Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 9
Verbúðarhverfi í Þorlákshöfn 1916. byggði í Þorlákshöfn. f því var pakkhús í norðurenda en sölu- búð í hinum. Þetta hús bauð nú Jón klerki til guðsþjónustuhalds á upprisuhátíðinni. Prestur tók því með þökkum og ekki stóð á sjómönnum að hjálpa til við und- irbúning. Þeir tóku til í húsinu og slógu úr því alla glugga í hlið- inni sem vissi fram á hlaðið. Hús- ið fylltist á augabragði en nokkur hundruð vermenn voru á hlaðinu við einn opna gluggann og hlust- uðu á prestinn, sem stóð og tal- aði inni í húsinu. Söngflokkurinn var inni en hár og skír söngur hans barst til alls þessa fjöl- menna safnaðar, sem bæði úti og inni hlýddi á boðskap upprisun- ar í ræðu og söng. Eftir sr. Ólaf Ólafsson kom nafni hans Magnússon að Arnar- bæli austan frá Sandfelli í öræf- um. Hann var bæði skörulegur prestur og skyldurækinn embætt- ismaður. Hann lét ekki niður falla guðsþjónusturnar í Þorlákshöfn, heldur hélt þeim uppi nokkuð reglulega a. m. k. tvisvar á ver- tíð eftir því, sem ástæður leyfðu. En nú fór gengi hafnar heilags Þorláks mjög að dvína og róðrar- skipum þar óðum fækkandi með öðrum og stórfelldum breytingum á sjósókn og útgerðarháttum bæði austanfjalls og annarsstaðar. Jón Árnason andaðist árið 1912 og eftir það valt á ýmsu í sögu Þorlákshafnar og um tíma var svo komið að í þessari nafnfrægu útróðrarstöð voru öll segl felld og allar árar lagðar í bát í bók- staflegum skilningi. Nokkru síð- ar hófst svo uppbygging Þor- lákshafnar hinnar nýju. En það er önnur saga. VÍKINGUE Staðsetningarherfi eftir Ólaf Vigni Sigurösson „Hvar er skipið statt?“ Þess- ari spurningu svara ótal skip- stjórar og stýrimenn oft á dag og færa svarið inn í leiðarbók skipsins. Nákvæmni svarsins er undir ýmsu komin, svo sem ná- kvæmni þess kerfis sem notað er til að staðsetja skipið, nákvæmni hjálpartækja sem notuð eru (t.d. korta, viðtækja, sextants, o. s, frv.), og síðast en ekki sízt kunn- áttu og nákvæmni skipstjóra eða stýrimanna í meðferð hjálpar- tækjanna. Það er þetta með kerfin sem á dagskrá verður hér, ekki ná- kvæmni þeirra, heldur aðeins fá- tækleg samantekt leikmanns um það, sem er að gerast í uppbygg- ingu nýrra kerfa og hugsanleg áhrif á tilkomu og framtíð þeirra, sem nú eru í notkun og íslenzkir farmenn og fiskimenn staðsetja skip sín eftir. Það er óþægileg staðreynd að Islending- ar eru 10—15 árum á eftir öðrum að átta sig á því sem er að ger- ast í kringum þá, og er þá ekki undanskilið það sem að öryggis- og björgunarmálum snýr, t. d. langdrægar radiobaujur og rad- arsvarar svo eitthvað sé nefnt, en það er nú hneykslismál útaf fyrir sig og verður ekki farið út í það í þessari grein. Það eru aðallega tvær „nýj- ungar“ sem ég hefi í huga, þ. e. OMEGA-kerfið og SATELLITE- NAVIGATOR. Það er sammerkt með báðum þessum kerfum að þau spanna, hvort um sig, yfir allan hnöttinn eins og hann legg- ur sig, að öðru leyti eru þau næsta ólík hvað gerð og uppbyggingu snertir. Lítum fyrst lauslega yfir OMEGA-kerfið Það vinnur á mjög lágri tíðni eða 10.2 khz, og Ólafui’ Vignir Sigurðsson. má rekja þróun þess allt aftur til ársins 1947 en þá var fyrst farið aö vinna að lágtíðni staðsetning- arkerfi sem byggist á fasviks- tækni fremur en tímamælingu eins og lorankerfið byggist á. Á árunum milli 1950 og 1960 komu fram ýmsar útfærslur, RADUX, RADUX-OMEGA og síðast OMEGA, en 1959 voru þrjár OMEGA-tilraunastöðvar í gangi, En það var fyrst 1965 sem settur var kraftur í uppbyggingu kerf- isins og farið var að vinna eftir þeirri áætlun sem nú er að kom- ast í gagnið. Sendistöðvarnar verða 8 tals- ins og eru taldar upp hér á eftir og fylgir áætlun um hvenær þær fara í ,,loftið“ með fullri orku: A Noregur, seint á árinu 1978. B Trinidad, seint á árinu 1973. C Hawaii, seint á árinu 1972. D La Moure N-Dakota, snemma á árinu 1972. 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.