Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 1
EFNISYFIRLIT: bls. Smíðagallar Örn Steinsson 153 Sjómannadagsræða sjávar- útvegsráðherra Lúðvíks Jósepssonar 154 Heimsókn í Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar Jónas Guðmundsson 157 Eftir undarlegum leiðum Hallgrímur Jónsson þýddi 160 Skólaslit Stýrimannaskólans í Reykjavík 163 Enn um undanþágumálin 165 Dagur um borð í r/s Bjarna Sæmundssyni Halldór Halldórsson 166 Bæta þarf sjónvarpsskilyrðin á miðunum Sigúrpáll Sigurpálsson, vélstjóri 168 Grímuklædd hjúkrunarkona P. Bjbrnsson G. frá Rifi 170 Upphaf landgrunnskenningar (Framhald) dr. Gunnlaugur Þórðarson 179 Upphaf sjómannafræðslu við Eyjafjörð Jónas Þorsteinsson 184 Ur leiðarbók lífs míns Gísli Kolbeinsson tók saman 188 Hornblower fer til sjós Bárður Jakobsson þýddi 191 Frívaktin o. fl. Forsíðumyndin er af ufsaveiði á Siglufirði Ljósm. Snorri Snorrason. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Ctgefandi F. F. S. 1. Ritstjórar: Guðmundur Jensson (áb.) og örn Steinsson. Ritnefnd: Böðvar Stein- þórsson, formaður Páll Guðmunds- son, varaform., Ólafur Vignir Sig- urðsson, Ingólfur S. Ingólfss., Haf- steinn Stefánsson, Bergsveinn S. Bergsveinsson og Helgi Hallvarðs- son. — Blaðið kemur út einu sinni í mánuði og kostar árgangurinn 750 kr. Ritstjórn og afgreiðsla er að Bárugötu 11, Reykjavik. Utaná- skrift: „Vikingur", pósthólf 425 Reykjavík. Simi 15653. Prentað í Isafoldarprentsmiðju hf. VÍKINGUR SJÓMANNABLAÐIÐ VIKINGUR 35. ÁRGANGUR 5. TÖLUBLAÐ1973 Örn Steinsson: Smíðagallar Ekki er hægt að segja annað, þrátt fyrir hið sorglega hernaðar- ástand á miðunum, en að vor ríki í sjávarútvegi okkar. Hvert skipið öðru glæsilegra kemur nú að landi. — Sannkölluð nýsköpun. — En þótt skipin séu stór og fríð, er ekki að leyna, að um margt bera menn kvíð- boga fyrir og þá ekki sízt í þeim efnum, hvort skipin eru öll svo vel úr garði gerð sem sýnist. Bilanir og handvömm gera vart við sig í stærri stíl en eðlilegt má teljast. Slíkt má ekki fara hjá, án þess að komast fyrir með ítarlegri rannsókn hvað veldur. Öll þessi skip eru smíðuð fyrir opinbert fé — þjóðin er því í reynd eigandi þeirra og á kröfu á að fá að vita hvers vegna svona mikil hand- vömm getur átt sér stað, eins og t. d. í Spánartogurunum nýju. Hvernig má vera að skip haldi úr höfn með smurolíugeymslur fullar af skít? Hvers vegna eru raflagnir of grannar? Hvers vegna er einangr- un léleg o. fl., o. fl.? Eftir hvaða flokkunarkerfi eru skipin raunverulega smíðuð ? Norska Veritas, brezka Lioyds eða sam- krulli Siglingamálastofnunarinnar íslenzku? Hverjir annast eftirlitið og hvernig er það framkvæmt? Allt eru þetta brennandi spurningar, sem almenningur á kröfu á að fá svör við. Annað atriði er líka fróðlegt að fá að vita hverjir það eru, sem ráða vélbúnaði og tækjum nýrra skipa okkar. Eru það businessmenn eða tæknifróðir sérfræðingar? Já, svona má endalaust spyrja, en sennilega fæst þó ekkert heiðarlegt svar. Allir vilja vera stikkfrí, þegar eitthvað mislukkast. Mistökin, sem gera vart við sig, eiga þó oft rætur sínar að rekja til of mikils ákafa þ. e. þeirrar stefnu, sem of oft er ofan á hjá okkur íslendingum, að gera ekkert í endurnýjun atvinnu- tækja um langan aldur en rjúka svo skyndilega upp til handa og f óta og hrúga upp tækjum í einu vetfangi, þegar í óefni er komið. Þessari stefnu verður að linna og taka upp hægfara þróun en stöðuga í endurnýjun skipaflota okkar. Tækniþekking og smíðakunnátta er komin á mjög hátt stig hér innan- lands. Okkur ber skylda til að hlúa að þessu og beina smíði skipa sem mest að innlendum stöðvum. Verði hægfara stöðugri þróun komið á er enginn vandi að smíða öll okkar skip hér heima fyrir sama prís og jafnvel lægri en erlendis gerist. Smíði íslenzku skipanna sýnir sig sízt lakari en þeirra erlendu. Eftirliti er miklu betra að koma við hér heima, auk þess sem menn eru til staðar er gjörþekkja allar aðstæður. Nauðsynlegt er að koma upp tæknistofnun, sem raunverulega er hægt að kalla því nafni. Fast starfs- lið þarf kannski ekki að vera fjöl- mennt, en sjálfsagt að hafa ráð- gjafanefnd, sem kæmi saman öðru hverju til að ræða hvað efst er á baugi í tæknimálum. I nefndinni ættu sæti útgerðarmenn, skipstjór- ar, vélstjórar með mikla reynslu, kennarar við vélskóla og tækniskóla, tæknimenn á radíósviði og verk- fræðingar, svo að eitthvað sé nefnt. Þannig á fámenn, fátæk þjóð að vinna saman og koma í veg fyrir að dýrmætt fé fari forgörðum í mis- lukkuð atvinnutæki. 153

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.