Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 2
I&œða Lúðvíks ðósepssonar á sjómannadaginn 3. júní 1973 Góöir íslendingar! 1 dag höldum við hátíðlegan sjómannadag. Við minnumst sjó- mannastéttarinnar, sem öllum atvinnustéttum fremur vinnur undirstöðustörf í okkar þjóðfél- agi. Þess er oft getið, þegar mikið liggur við, að 80—90% af heildarverðmæti allra útfluttra vara okkar íslendinga fáum við fyrir sjávarafla. Þessar háu hlut- fallstölur sýna á skýran sátt hve þýðingarmikill sjávarútvegurinn er í íslenzkum þjóðarbúskap og hve mikilvægu hlutverki fiski- menn okkar gegna, sem með störf- um sínum leggja grundvöllinn að þessum miklu verðætum, sem þjóðarbúið í heild síðan byggir afkomu sína á. Vegna legu lands- ins og fámennis þjóðarinnar eru utanríkisviðskipti okkar tiltölu- lega mjög mikil borið saman við ílestar aðrar þjóðir. Við verðum að kaupa frá öðr- um þjóðum nær allt kom sem við notum, alla málma, timbur, olíur og mjög margvíslegar iðnaðar- vörur. Af þeim ástæðum verðum við að afla okkur mikils erlends gjaldeyris og það gerum við fyrst og fremst með sjósókn okkar og fiskimennsku og með því að til- reiða þann sjávarafla, sem sjó- menn okkar hafa með dugnaði og atorku dregið að landi. Það er sannarlega að vonum, að öll íslenzka þjóðin haldi hátíð- legan einn dag á ári og minnist þá sjómannastéttarinnar, svo háð- ir og tengdir sem allir landsmenn eru störfum þeirrar stéttar. Reynslan hefur sýnt okkur, svo ekki er um að villast, að þegar vel gengur á sjónum, þegar afli fiskimanna okkar er mikill, og þeir færa að landi góðan afla, þá vegnar þjóðarbúinu vel. Þá er mikil atvinna í landi, þá eru byggð hús, lagðir vegir, reist orkuver, þá er varið meira fé til menningarmála og til al- mennra framfara í landinu. Tak- ist miður á sjónum, bregðist afli, eða stöðnun verði í sjósókn af einhverjum ástæðum, þá hriktir í öllu þjóðfélagskerfi okkar, þá dregur úr atvinnu, framkvæmdir minnka og efnahagsvandamál blasa þá við á flestum sviðum. Þannig er okkar lífsreynsla, þetta höfum við öll séð og fundið. Þessi sannindi þekkja allir fs- lendingar. Að þessu sinni höldum við sjómannadaginn hátíðlegan við nokkuð sérstæðar aðstæður. Á fiskimiðunum við landið stöndum við í stríði við erlenda aðila. Rík- isstjórn Bretlands hefir sent her- skip, stóra dráttarbáta og nokk- ur aðstoðarskip inn í íslenzka íiskveiðilandhelgi í þeim tilgangi að brjóta niður með valdi, þau lög og reglur sem við höfum sett um fiskveiðar á fiskimiðunum við landið. Brezkar herþotur fljúga dag- lega yfir fiskimiðin og njósna um ferðir varðskipa okkar og mynda ásamt með herskipunum, dráttar- bátunum og aðstoðarskipunum sameiginlegan herflota, sem beint er gegn okkur fslendingum. Landhelgismálið og hin lúalega árás Breta með herskipum og her- ílugvélum gegn okkur íslending- um, hlýtur að setja svip sinn á þennan sjómannadag. Þegar við tókum þá ákvörðun að stækka fiskveiðilandhelgi okk- or í 50 mílur, var það gert að vel athuguðu máli og af brýnni nauð- syn. Þær staðreyndir lágu óumdeil- anlega fyrir, að fiskistofnamir Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsráðherra við landið voru í hættu. Sókn út- lendinga á miðin fór vaxandi, afli á sóknareiningu fór minnkandi, fiskurinn fór smækkandi og er- lendir og innlendir fiskifræðing- ar vöruðu alvarlega við augljósri ofveiði helztu fiskistofnanna. Við íslendingar höfðum nýlega fengið að kenna á afleiðingum of- veiða á íslenzk-norska síldarstofn- inum. Við gerðum okkur fulla grein fyrir hvaða afleiðingar það myndi hafa ef eins færi með þorskstofninn við landið og fór með síldina. Við vissum, að vernd- un þorskstofnsins var okkur blátt áfram lífsnauðsyn, að verndun fiskimiðanna við landið var al- gjört skilyrði þess, að við gætum áfram lifað menningarlífi í land- inu. Stækkun fiskveiðilandhelginn- ar við ísland í 50 mílur var held- ur ekkert eins dæmi. Þegar við VlKINGUR 154

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.