Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 43
Hornblower fer fil sjós eftir C. S. Forester Báröur Jakobsson þýcldi Innrásarförin Hornblower og mönnum hans heppnaðist að ná aftur til INDEFATIGABLE, eftir að hamingjuhjólið hafði snúizt með allóvæntum hætti. Þegar þeir höfðu verið þrjá daga í opnum bát kom að þeim franskt ræningjaskip, Pique, og tók þá til fanga. Pique hélt áfram að leita að kaupförum, en hitti þá INDEFAGTIABLE og lagði þegar á flótta undan hinu öfluga en hægsigldara brezka herskipi. Pique fór auð- veldlega undan, en þá tókst Hornblower, sem var að fyll- ast örvæntingu yfir að glata frelsi sínu, að kveikja í skip- inu, þannig, að reiði þess og segl fuðruðu upp, en stærra skipið náði Pique þegar og yfirbugaði. Tiltæki Hornblow- ers forðaði honum ekki aðeins frá átta ára fangavist, eða þar til friður var saminn, héldur leiddi þetta og til þess, að þarna náðist verðmætt her- fang, því að eldurinn varð fljótlega slökktur, og Pique var siðan siglt til Englands þrátt fyrir skemmdirnar. Inde- fcttigable tók aftur til við að herja á hvert það franskt skip, sem vogaði sér úr höfn. VÍKINGUE Að þessu sinni var úlfurinn á vakki utan við fjárkvíarnar. Indefagtiable hafði elt frönsku korvettuna Papillon inn í mynni Girondeár, og var að reyna að finna leið til þess að komast að korvettunni þar sem hún lá fyrir akkerum varin af fallbyssum við hafnarmynnið. Pellew skipherra fór eins grunnt og hann þorði, reyndar þangað til skot frá virkj- unum sögðu honum umbúðalaust að halda sér í hæfilegri fjarlægð, en liann starði lengi á korvettuna í kíki sínum. Síðan skipaði hann aó sigla skipinu frá landi, reynd- ar úr landsýn. Hann vonaði að brottför hans gæfi Frökkum svo rnikið öryggi, að það yrði ekki réttlætanlegt, því að hann hafði engan veginn í hyggju að láta þá afskiptalausa. Hornblower miðskipsmaður labbaði um hálfþilj urnar á hlé- borða, svo sem byrjaði ótiginni stöðu hans sem yngri foringja á verði, þegar Kennedy miðskips- maður kom til hans síðarihluta dags, og hafði að flytja boð frá skipherra um að snæða með hon- um kvöldverð. Kennedy strauk fingri um nef- ið. „Eitthvað á seiði nú,“ sagði hann, og ég býst við að við fá- um að vita hvað það er einhvern daginn.“ Það var þó ekkert merki um það, að neitt væri í bígerð meðan verður var snæddur í hinum stóra sal Indefategable. Pellew var hinn kurteisi gestgjafi við borðs- endann. Samtal var óþvingað meðal hinna el'dri foringja Ecc- less og Cahdds, og siglingafræð- ingnum Soamesar, en Hornblow- er og hinn miðskipsmaðurinn, Mallory, sem var þó tveim árum eldri, þögðu eins og vera bar, og gafst þar með næði til þess að gera matnum þeim mun betri skil, en hann var stórum betri heldur en það, sem miðskipsmenn áttu að venjast. ,,Má ég skála við yður, Horn- blower,“ sagði Pellew og lyfti glasi sínu. Hornblower reyndi að hneigja sig hofmannlega í sætinu um leið og hann lyfti glasi sínu. Hann saup varlega á, því að hann hafði snemma orðið þess áskynja, að hann þoldi lítið, og honum var illa við að finna á sér. Borð voru rudd og nú biðu menn með nokkurri eftirvænt- ingu þess sem Pellew myndi segja. „Jæja, herra Soames,“ sagði Pellew, „við skulum líta á kort- ið.“ Þetta var kort af mynni Gir- ondeár með dýptarlínum, og ein- hver hafði sett hringi um byssu- stæðin á landi. „Papillon,“ sagði Pellew og reyndi ekki að bera það fram á frönsku, „liggur hérna. Herra Soames hefur miðað það ná- kvæmlega." Skipherrann benti á kross, sem settur hafði verið á kortið, langt inni í mynninu. „Þið, herrar mínir,“ hélt Pell- ew áfram, „farið þangað á bátum til þess að sækja korvettuna." Þarna kom það. Það átti að gera innrás. „Herra Eccles verður foring- inn. Ég ætla að biðja hann að skýra ykkur frá því, hver ráða- gerðin er.“ Hinn gráhærði foringi, sem þó hafði furðulega undarleg augu, l'eit á hina. Ég hef stórbátinn,“ sagði hann, „og herra Soames teinæringinn, en herra Chadd og herra Mallory smærri bátana, og herra Horn- blower verður með léttbátinn. Allir bátarnir nema herra Horn- blowers, hafa undirforingja me.“ Það var heldur ekki nauðsyn- legt fyrir léttbátinn með sjö manna áhöfn, en stærri bátarnir tveir mundu hafa um þrjátíu menn hvor, hinir tveir minni um tuttugu menn. Þetta var allmikill mannafli, næstum helmingur af áhöfn skipsins. „Já, þetta er herskip," sagði Eccless til skýringar, og las hugs- anir þeirra. „Ekki kaupfar. Tíu byssur á hvort borð, og full 99

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.