Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 47
Bátarnii' héldu að korvettunni. Glampa brá fyrir á þilfari kor- augun eins og hann gat, þá gat hann ekki séð djarfa fyrir flöt- um árbökkum, og það mundi þurfa skarpa sjón til þess að koma auga á bátana, sem sigu áfram með aðfallinu. Alllangt fram undan djarfaði fyrir dökkva rétt við sjávarflöt- inn, og það gat verið korvettan. Eftir nokkur áratog varð Horn- blower viss um þetta. Soames hafði staðið sig af snilld og stjórnað bátnum beinustu leið á ákvörðunarstað. Snekkjan og stórbáturinn fjarlægðust hvort annað og bátarnir, sem áttu að fylgja hvoru um sig með þeim. Þeir voru að búa sig til að gera árás á bæði borð korvettunnar. ,,Vel róið,“ sagði Homblower, og áhöfn léttbátsins hætti að róa. Hornblower hafði sín fyrir- mæli. Hann varð að bíða þar til árásarliðið hefði náð fótfestu á skipsþilj um, og þótt hann gæti nú séð korvettuna, þá voru bátarnir horfnir úr sjónmáli. Korvettan lá fyrir akkerum, en seglrár hennar voru rétt greinanlegar þar sem þær báru við himininn —• og þangað var það, sem Horn- blower átti að klifra. Rétt við korvettuna sá hann gusu, en bát- arnir voru nú að koma að skipinu, og einhver hafði róið ógætilega. í því augnabliki var kallað frá þilfari korvettunnar. Og þegar það var endurtekið, þá var öskr- að hraustlega í bátunum, sem voru komnir að skipshliðinni. Háreisin var mikil og löng og af ásettu ráði gerð. Bæði myndi þetta rugla óvinina og auk þess gefa hinum bátunum til kynna hvernig gengi. Brezku sjóliðarnir öskruðu eins og trylltir væru. VÍKINGUR vettunnar og hvellur heyrðist, fyrsta skotið, en brátt heyrðust skammbyssuskot og jafnvel í ein- staka byssu á þilfari skipsins. „Róið,“ sagði Hornblower og skipunin var eins og hún hefði verið neydd fram á píningabekk. Léttbáturinn tók skrið, en Iíornblower barðist við tilfinn- ingar sínar, og reyndi að gera sér grein fyrir því hvað væri að gerast. Hann sá ekki ástæðu til þess að kjósa annaðhvort borð korvettunnar, og bakborðshliðin lá betur við, svo hann stýrði bátn- um að undirstögum stórseglsins bakborðsmegin. Hann var svo upptekinn af því, sem hann var að gera, að það var aðeins rétt í tæka tíð að hann skipaði mönn- unum að leggja upp árar. Hann lagði stýrið í borð og báturinn snerist en frammámaðurinn krækti í skipið. Frá þilfarinu barst hávaði eins og smiður væri að hamra á potti, og Hornblower tók eftir þessum einkennilega hávaða um leið og hann steig upp á afturþóttuna. Hann þreif- aði eftir sveðjunni í beltinu og skammbyssunni, og síðan stökk hann, og rétt náði taki á undir- stögunum og hóf sig upp. Hann fann stögin milli handanna, en veglínur undir fótum og tók þeg- ar að klifra upp. Um leið og hann leit inn yfir borðstokkinn, lýsti byssuskot upp þilfarið andartak, og það var eins og mynd væri brugðið upp. Rétt hjá og á þil- farinu neðan við sig sá hann brezkan mann í sverðbardaga við franskan foringja, og hann skildi nú hálfhissa, að hávaðinn, sem honum hafði fundizt svipa til pottaviðgerðar, var hljóð sverða, sem skullu saman — stál gegn stáli, eins og skáldin sögðu. Og það var allt sem skáldlegt var. Á meðan þaut hann upp reið- ann og fann stigann upp á rána við olnboga sinn, og hann greip dauðahaldi og hékk þarna nokkur hræðileg augnablik. Síðan hóf liann sig upp á stög háseglsins og tók að klifra lokasprettinn, en lungu hans voru að springa af áieynslu. Hér var háseglsráin, og Hornblower fleygði sér yfir hana og fór að þreifa með fótunum eft- ir fótreipinu. Góður guð! Það var ekkert fótreipi — fætur hans dingluðu þarna í lausu lofti. Hann hékk þarna á ránni hundrað fet yfir þilfarinu og spriklaði eins og krakki, sem haldið er á lofti. Kann að vera að Frakkar hafi tekið fótreipin burtu einmitt með svona atvik í huga. Án fótreipis komst hann ekki út á rána, en samt varð að losa um böndin þar og þar með seglið, allt valt á því. Hornblower hafði séð ofur- huga ganga upprétta út á segl- rá eins og þeir væru línudans- arar. Nú var þetta eina leiðin til þess að komast út á enda segl- rárinnar. Snöggvast hætti hann að anda þegar hið veika hold hans hugs- aði um að ganga eftir ránni yfir Ginnungagapinu neðan við. Þetta var ótti, sú skelfing, sem rænir mann þreki, gerir mann aflvana og máttlausan. Samt hélt hugur hans áfram að starfa af fullum krafti. Þetta var sú ragmennska, sem menn hvísluðu um við aðra. Þá hugsun gat hann ekki þolað sjálfur, það var verra, þótt val- kosturinn væri hroðalegur, held- ur en að hrapa í myrkrinu niður á þilfar. Hann kom hnénu upp á rána og rétti sig upp. Hann fann fyrir ránni seglvafðri undir fót- unum, og eðlisávísun hans sagði honum að hika þarna alls ekki. „Áfram, menn!“ æpti hann og hljóp út á rána. Tuttugu fet voru út á x'árend- ann, og hann fór þetta í nokkrum óstyrkum stökkum. Hann var nú orðinn alveg skeytingarlaus, 103

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.