Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 47
komin sem nauðsynlegt er fyrir skipstjórnarmenn. Rétt til að vera stýrimaður í innanlandssiglingum á fiskiskipi allt að 120 rúmlestir hefur sá einn, sem fengið hefur hið minna stýrimannsskírteini á fiskiskipi. Sá einn getur fengið hið minna stýrimannaskírteini á fiskiskipi, sem: a. staðizt hefur fiskimannapróf 1. stigs eða farmannapróf 1. stigs við Stýrimannaskólann í Reykjavík eða í Vestmanna- eyjum eða við námskeið Stýri- mannaskólans í Reykjavík úti á landi. b. Hefur verið eftir 15 ára ald- ur 24 mánuði háseti á skipi yfir 12 rúmlestir eða 6 mán- uði stýrimaður eða skipstjóri á skipi yfir 12 rúmlestir. c. Sé minnst 19 ára gamall. d. Sannar með læknisvottorði, að sjón hans og heyrn sé svo full- komin sem nauðsynlegt er fyrir skipstjórnarmenn. 1 29. gr. laganna stendur: Brot gegn lögum þessum varða sekt- um allt að kr. 20.000.00. Sektir renna í ríkissjóð. Með mál út af brotum á lögum þessum skal farið að hætti opin- berra mála. 1 undanþágumálum fyrr- greindra stétta ríkir vægast sagt megnasta vandræðaástand, sem hlýtur að hafa það í för með sér að skólar og námskeið hreinlega leggjast niður og lokast. Það ligg- ur nærri að hérumbil helmingur af fiskiskipaflota landsmanna er rekinn með undanþágumönnum með lítið og sumir með alls ekkert próf. Stórir bunkar af undan- þáguleyfum l'iggja fyrir hjá skráningarstjórum allt um kring um landið. Sú hefð komst á að undanþáguleyfisveitingar voru ekki afgreiddar úr Samgöngu- VÍKINGUR ráðuneytinu nema leitað væri fyrst umsagnar viðkomandi stétt- arfélaga innan F.F.S.Í nú er framkvæmdin á þann veg að þær eru afgreiddar án nokkurrar um- sagna fyrrgreindra fagfélaga beint úr ráðuneytinu sjálfu, og frekar sótt um umsögn frá verka- lýðs og sjómannafélögum við- komandi staða. Allmargar eru þessar undanþágubeiðnir þannig úr garði gerðar að aðeins nafns, fæðingardags og árs er getið, sjaldan hve lengi viðkomandi hef- ur starfað á sjó, eða hafi nokkuð prófskírteini og því síður að fylgi með augn- eða heyrnarvottorð. Fyrir réttindi greiðast svo kr. 200,00. Heyrzt hefur að tímabært sé að stofna félög undanþágumanna, og liggur þá nokkuð annað fyrir en að Samgöngu- og félagsmála- ráðherra berji það í gegn á þingi nú í vetur. Það er engin furða þó hann hafi sagt með vandlæt- ingarsvip orðin: Á a‘Ö stoppa flot- ann og svelta fólkiö í sjávarpláss- unum. Það er tímabært að alþjóð viti hvaða ófremdarástand er orðið hér í þessum málum og full á- stæða til að grípa í taumana, áður en í algjört óefni er komið. Benda má á að t. d. er Stýrimannaskóli Reykjavíkur ekki fullsetinn í ár, og að mikið auglýst skipstjórnar og vélstjórnarnámskeið á fsa- firði, sem til stóð að halda í vet- ur, varð að aflýsa vegna ónógrar þátttöku, sem ekki er nema eðli- legt, því að hví skyldu menn sækja skóla, þegar hægt er að kaupa réttindi fyrir 200,00 krónur uppí ráðuneyti. Sama verður með stýrimannaskólana í framtíðinni þeir hreinlega lokast af sjálfu sér vegna ónógrar þátttöku af fyrrgreindum ástæðum. Þetta er ekki glæsileg mynd, þegar alltaf er verið að tala um að menntun sé Loftur Júlíusson sjálfsögð og nauðsynleg á öllum sviðum. Til hvers er verið að setja lög um atvinnuréttindi, þeg- ar þau eru þverbrotin, og því svarað til, á að stoppa flotann og svelta fólkið í sjávariilássun- um. Raunverulega væri það rétt að stoppa flotann og kanna málið niður í kjölinn og gera úttekt á hver hin raunverulega ástæða sé fyrir slíku ófremdarástandi, sem fer vaxandi. Vitað er að fjöldi fyrrgreindra fagmanna vinna við allskonar störf í landi, sem eru betur launuð en á sjó. En lausn- in er ekki fundin með því að veita bara ótakmarkaðar undanþágur til að halda flotanum gangandi í framtíðinni. Ég held að það þekk- ist hvergi nema hér á fslandi, þó víða væri leitað, að í nokkrum faggreinum öðrum en til skip- stjórnar og vélstjórnar séu veitt- ar undanþágur til starfa. T. d. má ekki veita undanþágur við að aka bifreiðum, ekki til neinnar iðnaðarvinnu, lækna eða hjúkr- unarstarfa þó að vöntun sé gífur- leg á fólki til slíkra starfa allt um kring um landið, þó eru skip- stjórnarmenn með fjölda manns- lífa í hendi sinni við störf á sjó, og svona má lengi upp telja. Á næstu árum koma til lands- ins mörg ný skip með fullkomn- ari tækjaútbúnaði ofandekks og 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.