Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 51
áður en síðasti Fransmaðurinn var kominn fram í klefa, og Hornblower gafst tóm til að lit- ast um. Stormurinn hvein um eyru hans og stöðugir smellir og brak frá illa útleiknum seglbún- aði gerðu honum erfitt fyrir að hugsa skýrt. Það varð að leggja skipinu til svo í lagi væri, og Hornblower gat gizkað á hvernig fara ætti að því, og hann orðaði fyrirskipun í huganum nægilega fljótt til þess að geta gefið hana hiklaust. „Herðið á neðri ránum til bak- borða,“ sagði hann, „að skaut- unum menn.“ Sjómennirnir tóku til allra hamingju kunnáttu hans sem sjálfsagða, en þegar Hornblower leit á benduna á framsiglunni, þá hafði hann ekki hugmynd um hvernig hann átti að leysa úr því dæmi. Hann var meira að segja alls ekki viss um hvað væri í ólagi. En sjómennirnir, sem hlýddu skipunum hans, höfðu langa reynslu að baki, og höfðu sjálf- sagt -fengizt við samskonar verk svo tugum skipti. Hið fyrsta — reyndar hið eina — sem hann varð að gera, var að yfirfæra ábyrgðina. „Hver ykkar er elztur?“ sagði hann, og sú ákvörðun hans að láta ekki kenna óstyrks í máli gerði hann stuttan í spuna. „Matthews, herra,“ sagði einn þeirra loks, og benti með þumal- fingri á tattóveraða sjóliðann, sem hafði tekið af honum fallið þegar hann stökk út í bátinn. „Gott, ég útnefni þig undir- foringja, Matthews. Takið strax til við að hreinsa og laga draslið, því að ég verð upptekinn hér aft- ur á.“ Þetta tók á taugar Horn- blowers, en Matthews bar hönd að höfði. „Ójá, ójá, herra,“ sagði hann eins og ekkert væri um að vera. „Takið inn klífirinn fyrst áður en hann fer í tætlur,“ sagði Horn- blower og var nú mun djarfari. „Ojá, ójá, herra.“ „Jæja, áfram þá.“ VÍKINGUR Sjómennirnir gengu fram á, en Hornblower fór aftur á skipið. Hann tók sjónaukann úr hylkinu á háþiljunum og kannaði sjón- deildarhringinn. Langt í brott til kul's sá hann háseglin á „Inde- fatigable" þar sem skipið sótti eftir því, sem eftir var af skipa- lestinni. Hann yrði sem einn á hafinu, þrjú hundruð sjómílur frá Englandi. Þrjú hundruð — Það var tveggja daga sigling í góðum byr, en hve langan tíma tæki það í andbyr? í því hann lagði frá sér kíkinn, kom Matthews og setti hnúa upp að enninu. „Afsakið, herra, en við verðum að nota hjóltaugar til þess að koma upp ránni.“ „Gott og vel.“ „Við þurfum á fleiri mönnum að halda, en við höfum, en gæt- um við ekki notað eitthvað af Frökkunum herra?“ „Ef það er hægt. Eru þeir nógu ódrukknir?“ „Ég held þeir geti það, herra, hvort sem þeir eru fullir eða ekki.“ „Ágætt.“ Matthews fór fram á aftur en Hornblower fór niður í skip- stjóraklefann. Þar héngu pístól- ur, púður-poki og annar með kúl- um. Hann hlóð báðar byssurnar og aðgætti sína, og fór upp aftur með þrjár byssur undir beltinu, og kom upp rétt í því að sjóliðar hans komu úr stafnklefanum og ráku á undan sér hálfa tylft af Frökkum. Hornblower skrefaði fram á háþiljurnar og stóð þar gleiður með hendur á baki, og reyndi hvað hann gat til þess að láta svo sýnast sem hann skildi þetta allt stórlega vel og léti sig það engu varða. Að hál'fri stundu liðinni og eftir hranaleg köll, háreisti og puð var ráin komin á sinn stað og seglið upp. Þegar verkinu var að verða lokið rankaði Hornblower við sér og mundi að innan fárra mínútna yrði hann að gefa stefnu, svo að hann skauzt niður aftur og tók fram kort, hringfara og jafn- hliðastiku. Hann dró nú úr vasa sínum kripplaðan miðann, sem honum hafði verið fenginn með staðsetningunni eins og hún var, og reiknaði stefnuna út. Það var skrítin og næstum einkennileg tilfinning, að það, sem hingað til hafði verið skóladæmi undir um- sjón herra Soames, var allt í einu orðið verk, sem líf hans og orðstír gat oltið á. Hann fór yfir útreikningana sína, ákvað stefn- una og skrifaði hana á miða svo að hann gleymdi henni ekki. Þeg- ar svo verkinu frammá var lokið og Frakkarnir aftur í stafnklef- anum, þá kom Matthews, og leit á hann og beið frekari fyrirmæla. „Við setjum öll segl,“ sagði hann, en nokkuð hafði linað storminn, og hann fann að hann og menn hans gátu ráðið við skipið. „Sendið mann að stýrinu,“ sagði hann við Matthews. „Hvað á að stýra, herra sagði maðurinn, og Hornblower svar- aði þegar: ,,Norð-austur-að-norðri.“ „Norð-austur-að-norðri,“ end- urtók maðurinn við stýrishjólið, og MARIE GALANTE sigldi beggja skauta byr í átt til Eng- lands. Farið var að bregða birtu og svo margt varð að gera og hafa í huga, og ábyrgðin hvíldi á hans herðum, ungum og óvönum. Það varð að negla fyrir stafn- klefann svo að fangamir kæmust ekki út, vaktir varð að setja, mann á vörð frammá, sem líka gat gefið föngunum gætur, nú, og mann við stýrið. Hinum tveim varð að lofa að hvíla sig og sofa, því að Hornblower vissi vel að ekki mundi af þeim veita öllum, ef eitthvað þyrfti að hreyfa segl- um. Þeir rifu í sig einhvern mat, kex og vatn, sem þeir fundu aftur á — og alltaf varð að huga að veðrinu. Hornblower skálmaði um háþiljurnar í myrkrinu. „Af hverju leggið þér yður ekki, herra?“ sagði maðurinn við stýrið. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.