Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1973, Blaðsíða 56
lestarhlerinn og stóð skáhalt upp og um leið og segldúkurinn losn- aði fylgdi brúnleitt flykki á eftir — hrísgrjónapoki, sem þrýsting- ur að neðan hafði þrýst upp þar til hann stóð þarna fastur í lúk- unni. „Sláið á hann hjóltaug (talíu) og náið honum upp.“ sagði Horn- blower. Poki eftir poka var dreg- inn upp, en stundum rifnuðu þeir og uppbólgin hrísgrjón hrundu á þilfarið, en það gerði ekkert til. Annar hópur af sjómönnum sóp- aði þeim niður á hléborða og þar tók hinn óseðjandi sjór við. Eftir nokkra fyrstu pokana jukust erf- iðleikarnir, því að farmurinn var svo njörvaður af þrýstingi að neðan, að það þurfti geysilegt afl til þess að losa um pokana. Tveir menn urðu að fara niður og losa upp hvern poka og koma á hann stroffu. Þetta var feikna erfiði og það stóð látlaust, klukkustund eftir klukkustund. Svitinn lak af mönnunum við talíurnar, en þeir urðu samt að skipta við þá, sem niðri voru, og þegar neðar dró kom í ljós að pokamir sátu æ fastar, fastar, og þegar enn neðar kom í lestina þá kom að því, sem óhjákvæmlegt var að sjá. Neðst höfðu pokarnir blotnað svo mjög að þeir höfðu sprungið, og neðan til í lestinni var saman klemmdur hrísgrjónagrautur og harður, og varð ekki náð upp nema með því að moka í skúffur og hala upp. Hornblower velti fyrir sér þessu vandamáli, þegar snert var við handlegg hans. Það var Matt- hews. „Þetta er árangurslaust, herra,“ sagði hann. „Skipið er þegar djúpt sokkið og sígur óðum.“ Hornblower gekk út að borð- stokknum með Matthews og leit út fyrir. Þarna var ekki neitt að efa. Hann hafði sjálfur séð hve seglið náði hátt á síðuna, og nú var skipið ríflega sex fetum lægra á sjónum — og það eftir að fimm- tíu lestum af hrísgrjónum eða meira, hafði verið fleygt fyrir borð. Briggskipið hlaut að leka eins og hrip, sjórinn streymdi 56 inn um opin samskeyti, og þyrst grjónin sugu hann í sig. Hornblower kenndi til í vinstri hendi og Ieit niður, en sá þá að hann hafði tekið því taki á borð- stokknum, að það olli honum sársauka, og það án þess að hann væri sér þessa meðvitandi. Hann losaði takið, leit til hnígandi sól- ar og á úfinn sjó. Hann vildi ekki viðurkenna ósigur og gefast upp. Franski skipstjórinn kom til hans. „Þetta er brjálað,“ sagði hann. „Menn mínir eru að þrotum komnir." Yfir við lestina sá Hornblower að Hunter rak frönsku sjómenn- ina áfram með kaðalspotta, sem hann beitti óspart. Það var ekki hægt að ná meira starfi hjá Frökkunum, og í þessari svipan reis MARIE GALANTE á öldu, og seig aftur niður í öldudalinn. Jafnvel reynsluleysi hans skynj- aði hve hreyfingar skipsins voru þyngslalegar og hinn ískyggilega doða, sem var á hreyfingum þess. „Það er bezt að búa sig undir að yfirgefa skipið,“ sagði hann við Matthews. Hann skaut fram hökunni um leið og hann sagði þetta, því að hann vildi hvorki láta franska manninn eða sjómennina gizka á örvæntingu sína. „Ójá, ójá, herra“ sagði Matt- hews. Bátur sat í skorðum aftan við stórmastrið, og Matthews lét mennina hætta við farminn og taka til við að láta matvæli og drykkjarföng í bátinn. Síðan var hjóltaugum krækt í bátinn og honum lyft úr skorðunum og hann látinn síga niður hléborðs- megin en þar var dálítið var. MARIE GALANTE stakk stafni á báru, og vildi ekki lyfta sér, grænn sjórinn svall yfir stjórn- borðsbóginn og vall aftur þilfar- ið. Tíminn var á þrotum og nýir brestir innan úr skipinu bentu til þess að eitt milliskilrúm enn hafði látið undan. Frakkamir voru í uppnámi og tóku að hend- ast niður í bátinn með ópum og óvönduðu orðbragði. Franski- skipstjórinn leit á Homblower og stökk á eftir mönnum sínum, en tveir brezku sjómannanna voru komnir í bátinn og héldu honum frá skipshliðinni með árum. „Farið þið,“ sagði Hornblower við Matthews og Carson, sem enn voru eftir uppi í skipinu. Hann var skipstj órinn og honum bar að fara síðastur frá borði. Briggskipið var nú svo lágt í sjó að það mátti næstum stíga af skipsfjöl í bátinn. Brezku sjó- mennirnir voru aftur í bátnum og hliðruðu til fyrir honum. „Taktu stýrisárina Matthews,“ sagði Hornblower því að honum fannst hann ekki fær um að ráða við ofhlaðinn bátinn. „Ýtið þið frá!“ Báturinn og briggskipið fjar- lægðust hvort annað. MARIE GALANTE var með stýrið bund- ið fast og sneri stafni í veðrið. Allt í einu snaraðist hún á stjórn- borða, en alda steyptist yfir borð- stokkinn og beint niður í opna lestina. Svo rétti skipið sig við, þilfarið var við sjávarflöt, og svo sökk skipið á réttum kili beint niður. Sjórinn laust yfir briggskipið og siglutrén hurfu hægt. Snöggvast glampaði meira að segja á seglin niðri í grænum sjónum. „Hún er farin,“ sagði Matt- hews. Hornblower horfði á fyrsta skipið, sem honum hafði verið falið, hverfa í hafið. Honum hafði verið treyst til þess að koma MARIE GALANTE í höfn, og honum hafði mistekist þetta, misheppnast hin fyrsta óháða sendiför. Hann starði fast á sól- ina, sem var að hníga til viðar, og vonaði að engin sæi tárin, sem fylltu augu hans. VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.