Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 14
sakast eða tjón. Eins yrði það óafmáanlegur blettur eða svívirð- ing í sögu Suðurnesja, ef menn skyldu á endanum ekki koma sér saman um réttsýn skipti meðal félagsmanna sín á milli“. Þetta hefur sr. Sigurður að segja um þessa stóru skútu. Síðar við sama ár í annál sínum (1881) segir klerkur: „Eftir að fél'agsmenn hins strandaða skips, James Town, höfðu lengi verið búnir að vinna að uppburði timbursins af skip- inu, voru þá í nóvember tekin fvrir skiptin í 4 aðalhluti eins og til stóð og fóru þó ekki eins og til var ætlast skiptin fram á þeim helmingi skipsins, sem þess- um hrepp var fyrirhugað, því að vissir menn vildu þar öllu ráða, svo að óánægja varð af, þó að allt væri l'átið kyrrt liggja, með því að allir félagsmenn, fengu svo mikið í sinn hlut, að þeim mátti nægja, og ekki fyrir neinn ójöfnuð annarra þess vert að láta verða úr misklíð. Plank- amir töldust í allt rúm 16000, svo að í hvern fjórða part komu 4000. Skipsflekum var eigi skipt, sem mjög mikill slægur var í, en voru þó komnir uppá þurrt land, og einn þeirra, önnur hlið- in, var mæld 40 fet á lengd.“ Það kom sér mjög vel fyrir al- þýðu manna, hve ódýrt timbur var úr skipinu, eða 50 aura plank- inn. Með því móti gátu margir fengið gnótt viðar og notað til margs konar smíða og bygginga. T. d. getur prestur þess í ann- álum, að timbrið hafi mjög víða verið notað í húsbyggingar. Og víst er, að mörg hús hér í Kefla- vík voru byggð úr timbrinu úr James Town. Sum þeirra eru nú horfin af sjónarsviðinu, önnur allmikið breytt frá fyrri tíð. Meðal húsa hér að lútandi má nefna Þorvarðarhús, sem stendur svo til óbreytt hið ytra. Hús Þórð- ar héraðslæknis Thoroddsen (sem stóð hér við Hafnargötu) var víst líka byggt úr timbri hins strand- aða skips. Þórður var fyrsti lækn- ir sem settist að hér í Keflavík og var upphafsmaður að mörgu, t. d. aðaldriffjöðrin í stúkunni Vonin nr 15, stofnaði Kaupfélag Rosmhvalaneshrepps árið 1889, stofnaði sparisjóð Rosmhvalanes- hrepps um 1890. Á Thoroddsens- heimilinu ríkti mikill menningar- bragur. Því má við bæta að Emil pianóleikari er einmitt sonur Þórðar, og er fæddur hér í Kefla- vík. Sjálft Thoroddsenshús mun hafa verið rifið að mestu um 1980 er Eyjólfur Ásberg byggði hús sitt á sama stað við Hafnargötu. Þar varð síðar greiðasala, verzl- un og bakarí. En það var ýmislegt fleira, er leiddi af strandi James Town, en annállinn fræðir okkur um. Um það mál fáum við nokkra vitn- eskju í blaðinu Þjóðólfi, vorið og sumarið 1884, en þá var Jón Ól- al'sson, alþingismaður, ritstjóri blaðsins. Svo er mál með vexti, að í 7. og 8. tölublöðum Þjóðólfs þetta ár, ræðir Guðmundur Guðmunds- son, bóndi og hreppstjóri í Landa- koti á Vatnsleysuströnd um fisk- veiðasamþykktina fyrir Faxaflóa. Þeir Útskálafélagar, prestarnir Sigurður og Helgi Sívertsen, senda Guðmundi síðan svargrein í 9. tbl. sama blaðs. Ekki ætla ég samt að ræða það mál nánar hér, enda er það tómt persónu- legt pex. (Síðar getur samt svo verið að ég muni gera hér fisk- veiðasamþykktir að umtalsefni, en ennþá hef ég þó ekki nægar heimildir undir höndum varð- andi það efni). En málið var þar með ekki úr sögunni. 1 11. tölubl. Suðra, sem Gestur Pálsson var ritstjóri fyrir, svara „nokkrir íbúar Rosmhvalanes- hrepps“ greinum Guðmundar, svo hann neyðist til að taka aftur til pennans og svara, enda var drótt- að að honum persónulega í grein þessari. Við skulum nú grípa nið- ur í svargreinar Guðmundar frá Landakoti, en þær birtust í 20. og 33. tbl. Þjóðólfs. Ræðir þar um strand skipsins James Town. 1 20. tbl. er inngangur eftir ritstjórann (J.Ó.) með fyrirsögn- inni: „Uppljóstur á stórþjófn- aði“. Ræðir þar um fyrri grein- ar Guðmundar og þeirra Utskála- feðga og allt það persónulega pex, sem þar birtist. Síðan segir: „Þegar vér nú tökum eftirfylgj- andi svargrein frá hr. Guðmundi Guðmundsyni, þá er það af því, að hér er orðið um alveg nýtt mál að ræða — það mál, sem ekki má þegjandi niður falla. Þegar eins merkur maður og hr. Guðmundur ber fram svo stórvægilega sakargift um stór- þjófnað, þá er sú sakargift svo vaxin, að yfirvöld geta ekki og mega ekki ganga þegjandi fram hjá henni — og gjöra það nú vonandi því síður, sem orðróm- urinn um þetta athæfi er fyrir löngu hljóðbær orðinn“. Þá kemur grein Guðmundar sem hefur að inngangi: „Þann ég kalla að þekkja lítt þekkir ei sjálfan sig“. Hann skýrir nú frá því, að „nokkrir íbúar Rosm- hvalaneshrepps" hafi í Suðra svarað greinum sínum er birtust í Þjóðólfi. Síðan segir orðrétt: „Þeir minnast, þessir göfugu greinasmiðir, á félagseignina í James Fown (?) er þeir nefna svo, það er líklega timbrið á Stafnesfjörum, sem þeir meina, þó skipsnafnið sé ekki sem allra réttast (okkur mun vera hollast að gefa okkur ekki mikið út í það að rita ensku, samt hafa aðrir sett ,,T“, þar sem þeir setja „F“ í skipsnafnið) og lítur helzt út fyrir að þeir vilji telja lesendum Suðra trú um, að ég hafi við það tækifæri sýnt mig í óráðvendni, og jafnvel komið einhverjum kunningjum mínum til að vera mér til aðstoðar í því. Þessu ætla ég ekki að svara með öðru en því, að segja söguna svo sanna og rétta, sem mér er unnt, en sann- anir fyrir henni mun ég geta framlagt síðar, ef með þarf, þó ég, að líkindum ekki sæki þær í uppboðsbók Rosmhvalanes- hrepps....“. Þá getur Guðmundur um það, að menn úr Höfnum hafi verið viðstaddir er hann kom að ná í sinn ákveðin timburpart og hafi hann sagt á þá leið við þá, að VÍKINGUR 70

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.