Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1973, Blaðsíða 48
beygði sig niður að ránni, lagð- ist niður og leitaði festinganna. Dynkur á ránni sagði honum að Oldroyd, sem ákveðið hafði verið að kæmi næst eftir honum, hefði fylgt honum út á rána — hann átti sex skrefum skemmra að fara. Án efa höfðu hinir léttbáts- mennirnir með Clough í farar- broddi farið út á hina rána, og það kom í Ijós af því hve seglin losnuðu fljótt. Falurinn frá ránni var rétt hjá, og án þess lengur að hugsa um nokkra hættu, því að hann var í vímu af æsingi og því, sem gerst hafði, greip hann falinn báðum höndum og lét sig falla af ránni. Spriklandi fætur hans fundu kaðalinn og hann lét sig renna niður. Fífl; Ætlaði hann aldrei að læra að nota skynsemi og hygg- indi? Myndi hann aldrei muna að árverkni og varúð mátti aldrei bila? Hann hafði látið sig renna svo hratt niður, að kaðallinn reif skinnið úr lófum hans, og þegar hann reyndi að herða takið, þá var sársaukinn svo mikiil að hann varð að losa takið aftur og rann svo með þeim hraða niður falinn, að skinnið bókstaflega flagnaði af höndum hans eins og hann væri að taka af sér vettlinga. Loks náðu fætur hans þilfarinu, og hann litaðist um. Það var aðeins farið að bjarma af degi, og engin bardagalæti að heyra. Þeir höfðu sannarlega komið áhöfn skipsins að óvörum. Hundrað menn hefðu yfirbug- að þá, sem voru á verði í skyndi- áhlaupi áður en frívaktin gat komið þeim til aðstoðar og sýnt nokkra mótspyrnu. Stórkarlaleg rödd Chadds barst framan úr stafni. „Akkerin eru laus, herra !“ Eccles beljaði aftan af skut- þiljum: „Herra Hornblower!“ Hornblower svaraði, og var skipað að taka til við falina. Hóp- ur sjóliða kom til hjálpar, ekki aðeins mennirnir úr bát hans, heldur allir, sem eitthvert fram- tak var í og kjarkur. Seglunum var ekið og þau fyllti þegar af léttari suðrænu og Papillon sner- ist og tók skrið niður ána og útfallið hjálpaði til. Nú var tekið að birta en dálítið mistur lá yfir sjávarfletinum. Á stjórnborða heyrðist skyndi- lega heljar druna, og nú tættist mistrið af dunum og dynkjum, sem virtust yfirvættis hávaða- mikil. Þetta stafaði fpá fallbyssu- kúlum, þeim fyrstu, sem Horn- blower hafði heyrt hvína yfir sig. Eccless skipaði hratt fyrir um að setja upp hverja pjötlu, og nú kom skothríð frá Blaye, hin fyrri var frá St. Dye, og það hafði greinilega verið gizkað á hvað var að gerast. En korvettan var hraðskreið og ekki auðvelt skot- mark í hálflýsinu. Það hafði skollið hurð nærri hælum, og stundartöf hefði geta orðið ör- lagarík. Aðeins eitt skot kom ná- lægt þeim, og heyrðist gella í streng upp í reiða. „Herra Mallory, látið splæsa staginn." „Ójá, ójá, herra.“ Nú var orðið nægilega bjart til þess að hægt var að litast um á þilfarinu, Hornblower sá Ecc- les aftur á háþiljum þar sem hann skipaði fyrir verkum, en Soames stóð hjá stýrinu og stýrði korvettunni niður ána. Tveir hóp- ar rauðstakkaðra Breta með stingi á byssum sínum, stóðu vörð við uppgöngurnar. Fjórir eða fimm menn lágu á þiljum ein- kennilega utangátta, yfirgefnir. Dauðir menn. Homblower gat horft á þá með kæruleysi æskunn- ar. Þarna var Iíka særður maður, cg kveinaði út af því að mj öðm hans var brotin, og á hann gat Hornblower ekki litið áhugalaust, og hann varð því feginn, ef til vill mest vegna sjálfs síns, að sjóliðar komu í þessu og báðu um og fengu leyfi hjá Mallory til þess að fara frá störfum og veita manninum aðstoð. „Viðbúnir að venda,“ hrópaði Eccless, því að korvettan var nú komin að miðgrynningunni, og varð að breyta stefnu til þess að ná rúmsjó. Mennirnir hlupu að segl-fölunum, og Hornblower slóst þar í för. En þegar hann snerti á kaðli olli það honum slíkum sársauka að minnstu mun- aoi að hann ræki upp öskur. Lóf- ar hans voru eins og opið sár og meira að segja alveg nýtt, því að blóð rann úr þeim. Þegar hann tók nú allt í einu eftir þessu, þá var sársaukinn ótrúlega mikill. Seglum var hagrætt og kor- vettan lét vel að stjórn. „Þarna er INDY gamla,“ hróp- aði einhver. Indefatigable sást nú greini- lega, var aðeins utan skotmáls frá strandvirkjunum, og tilbúin að taka við herfanginu. Einhver húrraði, og gleðihrópin gullu frá öllum, en síðasta skotið frá St. Dye hlunkaði máttlaust í sjóinn skammt frá. Hornblower hafði með varúð náð klút úr vasa sín- um og var að bögglast við að vefja um hendi sína. „Get ég hjálpað yður við þetta, herra?“ spurði Jackson. Hann hristi höfuðið þegar hann sá fleiðrin. „Þér voruð ógætinn, herra. Þér hefðuð átt að handstyrkja yður niður,“ sagði hann, þegar Horn- blower skýrði fyrir honum hvern- ig á sárunum stæði. „Þetta var gálaust af yður, herra bið af- sökunar, að segja það. En þið, þessir ungu menn eruð oft óaðgætnir. Þið hugsið hvorki um háls ykkar né húð, herra.“ Hornblower leit upp á rána hátt yfir höfði sínu. Hann minnt- ist þess hvernig hann hafði geng- ið eftir þessari spíru út á ráar- endann í myrkrinu. Við þessa endurminningu, jafnvel með fast þilfarið undir fótum, fór smá- vegis hrollur um hann. 104 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.