Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 16
Suezshur&urinn - slagœ&in í ilutningákerfinu sem dó eftir Palle Hagmann Sú var tíðin, að allir vöruflutn- ingar frá AfríJcu suður og norður fóru frarn á úlföldum. En svo kom til sögunnar eitt af stórvirkj- um mannkynssögunnar, Suez- skurðurinn, og liófust þá „sigl- ingar“ gegnum eyðimörkina. Nú er allt þetta einskonar hillinga- mynd, og menn spyrja, verða „siglingar“ um Suezskurðinn nokkurntíma teknir upp að nýju. I stuttu máli, þetta er raunaleg sjón. t öll þau skipti sem ég hef átt þess kost að ferðast um þessa fjölförnu vatnaleið, hefi ég notið þess sem kennslustundar í starfs- fræðslu. Nú er þeim stundum lokið, og vafasamt hvort ég á þess kost að njóta slíks nokkurn- tíma aftur. Þegar menn sjá skurðinn eyði- lagðan. Rændan starfsmöguleik- um sínum, niðurlægðan til þess eins að vera hindrunartæki í skæruhernaði, er ekki auðvelt að trúa því, að fyrir um það bil tíu árum var skurðurinn tengiliður siglinganna heimshafanna á milli. Þetta risafyrirtæki, eitt af mestu afrekum mannkynssögunnar, opnaði breiða bláa 150 km langa siglingarleið þvert í gegnum ó- frjóva sandauðnina, sem skilur Miðjarðarhafið frá Rauðahafinu og Indlandshafi. Skurðurinn varð styttsta sjóleiðin milli austurs og vesturs, um 60 af hundraði styttri en leiðin sem áður var farin kringum suðurodda Afríku. Sé yfirleitt hægt að komast svo að orði, að í heimsviðskiptum sé slagæð, þá var það Suezskurð- urinn, um hann fóru óhemju verðmæti til allra hafa og allra landa. Á meðan skurðurinn var opinn var jafnvægi í heimsvið- skiptunum undir honum komið. Þegar honum var lokað, varð það upphaf að fjárhagslegum truflunum og ógnaði velmegun margra landa og heimsfriðinum. Árið 1966 sem var síðasta heil- árs starfsemi skurðarins, fóru um hann 21250 skip, með 242 milljónir lesta af varningi, þar með talið 40 af hundraði af oliunotkun Evrópu. Nú er skurðurinn eins tómur og grafir faraoanna í Giza. Nú liggja í skurðinum 15 skip og biða og bíða, — þau voru áður prýðilega máluð, en líkjast nú orðið með öllum sínum riðskell- um nánast hljóðlátum vofum, meðal þeirra eru 2 sænsk. Hér er ekki ástæða til að fara Verða siglingar nokkurntíma teknar upp aftur um Súez? út í sagnfræði, en fáeinir drættir úr sögu skurðarins eru vel við hæfi. Skurðurinn var opnaður fyrir rúmum hundrað árum eða 1869, með mikilli viðhöfn. Ferdinant de Lesseps, franski draumóramaður- inn og stjórnmálamaðurinn var hylltur eigi minna en geimfarar nútímans. Hann hafði breytt landafræðinni og rutt skarð í óyfirstíganl'eg landamæri. Áður en Lesseps kom til sög- unnar, höfðu verið gerðar að minnsta kosti sex tilraunir til að tengja Miðjarðarhafið við Rauða- haf í fyrsta sinn fyrir 4000 árum. Skurður sem tengdi Nílar- fljótið við Suezflóann var graf- inn á dögum Ptolemaios II á þriðju öld fyrir kristburð, og var hann notaður bæði af Rómverjum og Muhameðstrúar- mönnum unz skurðurinn fylltist af sandi. Þegar Napoleon hertók Egyptaland árið 1798, hafði hann það meðal annars á stefnuskrá sinni að „undirbúa skurðgröft gegnum Suezeiðið.“ Því miður reiknuðu verkfræðingar hans rangt, þeir héldu því fram, að þetta væri ekki hægt, vatnsborð Rauðahafsins væri nálega 10 m hærra en yfirborð Miðjarðarhafs- ins og mundi þá flæða yfir Egyptaland. En árið 1847 sönn- uðu nokkrir franskir verkfræð- ingar það fullkomlega, að hæðar- munur þessara hafa skipti engu máli. Bæði farþega og póstflutning- ur milli Alexandríu og Suez varð að sætta sig við landleiðina milli þessara hafa, þar sem skip biðu þeirra. Viðskiptin milli austurs og vesturs tvöfölduðust á hverj- um áratug sem leið. Áhuginn á nauðsyn þess, að grafa skurð gegnum eiðið hélzt því vakandi. Samkvæmt áætlun de Lesseps átti skurðurinn að vera hlutlaus (neutral) sjóleið, sem væri öll- um opin. Stjórn fyrirtækisins slcyldi vera í höndum fyrsta raun- verulega alþjóða fyrirtækis með viðeigandi nafni — La Companie VÍKINGUR 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.