Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 7
15 mönnum á skipi til jafnaðar var þetta enginn smávegis söfn- uður. Auk þess heimafólk í Þor- lákshöfn þar sem búsettir voru um aldamótin rúmlega 20 manns á 3 heimilum. Þegar sr. Ólafur löngu síðar minntist veru sinnar í Arnarbæli getur hann þess, að í þessari einni fj ölmennustu verstöð landsins hafi mannlífið verið til sérstakr- víni, sem hugðist græða á að selja sjómönnum. Þegar Jón varð þess var, tók hann ankerið af manninum og bað hann vitja þess í vertíðarlok. „Jón Árnason var að vísu kaupmaður og gróðamað- ur, en hann vann það aldrei til fjár að verzla með áfenga drykki jafnvel þó hann hefði getað rakað saman fé á því (C. Ó.)“ Heimafólk í Þorlákshöfn var Bryggjan í Þorlákshöfn. ar fyrirmyndar. Þar hafi ríkt reglusemi og góðir siðir, friður og samkomulag hið bezta. Á hverju kvöldi, frá vertíðarbyrj- un til páska, var lesið og Passíu- sálmar sungnir um föstuna, hvað seint sem að var komið og hversu mikið sem fiskaðist. Á þessum tíma var hinn kunni athafna- og framkvæmdamaður Jón Árnason bóndi í Þorlákshöfn. Hann var sonarsonarsonur Bein- teins Ingimundarsonar er fyrr er nefndur. Kona Jóns var Jór- urm Sigurðardóttir frá Skúm- stöðum. Þau voru bræðrabörn. Heimili þeirra var annálað fyrir myndarskap og reglusemi. Jón leið engum að verzla með vínföng í Höfninni. Allir sprútt- salar þeirra tíma voru þar út- reknir og bannfærðir. Til þess þurfti engin lög eða reglugerðir. Áhrifavald Jóns Árnasonar, stutt heilbrigðu almenningsáliti og nauðsynlegri sjál'fsbjargarvið- leitni nægði til að halda víninu frá Höfninni. Eitt sinn kom mað- ur einn með anker fullt af brenni- vel kirkjurækið. Það setti ekki fyrir sig erfiða og all-langa kirkjuleið upp á Hjalla til að hlusta á sinn mælska sóknarprest. En vermennirnir létu sig oft vanta eins og fyrr segir. Af þeim komu ekki nema maður og maður einstaka sinnum. Prestur færði þetta eitt sinn í tal við greindan sjómann í Höfninni. Sá sagði honum ástæð- una. Hún var sú, að sjómenn hefðu ekki með sér í verið nema dagleg ígangsklæði. I þeim vildu þeir ekki mæta innan um kirkju- búinn söfnuðinn. „Skyldi þá ekki vera bezt“, sagði prestur, „að ég kæmi á eftir til ykkar og mess- aði yfir ykkur frammi í Höfn? Auðvitað komið þið þar til dyr- anna eins og þið eruð klæddir.“ Þetta sagði sjómaðurinn að mundi vekja almenna ánægju í hinni fjölmennu verstöð. Sú varð líka raunin á þegar til framkvæmda kom. Og á þeim stóð ekki hjá skörungnum sr. Ólafi Ólafssyni. Hann bar mál þetta strax undir Jón Árnason. Tók hann tilboði prests með ánægju og gerði allt sem í hans valdi stóð til að greiða fyrir mál- inu. I Höfninni átti Lefoliisverzlun stórt nýlegt fiskgeymsluhús. Var það jafnan tómt framan af ver- tíð nema hvað geymt var í því allmikið af salti. Lánaði verzl- unin nú húsið til þessa fyrirhug- aða guðsþjónustuhalds. Hófst Hjallakirkja. þegar undirbúningur, sem sr. Ól- afur lýsir svo: „Var húsið þveg- ið og ræstað og gert vistlegt og þægilegt sem auðið var. Hlj óðfæri var borið út í húsið, ræðustóll reistur og tjaldað innst með flöggum og ábreiðum." Síðan var boðuð fyrsta messan. Ekki er hún tímatilfærð af sr. Ólafi. En honum hefur samt verið það síð- an næsta minnisstætt þegar „sjó- mennirnir komu rakaðir, þvegnir og greiddir, alvarlegir og hátt- prúðir svo að húsið fylltist á skammri stund. Engum kom til hugar að hneykslast eða taka til þess þótt sumir væru á striga- buxum eða duggarapeysum. Það var þeirra útversuniform. — Söngur var bæði mikill og góður, enda ágætir söngkraftar 1 hópi hinna ungu manna, sem þarna voru samansafnaðir úr flestum sóknum Suðurlands.” Þetta var upphafið að reglu- bundnum sjómannamessum í Þor- lákshöfn öll þau ár, sem sr. Ól- afur var í Arnarbæli. Voru þær jafnan 2-3 yfir vertíðina. Auk VÍKINGUR 63

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.