Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 31
um án raka verður oftast eins og garg í fuglabjargi, jafnvel þótt um fámennan hóp sé að ræða, og endar stundum með handalög- ináli. Rökræður, í sannri merkingu þess orðs, eiga fullkominn rétt á sér hvar sem er, ekki sízt á hafi úti, þótt óneitanlega geti verið áhrifameira að birta sínar skoðanir í Félagsblaði, en ekki spillir það ef efnið hefur áður fengið að ganga í gegn um hóf- legar rölcræöur Það eru alltaf fleiri en ein hlið á hverju máli, hvort sem um er að ræða kaupgjald eða skattamál. Ó.V.S. telur nauðsynlegt að sjó- menn láti til sín heyra, „strax í í dag (því á morgun getur það verið orðið of seint) um álit sitt á fyrirhugaðri skattaálagningu, þar eð hún, ef að lögum yrði mundi fara illilega í skrúfuna hjá meginþorra okkar stéttar." Þetta eru hressilegar hugrenningar og góðra gjalda verðar eins og margt sem áður hefur komið úr sama penna. Það er ekki nema sjálfsagður hlutur að sérhver stétt atvinnu- lífsins í landinu standi vörð um sín hagsmunamál, í hinni hörðu keppni um bætt kj ör, hærra kaup, aukin þægindi og bættan aðbúnað á vinnustöðum til sjós og lands, og einkar mannlegt (enda nokkur skylda) að „skara eld að sinni köku“ eins og frekast er hægt á hverjum tíma. En mér virðist alveg fráleitt að veita nokkurri stétt manna, hvort sem hún sam- anstendur af bændum eða sjó- mönnum, nokkurra undanþágu, eða ívilnun framyfir aðra boi’g- ara. Sjómenn hafa í fl'estum til- fellum lengri vinnudag en aðrir sem í landi vinna, auk þess sem þeir eru langdvölum fjarri heim- ilum sínum og inna af hendi á- hættusamari störf, hafa því á- kaflega sterka aðstöðu, og sann- girniskröfu, um hæsta kaup, sem greitt er í landi miðað við, og launað, eftir sömu reglum og þar eru viðhafðar. Sjómenn á fiskiskipum, og bændur í landi, hafa svo ekki VÍKINGUR verður véfengt, möguleika til þess að innvinna sér miklu hærri árslaun, en nokkurri stétt, dag- viku- eða mánaðarkaups- manna á þurru landi hafa látið sér detta í hug að orða við sína vinnuveitendur. Þessir menn, fiskimenn og bændur eru tryggð- ir fyrir aflaleysi og heybresti og öðrum búsifjum, ef svo vill verða en hafa hins vegar svo að segja takmarkalausa möguleika, ef ár- ferði er gott til sjós og lands og dugnaður og heppni er þessu samferða, að margfalda sín árs- laun. Ég hefi tekið bændur inn í þessar viðræður mínar við C.V.S. enda þótt ég viðurkenni fúslega að sú stétt er ekkert til að miða við, en er þó gert af forvígis- mönnum þeirra, og hefur lengi verið gert, með þó nokkuð góðum árangri, hvað viðvíkur alls konar styrki og aðra fyrirgreiðslu, þá hafa þeir, án tillits til efnahags, fengið alls konar undanþágur, og tilslakanir ýmiskonar vörur sem sjómenn og aðrir borgarar hafa verið krafðir um, með tilheyrandi lögtakshótunum, eins og vera ber í velferðarríki. Þessi tiltölulega fámenni hópur manna, á mestallt landið, og virðist geta ráðskast með það að vild, og kannski ekk- ert við því að segja, en þegar að þeir hafa geð í sér að setjast á sömu vogarskál og óbreyttir Dagsbrúnarmenn, hvað laun snertir, auk hinna ýmsu fríðinda sem nefnd hafa verið hér að framan, „þá fer skörin að færast upp í bekkinn." Ef við bærum gæfu til þess að aliar stéttir, næðu viðunandi launasamningum (sem þær vel- flestar hafa stundum náð?) væri sennilega affarsælla að gera kröfu til hins háa Alþingis, og þeirra æruverðugu fulltrúa sem þjóðin veiur til þess að ráða fram úr öllum vandamálum okkar litla þjóðfélags, um að ákveða skatta á atvinnutekjur, ákveðinn lOOaðs hluta af launum, hvoi*t sem vinn- an er framkvæmd á sjó eða í landi og hætta að láta skatta stig- hækka, við einhverjar ákveðnar upphæðir, eins og hefur verið gert undanfarið. Skattstiginn væri sem sé byggður upp á þann veg að menn hefðu óskerta starfslöngun, sem hverjum heilbrigðum manni er eðlileg, en stuðlaði ekki að því, að menn bæði til sjós og lands væru að velta því fyrir sér hvað mikið þeir mættu þéna, til þess að eiga upp í skattana. Við viljum allir sem mest sé gert til þess að betra og eftir- sóknarverðara verði að vera Is- lendingur, og vissulega hefur mikið verið gert síðustu áratug- ina. Við vitum líka að allar fram- kvæmdir kosta mikið fé, og einn- ig að kostnaður við þær fylgir fast á eftir launahækkunum, gengislækkunum og öðru sígild- um lögmálum. Við þurfum því ekki að undrast þótt skattar í krónutölu, og ætti öl'lum skatt- borgurum að vera metnaöarmál að fá að leggja sitt lóö, án undan- bragða. Hinn illræmdi skattstigi gerir öllum launþegum, til sjós og lands, sem allir verða að tí- unda tekjur sínar, ókieift að gleyma sér við vinnu sína í stað þess að halda vöku sinni og hætta við ákveðið þrep í stiganum. Við erum allir á sama bát (i), eftir því er okkur er kennt hvort sem við störfum á sjó, í lofti eða á landi. Við eigum að krefjast jafnréttis, engra ölmusugjafa né ívilana, en þá jafnframt vinnu- friðar, þannig að hver og einn mætti óhindraður afla sér og þá jafnframt þjóðarbúinu, eins mik- illa tekna, eins og hverjum er unnt og geðþekkt, án þess að Skattalögregla rikisins beinlínis hengi manninn fyrir. Á þessum bát (i) eru, því mið- ur alltof margir sem eru ekki með nein lóö, en það er önnur saga. Ég hefi hugsað mér að láta þessa ritsmíð koma miklum fyrr, jafnvel um síðustu Sumarmál, hún er því orðin nokkuð langt á eftir áætlun. Vonandi heyrum við aftur í Ó.V.S. og það sem fyrst og oft- ast. 87

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.