Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 3
• vVN r (>••• Gengio a tjorur Því miður er það svo, þrátt fyrir margítrekuð tilmæli blaðs- ins til starfandi sjómanna um að þeir sendi efni til birtingar í blaðinu, þá skeður það alltof sjaldan, að á okkar fjörur berist efni eða hugmyndir frá þessum aðilum. Það er þó vitað, að ekki skortir sjómenn áhuga eða hug- myndir í ýmsum málum bæði er snerta þeirra eigin störf, menn og þjóðmál. Það þekkja allir, sem setið hafa í káetu eða lúg- kar, þá komast yfirleitt færri að en vilja, en þegar færa á þetta fram fyrir almenning dofnar á- liuginn. Hvort þetta er meðfædd eða áunnin hlédrægni eða bara einfaldlega landlægur ótti við skrifstofusérfræðingana, er tröll- ríða öllu í þjóðfélaginu, er ekki gott að segja. Þess vegna gríp- um við feginshendi hugmynd og uppdrátt eins góðvinar okkar, er hann rak á fjörur okkar hér á Bárugötu 11, þar sem það gæti vakið forvitni margra og ýtt undir aðra með að láta þessi og fleiri mál til sín taka. Þar sem skýringar sjómannsins munu líklega ekki sjást á mynd- inni fylgja þær hér með. Ritstj. Hugmynd að stærri og betri höfn fyrir Akranesbæ Ef „Suðurgarður" yrði lengdur sem því nemur er uppdráttur sýnir og gerður annar garður „Austurgarður" yrði vafalaust hreyfingarlítið eða jafnvel hreyf- ingarlaust á svæðinu innan „Mið- garðs“ og „Sementsgarðs", einn- ig yrði hreyfingarlítið á svæðinu VÍKINGUR milli efrihluta „Suðurgarðs“ og „Miðgarðs". Við „Austui’garð“ innanverðan skapast aðstaða til losunar á öllu efni fyrir Sements- vérksmiðju ríkisins, og við lagn- ingu „Suðurgarðs“ skapast stór- aukið athafnasvæði fyrir upp og útskipun á hvers konar varningi, og ber þar að hafa í huga vonir manna um aukin aflabrögð við útfæi-slu landhelginnar í 50 sjó- mílur, og vegna framleiðsluaukn- ingar og aukningar skipastólsins, þrengist stöðugt í höfnum lands- ins. Þannig er rík þörf á að at- huga fleiri hafnir. 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.