Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 23
Á frívaktinni Finnst þér það virkilega passa fyrir einkaritara að vera í þessu mini pilsi? Ég er nú ekkert að hugsa um að „taka mig út,“ en ég er ekki beint klár í hraðritun og ég hefi tekið eftir því, að forstjórinn les bréfin hægar þegar ég er svona klædd. * ,,Ja, ekki fylgir nein blessun þessari tækni," sagði frú Hansen andvarpandi. „Fyrst keypti mað- urinn minn ryksugu, þvínæst ís- skáp og frystikistu svo kom hrærivél og uppþvottavél. Nú vill hann skilja við mig. Ég er orðin óþörf á heimilinu. * Blaðamaður kom þjótandi inn í apotek og spurði mann, sem stóð fyrir innan afgreiðsluborðið: „Eruð það þér, sem eruð lyf- salinn og voruð að eignast tólfta barnið?" „Nei,“ svaraði maðurinn vand- ræðalega. „Ég er aðeins aðstoðar- maður hans.“ Biskupinn, hálærður en viðut- an var á ferðalagi með járnbraut- arlest. Þegar brautarþjónninn kom að líta á farmiðann gat bisk- upinn ekki fundið hann. „Þetta gerir ekkert til sagði brautarþj ónninn vingj arnlega. Ég veit að hr. biskupinn er heið- arlegur maður.“ „Nei, það er ekki hægt, kæri vinur“ svaraði biskupinn. „Ég verð að finna helv.. miðann; ann- ars veit ég ekki hvert ég er að fara.“ Er hann búinn að skipta yfir á snjódekk? „Ég held bara að ég hafi verið óheppin með kjötbollurnar í dag.“ Fyrst þú segir það sjálf þá hlýtur það að vera satt. Ekki spyr ég að. Alltaf skaltu vera að kvarta yfir matnum. * Það var eldur laus í húsi í þorpi á Skáni. Slökkvilið frá nágranna- bæ kom til aðstoðar, en þar sem vatn var að skornum skammti, gerði það lítið gagn. Einum þorpsbúanum, sem horfði á varð þá að orði: „Þetta gæti ég ekki síður gert, ef þeir hefðu gefið mér nokkra bjóra.“ Fangavörðurinn: „Heyrðu mig hérna nr. 78 hættu að kalla á mig á hálftíma fresti. Ég skal láta þig vita árið 1977.“ Ég er eitthvað svo undarleg í höfðinu Tobías“ sagði konan ang- urvær. „Það er eins og allt hring- snúist fyrir mér. Hvað heldurðu að það geti verið?“ „Tja, þetta er dálítið dularfullt, góða mín. Það skyldi þó aldrei vera að hugsun hafi villst þarna inn?“ * Hin fræga sjóhetja Breta, Nel- son missti eins og sagan hermir, annan handlegginn, er hann varð fyrir kúluskoti 1797. 1 samkvæmi nokkrum árum síðar, sat hann við hlið konu, sem starði í sífellu á þessa hlið hans og gat að lokum ekki orðabund- ist: „Afsakið, en ég sé, að þér hafið misst annan handlegginn." „Nelson greip í tómu jakka- ermina, hristi hana rækilega og sagði með undrunarsvip: „Svo sannarlega held ég — að frúin hafi rétt fyrir sér. V Steinöld - poppiild. Hver er munurinn? 79 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.