Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 1
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 35. ÁRGANGUR — 3. TÖLUBLAÐ 1973 Greinargerð frá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Oldunni EFNISYFIRLIT: Greinargerð frá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Öldunni 57 Vermenn í vanda eftir sr. Gísla Brynjólfsson 60 Staðsetningarkerfi eftir Ólaf Vignir Sigurösson 65 Bréf til Víkings 67 Skipsstrand við Básenda árið 1881 eftir Skúla Magitússon 68 Suezskurðurinn — slagæðin í flutningakerfinu sem dó eftir Palle Hagmann 72 Rætt við Einar ríka um milljarðana og fleira 74 Fréttir frá APN 76 Laumufarþeginn eftir Otto Rung 82 Rökræður og fullyrðingar Eftir Guöfinn Þorbjörnsson 86 Sérstætt fiskiár í Mýrdal 88 Skipshöfnin á Jóni forseta 91 Félagsmálaopnan 93 Hornblower fer til sjós eftir C. S. Forster Báröur Jakobsson þýddi 99 Frívaktin o. fl. Forsíðumyndin er frá Rifi á Snæfellsnesi. Ljósm. Svavar G. Jónsson. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Ctgefandi F. F. S. 1. Ritstjórar: Guðmundur Jensson (áb.) og örn Steinsson. Ritnefnd: Böðvar Stein- þórsson, formaður Páll Guðmunds- son, varaform., Ólafur Vignir Sig- urðsson, Karl B. Stefánsson, Haf- steinn Stefánsson, Bergsveinn S. Bergsveinsson og Helgi Hallvarðs- son. — Blaðið kemur út einu sinni í mánuði og kostar árgangurinn 750 kr. Ritstjórn og afgreiðsla er að Bárugötu 11, Reykjavík. Utaná- skrift: „Víkingur“, pósthólf 425 Reykjavik. Sími 15653. Prentað í ísafoldarprentsmiðju hf. VÍKINGUR Samgönguráðuneytið sendir stjórn Öldunnar ofanígjöf í Þjóðviljanum 16. marz s. 1. án undirskriftar. Rökrétt afleiðing lestrar þeirrar ofanígjafar, sem sjómenn myndu frekar nefna „á- gjöf eða slettu“, hlýtur að vera sú að beina andsvörum til sam- gönguráðherra eða ráðuneytis- stjóra, þar sem þeir virðast grípa til þess í vandræðum sínum og lélegum rökstuðningi að upphefja persónulegt skítkast í formann Öldunnar, Loft Júl'íusson. Yfir- lýsing Öldunnar var frá stjórn hennar, og félagið telur 500 fé- lagsmenn á svæði sem nær yfir allt Reykjavíkursvæðið og ná- grenni, Austurland með 2 félags- deildum, annarri í Neskaupst. og hinni í Höfn í Hornaf., Þorláks- höfn, Eyrarbakka, Stokkseyri og í öllum sjávarplássum við Breiða- fjörð, svo sjá mega þeir herrar að Loftur Júlíusson er ekki einn á báti. Enda verður ekki séð hvernig öryggis- og hagsmuna- málum fiskimannafjöldskyldna verði bjargað með persónulegu skítkasti í einstaklinga sem vilja leggja málum þeirra liðsinni sitt. Benda má á að kæruleysisleg vinnubrögð, sem virðast sem meinlausar skvettur, geta orðið sá brotsjór, sem hefur hinar al- varlegustu afleiðingar í för með sér. Vonandi eru skvettugjafar ekki sjálfir á unganþágu, en að því er varðar ráðherrann, fer það eftir forsendum, sem liggja fyrir ráðherradómi hans, en að því er snertir ráðuneytisstj órann þá má gera ráð fyrir að ákveð- innar menntunar muni hafa verið krafizt, og þar komi engin undan- þága til greina. Af þessum mönn- um ætti að krefjast mikillar á- byrgðar, og ættu þeir því að forð- ast útgáfu ómerkilegra pappíra samkvæmt óskum og umsögnum, sem oft eru tækifærisbundnar, svo ekki sé meira sagt. Reynt skal að svara ofanígjöf- inni eftir efnislegri niðurstöðu hennar, sem er þó óljós, full af dylgjum og undanbrögðum, svo sem oftast vill verða þegar reynt er að verja slæman málstað. „Of- anígjöfin“ gerir mikið úr hinum tíðu sjóslysum að undanförnu, sem orsök yfirlýsingar Öldunnar. Þetta er rétt svo langt sem það nær, eða finnst ráðuneytinu þau óhöpp ekki næg ástæða til íhug- unar um hvort alls öryggis sé gætt að minnsta kosti lögum sam- kvæmt, en gæta skal að því að tugir og hundruð annarra skipa, sem til' allrar hamingju hafa kom- izt hjá óhöppum eru að störf- um, og mörg með undanþágu- menn í stöðu skipstjóra og stýri- manna sem þurfa að vera hjá skipunum líka og vera staðgengl- ar skipstjóra, auk undanþágu- manna við vélstjórn. Við nánari athugun á upptaln- ingu ráðuneytisins er hörmulegt að þurfa að komast að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn ráðu- neytisins virðast ekki vita hvað þar gerist. Hér er átt við þá stáð- 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.