Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 19
Athafnamaðurinn Einar Sigurðsson. sagt um kenninguna um að vera aðeins skrifaður fyrir skipi. Að raunverulega væri þetta ríkis- eign. Ég held að hann hafi ávallt gert mikinn greinarmun á því sem hann átti sjálfur og því sem hann fór með fyrir aðra, fyrir Vestmannaeyjahrepp, því hann var oddviti og hreppstj. til dauða- dags 1916, en það var ekki fyrr en tveim árum eftir það, að Vest- mannaeyjakaupstaður öðlaðist bæjarréttindi. En líklega hefur eignarrétturinn samt verið betur skilgreindur í meðvitund þeirra manna, sem börðust við erlent vald um eignarréttinn á Islandi, sínu eigin landi, en niðjun þeirra. Það er ekki hægt að neita því, að í dag hafa menn æði misjafnar hugmyndir um eignarréttinn. Hvað þar verður ofaná getum við hvorugur sagt um núna. En það skiptir í tvö horn í þessum efnum. Það sem er fyrir austan tjald, er talið ríkiseign, en það sem er fyrir vestan tjald er talið eign einstaklinga og félaga. Hvaða eignir áttir þú í Vest- mannaeyjum, þegar eldurinn kom upp? Ja, svona í stórum dráttum var það fiskimjölsverksmiðjan og hraðfrystihúsið, sem segja má að sé nú árangurinn af lífsstarfi mínu. Nú, ég get átt von á því á morgun eða hinn daginn, að þetta VÍKINGUR verði afmáð af þessari jörð án þess að ég vilji vera með neinar hrakspár. Hvers virði eru þessar eignir? Þórður Þorbjarnarson, verk- fræðingur hjá rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins og forstjóri hennar reyndar, gerði nýlega á- ætlun um það, hvað loðnuverk- smiðjan, sem vinnur þúsund lest- ir á sólarhring myndi kosta, og hann telur að hún muni kosta 500 milljónir króna. Mín verk- smiðja afkastaði 800 tonnum á sólarhring og ætti því að kosta um 400 milljónir króna. Tryggvi Ófeigsson var í dag að selja hrað- frystihús sitt á Kirkjusandi fyr- ir 200 milljónir króna til ísfélags Vestmannaeyja. Ekki hefur mitt frystihús í Eyjum verið minna en frystihús Tryggva á Kirkju- sandi. Þar fyrir utan voru ótal mörg önnur hús í þeirri vinnslu- einingu í Vestmannaeyjum. Mér kæmi ekki á óvart, þótt þau mannvirki, sem tilheyra vinnsl- unni og frystihúsið sjálft með talið, kostuðu um 300 milljónir króna, ef það ætti að byggja þetta í dag. Þetta gerir því svona laus- lega áætlað um 700 milljónir króna, en þess er að gæta, að „hratt flýgur stund“ svo það gæti líka kostað milljarð, því nú tala allir um milljarða. Voru Vestmannaeyjaeignirnar þínar vátryggðar fyrir eldgosi? Nei, þetta var ekki vátryggt fyrir eldgosum, eða náttúruham- förum, og mér er satt að segja ekki ljóst hvernig þau mál fara, ef þetta eyðileggst. Eða með hverjum hætti svona starfsstöð, eða vinnslustöð fyrir sjávarútveg og þjóðarbúskapinn í heild, verð- ui' endurreist. Hvað var veltan mikil í Vest- mannaeyjum hjá þér? Undanfarin tvö ár var heildar- veltan þarna um 300 milljónir króna. En ég geri ráð fyrir að á þessu ári hefði hún getað orðið um 500 milljónir, og er líklega ekki ofreiknað, því fiskimjöl hef- ur tvöfaldazt í verði og fiskurinn um 40—50 % ; launagreiðslur námu um 200 milljónum, ef bát- arnir eru taldir með og á launa- skrá komu hundruð manna á hverju ári. Hvernig leggst framhaldið í þig? Það er of snemmt að spá urn það. Æskuheimili mitt Heiði, er í hraunkantinum núna. Hann er hinumegin við götuna núna ofaná húsunum þar. Þar fæddist ég og þar fæddust fyrst krakkarnir mínir tveir líka. Auðvitað hélt lífið áfram, þótt ég færi frá Heiði, og eftir það eignaðist ég 9 krakka. Kannske á ég eftir að eignast níu hraðfrystistöðvar og niu fiskimjölsverksmiðjur í nýju umhverfi, en þó yrði ég harð- ánægður ef ég gæti endurbyggt það sem ég átti í Eyjum, ef það færist, þótt það væri kannske undir nýjum himni á nýrri jörð, einsog þar stendur. Hraðfrysti- húsið og verksmiðjan þrauka enn, en það mun nú vera um 100 metrar að hrauninu. Nú eru Vestmannaeyingar komnir upp á land og heldurðu að þeir snúi aftur, þegar gosinu linnir? Ef höfnin fer ekki forgörðum, en á því veltur mikið, held ég að um helmingui' eyjabúa fari aftur í fyrstu lotu. Um hinn helm- inginn treysti ég mér ekki að spá, en „römm er sú taug, sem rekka dregur, föðurtúna til. j.g. 75

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.