Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 1
EFNISYFIRLIT: Greinargerð frá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Öldunni 57 Vermenn i vanda eftir sr. Gísla Brynjólfsson 60 Staðsetningarkerfi eftir Ólaf Vignir Sigurðsson 65 Bréf til Víkings 67 Skipsstrand við Básenda árið 1881 eftir Skúla Magnússon 68 Suezskurðurinn — slagæðin í flutningakerfinu sent dó eftir Palle Hagmann 72 Rætt við Einar ríka um milljarðana og fleira Fréttir frá APN 74 76 Laumufarþeginn eftir Otto Rung , 82 Rökræður og fullyrðingar Eftir Guðfinn Þorbjörnsson 86 Sérstætt fiskiár í Mýrdal 88 Skipshöfnin á Jóni forseta 91 Félagsmálaopnan 93 Hornblower fer til sjós eftir C. S. Forster Bárður Jakobsson þýddi 99 Frívaktin o. fl. Forsíðumyndin er frá Rifi á Snæfellsnesi. Ljósm. Svavar G. Jónsson. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Útgefandi F. F. S. 1. Ritstjórar: Guðmundur Jensson (áb.) og örn Steinsson. Ritnefnd: Böðvar Stein- þórsson, formaður Páll Guðmunds- son, varaform., Ólafur Vignir Sig- urðsson, Karl B. Stefánsson, Haf- steinn Stefánsson, Bergsveinn S. Bergsveinsson og Helgi Hallvarðs- son. — Blaðið kemur út einu sinni í mánuði og kostar árgangurinn 750 kr. Ritstjórn og afgreiðsla er að Bárugötu 11, Reykjavík. Utaná- skrift: „Víkingur", pósthólf 425 Reykjavík. Sími 15653. PrentaS í Isafoldarprentsmiðju hf. VÍKINGUR SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 35. ÁRGANGUR — 3. TÖLUBLAÐ 1973 Greinargerð frá Skipstjóra- og stýrimannaf élaginu Oldunni Samgönguráðuneytið sendir sljórn Öldunnar ofanígjöf í Þjóðviljanum 16. marz s. 1. án undirskriftar. Eökrétt afleiðing lestrar þeirrar ofanígjafar, sem sjómenn myndu frekar nefna „á- gjöf eða slettu", hlýtur að vera sú að beina andsvörum til sam- gönguráðherra eða ráðuneytis- stjóra, þar sem þeir virðast grípa til þess í vandræðum sínum og lélegum rökstuðningi að upphef ja persónulegt skítkast í formann Öldunnar, Loft Júííusson. Yfir- lýsing Öldunnar var frá stjórn hennar, og félagið telur 500 fé- lagsmenn á svæði sem nær yfir allt Reykjavíkursvæðið og ná- grenni, Austurland með 2 félags- deildum, annarri í Neskaupst. og hinni í Höfn í Hornaf., Þorláks- höfn, Eyrarbakka, Stokkseyri og í öllum sjávarplássum við Breiða- fjörð, svo sjá mega þeir herrar að Loftur Júlíusson er ekki einn á báti. Enda verður ekki séð hvernig öryggis- og hagsmuna- málum fiskimannafjöldskyldna verði bjargað með persónulegu skítkasti í einstaklinga sem vilja leggja málum þeirra liðsinni sitt. Benda má á að kæruleysisleg vinnubrögð, sem virðast sem meinlausar skvettur, geta orðið sá brotsjór, sem hefur hinar al- varlegustu afleiðingar í för með sér. Vonandi eru skvettugjafar ekki sjálfir á unganþágu, en að því er varðar ráðherrann, fer það eftir forsendum, sem liggja fyrir ráðherradómi hans, en að því er snertir ráðuneytisstjórann þá má gera ráð fyrir að ákveð- innar menntunar muni hafa verið krafizt, og þar komi engin undan- þága til greina. Af þessum mönn- um ætti að krefjast mikillar á- byrgðar, og ættu þeir því að forð- ast útgáfu ómerkilegra pappíra samkvæmt óskum og umsögnum, sem oft eru tækifærisbundnar, svo ekki sé meira sagt. Reynt skal að svara ofanígjöf- inni eftir efnislegri niðurstöðu hennar, sem er þó óljós, full af dylgjum og undanbrögðum, svo sem oftast vill verða þegar reynt er að verja slæman málstað. „Of- anígjöfin" gerir mikið úr hinum tíðu sjóslysum að undanförnu, sem orsök yfirlýsingar Öldunnar. Þetta er rétt svo langt sem það nær, eða finnst ráðuneytinu þau óhöpp ekki næg ástæða til íhug- unar um hvort alls öryggis sé gætt að minnsta kosti lögum sam- kvæmt, en gæta skal að því að tugir og hundruð annarra skipa, sem til' allrar hamingju hafa kom- izt hjá óhöppum eru að störf- um, og mörg með undanþágu- menn í stöðu skipstjóra og stýri- manna sem þurfa að vera hjá skipunum líka og vera staðgengl- ar skipstjóra, auk undanþágu- manna við vélstjórn. Við nánari athugun á upptaln- ingu ráðuneytisins er hörmulegt að þurfa að komast að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn ráðu- neytisins virðast ekki vita hvað þar gerist. Hér er átt við þá stað- 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.