Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 43
Félags mála opnan sambandi ísl. útvegsmanna, til viðræðu um málið við ráðuneytið. Frá skipafélögunum var hins vegar enginn fulltrúi, sem þó hefði verið ástæða til. Þegar kom fi’am í miðjan desembermánuð var útlit fyrir að samkomulag næðist í nefndinni og að hún gæti lokið störfum í janúar. Á þetta reyndi þó aldrei. Skyndilega lagði LÍÚ ofurkapp á það að knýja fram lagabreytingu fyrir jól. Stjórnvöld létu undan þessum þrýstingi, sniðgengu nefndina og létu semja lagafrumvarp í mikl- um flýti og án þess að nægilegr- ar vandvirkni væri gætt. Niðurstaðan var svo samþykkt nýrra laga nr. 108/1972 um breytingu á siglingalögum, er koma í stað laganna, sem gengu í gildi 1. október s. 1. Með þessum nýju lögum er hlutlæg ábyrgð út- gerðarmanns raunverulega felld niður en í staðinn koma rnjög auknar slysabætur í ýmsum myndum umfram það sem al- mannatryggingalög og’ kjara- samningar fela í sér. 1 hinum nýju lögum, sem tóku gildi á gamlársdag, segir meðal annars svo: ,,Nú hefur útgerðarmaður keypt sér tryggingu, sem miðast við eftirfarandi bætur, og ber liann þá ekki frekari ábyrgð sam- kvæmt 1. gr. laga þessara: 1. Dánarbætur: a) 1 milljón króna við dauða, er greiðist nánustu vanda- mönnum (erfingjum) hins látna. b) Mánaðarlegar bætur til ekkju eða ekkils í 8 ár ber að greiða á hverjum tíma samkvæmt a-lið 1. mgr. 35. gr. almanna- tryggingalaga. c) Mánaðarlegar bætur til barna, þó aldrei lengur en í 8 ár, ber VÍKINGUR að greiða á hverjum tíma samkv. c-lið 1. mgr. sömu gr. 2. Slysapeningar og örorku- bætur: a) Dagpeningar, sem greiðast eftir sömu reglum og dag- peningar samkv. 33. gr. og nema % hlutum þeirrar fjár- hæðar. Heildarupphæð dag- peninga skal þó aldrei nema meiru en þeim launum, er hinn slasaði hafði fyrir slysið. b) Ef slys veldur varanlegri ör- orku, skal greiða örorkubæt- ur, 3 milljónir kr. við algera varanlega örorku, en hlutfalls- lega við minni örorku. Frá örorkubótum skal draga upphæð slysapeninga, sem greidd- ir hafa verið, og frá eingreiðslu dánarbóta skal draga örorkubæt- ur, ef greiddar hafa verið.“ Ég vil taka skýrt fram að framangreindar bætur til ekkju og barna svo og slysapeningar eru allt nýjar bætur til viðbótar sams- konar bótum, sem almannatrygg- ingar veita. Ekkjubætur eftir þessum lögum verða t. d. krónur 9.000,00 á mánuði og koma til viðbótar ekkjubótum frá al- mannatryggingum, sem einnig eru kr. 9.000,00 á mánuði. Einnig vil ég undirstrika að bæturnar fyrir algera varanlega örorku að fjárhæð þrjár milljónir króna fela í sér sem næst þreföldun á gildandi örorkubótafjárhæð sam- kvæmt ákvæðum kjarasamninga. Vissulega hefur því mikið áunn- ist með þessum nýju lögum mið- að við það ástand, sem ríkti fyrir ári síðan. Samt sem áður eru þessi nýj u lög síður en svo galla- laus og gætu jafnvel í einstökum tilvikum reynzt spor afturábak. Helztu annmarkar laganna eru þessir: 1. Dánarbæturnar að fjárhæð ein milljón króna og örorku- bæturnar að fjárhæð allt að þrjár milljónir króna eru ekki bundnar vísitölu. 2. Lögin kveða ekki nógu skýrt á um það hvaða ábyrgð út- gerðarmaður losar sig undan með því að kaupa þá trygg- ingu, er lögin heimila. 3. Lögin gera því engin skil að hve miklu leyti þessi nýja slysatrygging leysir af hólmi sanmingsbundnu slysatrygg- inguna. Þar kunna að koma upp ýmis vafaatriði. Úr þessum annmörkum og öðr- um, sem hér skulu eigi tilgreind- ir, mátti bæta, ef áðurgreindri nefnd hefði verið veitt tóm til að ljúka störfum og Alþingi gefið sér sæmilegt ráðrúm til að fjalla um málið. Auðvitað er slæmt að hringla sífellt með lagaákvæði um slysabætur sjómanna, en á liinn bóginn eru lög nr. 108/1972 þannig úr garði gerð, þrátt fyrir mikilvægar réttarbætur, að marg- vísleg lagaleg ágreinisefni munu af þeim rísa verði þau ekki end- urbætt innan tíðar og öll tvímæli tekin af. Sem betur fer hefir Al- þingi óbeint gefið undir fótinn með endurskoðun laganna þar sem meginákvæði þeirra er nefnt bráðabirgðaákvæði. Að lokum vil ég taka fram að bætur samkvæmt nýju lögunum verða greiddar af því trygging- arfélagi, sem viðkomandi útgerð- armaður hefir tryggt hjá, en þessar bætur greiðast að sjálf- sögðu einvörðungu út á slys, sem eiga sér stað eftir gildistöku lag- anna, en þau gengu í gildi 31. des. s.l. Nýju lögin eiga að taka til allra slysa, sem sjómenn verða fyrir í starfi sínu, hvort heldur er um að ræða fiskimenn eða far- menn, yfirmenn eða undirmenn. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.