Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 28
ins við stýrið hljóðuðu: „Strik! Vest suðvestur! Stefnan!“ Óboðni náunginn reikaði stúr- inn og undrandi um þilfarið. Hann fór að skoða gufuspilið, at- hugaði með forvitni blakkir og talíur, öll ókjörnin af tógum, sem strengd voru úr frammastrinu. Og lengi stóð hann álútur yfir vélarrúmsglugganum. Hann átti heima langt inni í myrkviðum Lundúna. Þar bjó hann á sjómannastofum og vert- húsum. Alla ævi hafði hann flækst innan um sjómenn, en aldrei hafði hann áður stigið fæti sínum um borð í skip. Og nú stóð hann og undraðist í einfeldni sinni, að hann skyldi ekki finna neina vini hérna. Hann hafði verið vanur að flækjast milli borða drykkjukránna og leika allskonar kúnstir fyrir þá, sem virtust þurfa á skemmtun að halda. Hann söng 1 j óð og sagði gamansögur, spilaði við og við á spil og blístraði tvírödduð lög. Hann var látinn njóta hæfileika sinna, og gekk undir viðurnefni meðal félaga sinna og naut kon- unglegra gælunafna hjá stúlkun- um. Hann kættist þegar glað- værð hans og skrítlur orkuðu á harðleitt og veðurbitin andlit svo að breitt bi’os færðist yfir, sem voru laun hans og endurspeglun hamingjunnar. Ráðþrota settist hann á saman- rúllaða slöngu, en um leið kom dunkumaðurinn þjótandi og reif slönguna eins og enginn sæti á henni, og þung talía kom fljúg- andi ofan á fætur hans. Hann datt og enginn rétti honum hjálp- arhönd, þegar hann reyndi að fóta sig á veltandi þilfarinu. Hann fann sig settan hjá í þessu lokaða samfélagi, þessu fljótandi dvergríki, sem hafði sett sér lög, er hann stóð fyrir utan_ Og hann reyndi af öllum mætti að finna leið inn í það. Matsveinninn kom ábúðarfull- ur með rjúkandi fat, sveiflaði því fyrir framan nefið á honum og hvarf niður í hásetaklefann. Og mennirnir kölluðu hver á annan. Þeir komu upp úr vélarrúminu og af þilfarinu, og hann heyrði að aðrir bröltu út úr kojunum. Ekkert var honum boðið. Hann skildi ekki hvers vegna allir voru á móti honum; hvað hafði hann gert þeim! Dauflegt ímyndunar- af 1 hans reyndi að gera sér ástæð- una ljósa. Skipshundurinn kom haltrandi á þremur löppum og þefaði af stígvélum hans. Svo sneri hann við honum bakinu og luntaðist að fullu trogi sínu. Digur líkami skipstjórans birtist í brúnni. Hann horfði meinfýsislega niður á aðskota- dýrið, þegar náunginn þreif af sér húfuna og heilsaði með lotn- ingu, hélt hann áfram að góna án eftirtektar út í loftið. Kuldahrísl- ingur fór um hann_ Honum fannst hann gegnsær, og jafnvel hressandi golan náði í gegnum hann. Þannig leið kvöldið og nóttin. Enginn skipti sér af honum. Hundavaktin kom seyrin upp á þilfarið og úr hásetaklefanum bárust hrotur í mismunandi tón- tegundum, stigu og hnigu. Hon- um var orðið illil'ega kalt og hann leitaði skjóls innan um segl og kaðla undir afturþilfarinu. Þar lá hann og starði upp í milljónir stjarnanna, sem sindr- uðu eins og ískrystallar út í ó- endanlegt tómið. Allar þessar stjörnur voru honum nýjar og framandi; þær blikuðu ískaldar framan í hann. Hann langaði heim til daufra gasljósa Lund- únaborgar. Það morgnaði. Mennirnir tínd- ust út og eigruðu stúrnir og treg- ir til starfa sinna. Milli þeirra var engin samkennd. Þetta voru vel haldnir menn; en andinn var slæmur, eilíft nag. Sumir þeirra voru heilagir en aðrir syndasel- ir. Þá vantaði samstillingu, og þó að matsveinninn reyndi að vekja gamansemi með falskri harmóniku, nennti enginn að hlusta á hann lengur. Hann kunni aðeins eitt lag: „Ben Bolt“. Daginn eftir vakti ósýnilegi farþeginn enga athygli lengur. Menn höfðu tamið sér að horfa beint gegnum hann. Nú reiknaði enginn með honum framar, menn sáu hann alls ekki. Hann ráfaði um soltinn, þreytt- ur og niðurdreginn. Þegar enginn tók eftir stalst hann í beinakex- tunnuna og reif í sig eins og skepna í felum. Við það óx hungr- ið aðeins, og félagslyndi hans — einmitt það sem var hans sterk- asta hlið — kom honum að eng- um notum vegna þrúgandi ein- mannakenndar. Hundurinn Gordon þefaði aft- ur af stígvélunum hans og kunni vel við lyktina Hann klóraði hon- um og hundurinn auðsýndi samúð sína með því að dilla skottinu. Hann öðlaðist aukinn kjark; meðan mtsveinninn hafði brugð- ið sér frá dorgaði hann í súpu- pottinum með kjötgafflinum. Það sást til hans, en þar sem tilvera hans var ekki viðurkennd og gaf því ekki ástæðu til sakfellingar, létu menn sér nægja að muldra í skeggið og geyma allt sem hægt var undir lás og slá. Það kvöldaði á ný. Mannskap- urinn safnaðist saman á fram- dekkinu og reyndi að fara í leiki en enginn kom sér til að hafa forystu. Dunkumaðurinn kunni nokkrar grófar vísur en hann var hás í kvöld eins og hrafns- ungi. Matsveinninn sótti harmónik- una og byrjaði að spila „Ben Bolt“. Annar meistari sá um bassann með því að dangla slöngu- Georg léttadrengur barði bumbur á lúgukarminum. En þetta hafði verið reynt of oft áður. Mennirnir geispuðu og fóru að hugsa um að koma sér í ból ið Annar meistari tók að rifja upp sárar minningar um Sallý, stúlkuna sem hafði ruglað hug lians og hjarta í krá einni og haft af honum eitt sterlingspund. Hann gat ekki gfeymt ávölum og mjúkum örmum hennar Það dimmdi. Harmónikan stöðvaðist með smelli. Laumufarþeginn kom feiminn til þeirra þar sem þeir sátu. Hann tók af sér húfuna, heilsaði með lotningu eins og hann var vanur VÍKINGUR 84'

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.