Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 41
anþágumálið er, á meðan benda má á að lögreglan í Reykjavík er að svipta ökumenn ökuskírt- einum sínum vegna þess að þeir reynast ekki vera þeim hæfileik- um og kunnáttu búnir, að þeir geti sjórnað bíl. Undanþáguvandamálið verður ekki leyst í einni svipan, en á meðan undanþágur eru gefnar út, þykir okkur sjálfsagt að eftirfar- andi skilyrðum sé fullnægt við útgáfu þeirra. 1. Sá, sem ekkert stýrimanna- próf hefur, geti enga undan- þágu fengið. 2. Þegar útgerðarmaður óskar eftir undanþágu, skal hann sýna að hann hafi auglýst minnst tvisvar í fjölmiðlum eftir manni í skipsrúmið. I auglýsingunni skal tekið fram eftirfarandi: Hvaða bát er um að ræða, stærð hans, hvar hann er gerður út og með hvaða veiða- færi hann er með. 3. Sá, sem einhver stýrimanna- réttindi hefur, geti aðeins fengið undanþágu fyrir tak- markaða stærð báta, þ. e. að maður með 30 tonna réttindi geti aðeins fengið undanþágu á báta all't að 50-60 t. og maður með 120 tonna rétt- indi geti fengið undanþágu á báta allt að 170-180 tonn o. s. frv. 4. Sá, sem undanþágan er fyrir, fullnægi skilyrðum þeim, sem eru fyrir inngöngu í stýri- mannaskólana. Hér er átt við að haiin hafi eftirfarandi vottorð í lagi: augnvottorð, almennt heilbrigðisvottorð, sakavottorð og auk þess sigl- ingartíma. 5. I stað orðanna á undanþág- unum „fyrst um sinn, þar til réttindamaður er fáanlegur eða ráðuneytið ákveður ann- að, þó ekki lengur en til (dag- setning)“. komi eftirfarandi: Undanþágan gildir til (dag- setning allt að 4 mán. frá út- gáfudegi) eða þar til ráðu- neytið ákveður annað. Þó skal undanþágumaðurinn víkja VÍKINGUR fyrir réttindamanni fyrir- varalaust, ef réttindamaður fæst eða óskar eftir skip- rúminu.“ 6. Samgöngumál'aráðuneytið haldi fullkomna skrá yfir gildandi undanþágur. Skal þessi skrá gefin út vikulega og send hinum ýmsu stéttar- félögum sjómanna, útgerðar- mannafélögum, tryggingarfé- lögum, öllum sjómannaskólun- um og hinum ýmsu nemenda- félögum þeirra. Einnig skal hún send þeim, sem óska þess og geta sýnt að þeir hafi not fyrir hana. Vart ætti að þurfa að útskýra þessi skilyrði nánar, allavega þarf fyrsta skilyrðið ekki út- skýringar við að okkar áliti. I öðru skilyrðinu er talað um aug- lýsingar. 1 dagblöðunum má sjá auglýst eftir mönnum í hinar og þessar stöður á bátum og vant- ar þá oftast flest þau atriði sem minnst er á. 'Þriðja skilyrðið þarfnast ekki útskýringar. I fjórða skilyrðinu er talað um þann sjálfsagða hlut, að sá sem undanþágan er ætluð fyrir full- nægi inntökuskilyrðum þeim, sem eru í stýrimannaskólana. Ein- hver hel'dur sjálfsagt að þetta skilyði sé algjör óþarfi. Svo er nú heldur betur ekki. S.l. vetur veitti samgöngumálaráðuneytið manni á Suðurnesj um undanþágu til að vera skipstjóri (ekki stýri- maður) á fiskibát. Þessum manni mun hafa verið synjað um inn- göngu í Stýrimannaskólann í Reykjavík vegna sjóngalla. Með þessu hefur samgöngumálaráðu- neytið ekki bara svívirt menntun skipstjórnarmanna, heldur alla menntun hverju nafni sem hún nefnist. Er þetta aðeins eitt dæm- ið um hina herfilegu misnotkun á undanþáguveitingu. í fimmta skilyrðinu er talað um breytt orðalag á undanþágunum. Vegna þessa skal það tekið fram að það hefur ekki alltaf verið hlaupið að því fyrir réttindamenn að fá það skipsrúm, sem undanþágu- maður er í, sökum ýmissa orsaka, t. d. tengsla skipstjóra eða út- gerðamanns við undanþágumann- inn o. s. frv. í sjötta skilyrðinu er talað um skrá yfir undanþágu- veitingar og sendingu þeirra til hinna ýmsu félaga og stofnana tengda sjávarútveginum. Er þetta atriði sjálfsagt mjög auð- velt í framkvæmd fyrir sjávar- útvegsmálaráðuneytið. Oft gerist það, þegar nemend- ur Stýrimannaskólans eru á sjó á sumrin, að þeir eru spurðir af skipsfélögum sínum um námið og inntökuskilyrðin í Stýrimanna- skólann, og vitum við ekki til annars en að nemendur skólans séu boðnir og búnir til að svara þeim spurningum. Stundum heyr- um við þá að menn treysta sér ekki í skólann sökum fjárhags- erfiðleika. Nú er ástæðulaust að taka þessa afsökun alvarlega, þar sem Stýrimannaskóiinn er nú bú- inn að fá aðild að lánasjóði ís- lenzkra námsmanna og ráðleggj- um við mönnum eindregið að snúa sér til skrifstofu sjóðsins að Hverfisgötu 21 og afla sér upplýsinga eða þá að hringja þangað. Aðrar algengar afsakanir eru þær, að menn telji sig vera of gamla til að fara í skólann eða að menn bara einfaldlega treysta sér ekki 1 námið. Þetta eru einn- ig ákaflega aumar afsakanir. Vorið 1971 útskrifaðist úr 3. bekk maður sem var 51 árs að aldri. Nú kynni einhver að halda að gert hafi verið grín að þessum manni í skólanum. En það var nú öðru nær. Við viljum halda því fram, að flestir nemendur skól- ans hafi vonað að þegar þeir sjálfir væru - komnir á sex- tugs aldur, að þá væru þeir menn til að drífa sig í skólann, ef þeir þyrftu að mennta sig meira. Sést bezt af þessu, að Stýrimannaskólarnir rúma menn á öllum aldri. Það að treysta sér ekki í skól- ann, af því að menn halda að þeir hafi ekki næga námshæfi- leika til að bera, er einnig aum afsökun og ættu þeir hinir sömu að rifja það upp hjá sér hvort að þeir þekki ekki einhvern, sem 97

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.