Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 44
Fótreipin voru engin og Hornblower varð að ganga út á segl- rána eins og línudansari. aí mönnum.“ Sjálfsagt mundu þar vera nær tvöhundruð manna áhöfn, sannarlega nægilegt til þess að veita hundrað og tuttugu brezkum sjóliðum öflugt viðnám. En við gerum árás að nætur- lngi og komum þeim að óvörum,“ sagði Eccles, og las enn hugsan- ir þeirra. „Já, að koma óvænt,“ skaut Pellew inn í, „er meira en hálfur bardaginn, eins og þið vitið, herra mínir — afsakið að ég tók fram í, herra Eccles.“ „Eins og er,“ hélt Eccles áfram erum við ekki í landsýn, en við förum að færa okkur nær landi. Við höfum aldrei verið við þenn- an hluta strandarinnar, og Frans- ararnir halda að við séum al- farnir. Við nálgumst land þegar dimmt er orðið, förum eins ná- lægt og unnt er, og síðan leggja bátarnir af stað. Háflóð á morg- un er klukkan fjögur fimmtíu, dögun klukkan hálf sex. Árásin verður gerð klukkan hálf fimm, svo að frívaktin verði farin niður til þess að sofa. Snekkjan gerir árás á stjórnborða, stórbáturinn á bakborða, bátur Mallorys á stjórnborðskinnung, en Chadd á bakborðsbóg. Chadd sér um að losa legufæri korvettunnar undir eins og hann hefur náð stafn- þiljunum, og hinir bátarnir hafa kcmizt inn á skutþiljurnar." Eccles leit á foringja þriggja stærri bátanna, og þeir kinkuðu kolli. Svo hélt hann áfram. „Hornblower bíður með létt- bátinn þar til við höfum náð valdi á þilfarinu. Þá á hann að fara upp í stórseglsreiðann, hvort heldur honum sýnist á stjór eða bak, og láta sig engu skipta það, sem fram fer niðri á þilfari. Hann á að sjá til þess að háseglið sé laust og hagræða því eftir því sem hann fær skipanir um. Ég mun sjálfur, eða herra Soames, ef ég særist eða fell, sendum menn að stýrinu á korvettunni undir eins og hún tekur skrið. Straumurinn ber okkur líka út eftir, og Indefatigable bíður rétt utan við skotfæri strandvirkj- anna. „Nokkrar athugasemdir, herra mínir?“ spurði Pellew. Það var þá, sem Hornblower hefði átt að tala, reyndar eina tækifærið sem honum gafst. Skip- anir Ecclesar höfðu valdið hon- um ugg og kvíða. Hornblower var enginn reiðamaður og vissi það. Hann hataði það að vera uppi í siglutrjám, og hann átti ekkert af næstum apalipurð og sjálfstrausti góðs sjómanns. Hann var óöruggur uppi í reiða, jafnvel um borð í Indefatigable, og hann var dolfallinn af þeirri hugsun einni saman að eiga að fara upp á hásiglu á ókunnu skipi og rata um reiðabúnað, sem hann þekkti ekki. Honum fannst hann ófær um að gegna því hlut- verki, sem honum var ætlað, og liann hafði þegar ákveðið að mót- mæla því af þeirri ástæðu. Hann lét þó tækfærið ónotað, því að honum var ofviða að segja nokk- uð vegna þess hve hinir foringj- arnir tóku því, sem þeim var ætlað eins og sjálfsögðum hlut. Hann leit kringum sig á óhaggan- leg andlitin, en enginn gaf hon- um minnsta gaum, og hann kveinkaði sér við að vekja á sér athygli. Hann kingdi munnvatni og komst jafnvel svo langt að opna munninn, en þar sem eng- inn horfði á hann, þá dóu mót- mæli hans í fæðingunni. „Jæja, þá, herrar mínir,“ sagði Pellew. „Ég held að þér ættuð að fara nánar í einstök atriði, herra Eccles.“ Of seint. Eccles, með kortið fyrir sér, var að benda á þær lciðir, sem fara varð um grynn- ingar og sandrif Girondeár, og skýra nánar hvernig strandvirk- VÍKINGUR 100

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.