vörzlu og til allra óhamingju hafði hann veðsett það fyrir 80 krónur um morguninn. „Það skeði nú þannig, skýrði hann frá: Jesper átti að mæta til yfirheyrslu klukkan 9 um morguninn til að hlýða á dóm, sem hann hafði fengið fyrir hilm- ingu. Þessvegna varð hann og konan hans að fara snemma á fætur. Jesper sá, að síðasta kon- jakksflaskan stóð óhreyfð á borð- inu. Hann var skelþunnur og þurfti einn hjartastyrkjandi. Tappinn var tekinn úr í hvelli og við þetta velþekkta hljóð vaknaði Ansgar og spratt á fætur. Þegar þeir höfðu fengið sér einn eða tvo „skjólgóða", þurftu þeir að hlaupa til að ná rútubílnum til borgarinnar. „Á hlaupunum með Jesper,“ sagði Ansgar, „fann ég allt í einu úrið vélstjórans í vestisvasa mín- um og guð má vita hvernig það var þangað komið. Ég liafði eng- an tíma til að snúa aftur, því þá hefði ég misst af rútunni; — og ég taldi nægilegan tíma til að skiía úrinu, þegar ég hitti hann síðar um daginn. Þannig axlaðist það nú til, að ég hélt úrinu áfram í minni vörzlu. „En, hvernig datt yður svo í hug, að veðsetja úr, sem þér átt- uð ekki-“ spyr dómarinn. „Jú, nú skuluð þér heyra: Þeg- ar við vorum komnir inní borg- ina, þurfti Jesper endilega að styrkja sig dálítið, áður en hann mætti til yfirheyrslu, svo það urðu nokkrir bjórar í viðbót... „Þetta hefir verið hræðilegt öl- VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.