Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 5
Heimsókn í Vélaverkstœði Sigurðar Sveinbjörnssonar hf. tm m Háþrýstitogvinda með sjálfvirku vírastýri, og einnig er hægt að stýra henni úr brúnni. VÍKINGURINN heimsækir Sig- urð Sveinbjörnsson. 1 Arnarvogi er risin velbúin Þjónustustöð fyr- ir skipaflotann. — Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar hf. flytur út þilfarsvindur. 1 Arnarvogi, þar sem mætast Arnarnes og Álftanes í krika, hafa nokkur iðnfyrirtæki reist hús og þar er starfað meðal ann- ars að skiþasmíði. Eitt þessara fyrirtækja er Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar hf., en margir sjómenn þekkja á því nokkur deili. — Fyrirtækið hefur sinnt verkefnum við skip og sjávarút- veg svo að segja allt frá stofnun þess og því er ekki úr vegi, að Víkingur kynni það lesendum sínum nokkuð, ekki sízt þar sem nú eru nokkur þáttaskil hjá fyr- irtækinu, skil er sjómenn varðar fyrst og fremst. Víkingurinn hitti Sigurð Svein- björnsson, aðaleiganda og for- stjóra verkstæðisins, eða verk- smiðjunnar öllu heldur og sagð- ist honum frá á þessa leið: — Vélaverkstæðið stofnaði ég árið 1942 að Skúlatúni 6 í Reykjavík. Áður hafði ég unnið hjá nokkrum fyrirtækjum sem iðnaðarmaður, þar á meðal hjá Kveldúlfi, en vélsmíði hafði ég lært hjá Burmeister og Wain í Kaupmannahöfn, en þar var ég hálft annað ár. Þegar verkstæðið hóf starfsemi sína unnu þar yfirleitt 5—8 manns. Við vorum í eigin hús- næði, en hins vegar var mjög erfitt að útvega vélar. Því var mjög lítill vélakostur hjá okkur fyrstu árin. Þó gat ég náð mér í fáeinar notaðar járnsmíðavélar, sem urðu að duga. VlKINGUR Þarna var aðallega unnin við- gerðavinna við skip og landvélar (þungavinnuvélar) og smám saman urðum við allvel búnir tækjum og komum t. d. upp góðu renniverkstæði, eftir því sem þá gerðist og verkefnin urðu um leið fjölbreyttari. Það mun hafa verið árið 1955 að við hófum framleiðslu á spil- um. Gerði ég þá samning við norskt fyrirtæki, Hydro-winch, um framleiðsluréttindi á þeirra tækjum hér á landi. Þessum vind- um breytti ég nokkuð fyrir ís- lenzka staðhætti. Við stækkuðum línuspilin og gerðum þau eftir okkar hugmyndum um slík spil. Við höfðum þá um nokkurt skeið unnið að viðgerðum á línu- og togspilum og okkur var það l'jóst, að tæknilega séð var okk- ur ekkert að vanbúnaði að smíða þau frá grunni, ef því var að skipta. Við smíðuðum þau fyrstu vorið 1956, en það voru 4 tog- spil, eftir patenti. Þau eru ennþá í notkun og hafa reynzt mjög vel. Smíði á olíudrifnum vindum fyrir skip var stöðug að Skúla- túni 6 til ársins 1957, er sam- dráttur varð í iðnaði hérlendis. Við höfðum þá ekkert nema við- gerðavinnu fyrir vélaverkstæðið. Flutt í Arnarvog. Árið 1969 urðu þáttaskil í rekstrinum á ný. Ég hafði fest mér land við Arnarvog, þrátt fyrir hálfgerðar hrakspár vina minna og nú byggði ég verk- smiðjuhús undir starfsemina þar. Eg seldi eignina að Skúl'a- túni 6 og allar vélar, sem eldri voru en 12 ára. Hinar flutti ég hingað og setti niður. Nú hófst 157

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.