Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 38
Hvers eigum rið að gjalda? eftir Hinrik ívarsson, Merkinesi Sjósóknin á litlu hátunum er ekkert auðveldari en á þeim stóru. Frá ómimatíð hefur verið stunduð sjómennska á opnum bátum, sem knúnir voru með ár- um og seglum og þurfti marga menn, eftir því hve bátarnir voru stórir, ekki sízt, þegar varð að „setja“ þá upp og fram í hverjum róðri. Á seinni tímum, eða allt frá 1920 eru flestir eða allir bát- ar, sem fiskveiðar stunda, knúnir með vél, — fyrst benzínvélum — en nú nær allir með hráolíu eða dieselvélum. Árið 1930 voru gerð- ir útfrá Höfnum á Reykjanesi 12 opnir bátar, sem stunduðu línu og eitthvað net. Árið 1971 er komin breyting á þessu, þá voru gerðir út 6 opnir bátar, og voru á þeim 1—3 menn. Skoðun fer fram á hverjum báti árlega af trúnaðarmanni Siglingamála- stjóra; hvort þeir séu með nafni og númeri og þeim útbúnaði, sem lög ákveða. Síðan áritar hrepp- stjóri á þar til gerð eyðublöð nafn og heimilisfang hvers manns og vikufjölda þann, sem hann hefur verið sjómaður á nafn- greindum bát og sendir til Skatt- stofu Reykjanesumdæmis. Vott- orðið er ekki gilt nema hann setj i þar sinn embættisstimpil og sitt „blessaða" nafn. Nú eru víðast hvar orðin þau hafnarskilyrði að bátar geta legið við bryggju eða úti á legum. Undanfarin ár hafa menn, samkvæmt leiðbeiningu frá Skatt- stofu Reykjanesumdæmis, talið fram vikufjölda þann, sem þeir eru skráðir á jsl. fiskiskip og greitt sitt ti-yggingargjald fyrir hverja viku, skv. vottoi'ði frá viðkomandi lögreglustjóra, eða hreppstjóra, og mun vei’a nú kr. 105,00 á viku. I 11 gi’ein, IV. Frádráttur, segir orðrétt: „Ef framteljandi er lögskráður á ísl. fiskiskip í 26 vikur eða lengur, skal hann samkvæmt gildandi skattalögum margfalda viku- fjöldan með tölunni 1339 og færa útkomu í krónudálk. Sé fram- teljandi skráður á ísl. fiskiskip skemur en 26 vikur, skal mai’g- falda vikufjöldann með tölunni 185 og færa útkomu í ki’ónudálk.“ Dæmið kom þannig út: Ef ég var skráður á fiskibát í 31 viku, bar mér til frádráttar krónur 41.509,00, en hefði átt að greiða kr. 3.255,00 í slysatryggingar- gjald. Eftir þessum forsendum var framtal allra opinna bátasjó- manna nú, árið 1972, eins og mörg undanfarin ár, og var ekk- ert athugavert við það fyrr en nú, þegar skýrslur koma aftur heim í hérað — því sá er háttur á að skýrslurnar liggja frammi hjá hreppstjóra, 1 hálfan mánuð, til athugunar fyrir skattgreiðend- ur, eftir að skattstofan hefur endanlega gengið frá þeim og reiknað þær út — ef menn vildu kæra. Nú bregður svo undarlega við að skýrslurnar eru allar útbíaðar með rauðum breytingum, svo ekki stendur steinn yfir steini. Við nánari gaumgæfing kemur í Ijós, að 4 róði'ardagar eru gerðir að 1 viku. Þá breytist dæmið heldur fruntalega. I stað krónur 41.509,00 verður sjómannafi’á- drátturinn Jcr. 2.210,00. Nú gæti maður haldið að þeir sem hér hafa unnið að, líti svo á að menn hér í Höfnum stundi róðra í ca. 9 mánuði ársins, aðeins sér til gamans, eða heilsubótar, en þar hefur gi’eind og góðmennska þeirra geigað, eins og sjá má í VÍKINGUR 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.