Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 11
Átttugustu og önnur skólaslit Stgrimannaskólans í Heykjavík Stýrimannaskólanum í Reykja- vík var sagt upp hinn 12. maí sl. í 82. sinn. Viðstaddur var ráðu- neytisstjóri menntamálaráðu- neytisins, Birgir Thorlacius og kona hans og margir fleiri gest- ir, þeirra á meðal margir eldri nemendur skólans. 1 upphafi minntist skólastjóri þeirra eldri nemenda skólans, sem látizt höfðu á sl. vetri, og annarra sjómanna, en þetta var óvenju mikill slysavetur. Þá gaf skólastjóri stutt yfirlit yfir starfsemi skólans á liðnum vetri og gat þess jafnframt, að skipuð hefði verið 7 manna skóla- nefnd samkvæmt nýjum lögum frá 1972. í henni eiga sæti: Krist- ján Aðalsteinsson, skipstj., for- maður; Guðmundur Kjærnested, skipherra; Páll Guðmundsson, skipstj.; Gunnar Hafsteinsson, lögfr.; Jón Magnússon, lögfr. og auk þeirra 2 nemendur skólans skipaðir til eins árs, þeir Halldór Halldórsson og Ólafur Örn Gunn- arsson. Skólastjóri ræddi nokkuð þá tíðu skiptapa, sem orðið höfðu á sl. vetri og brýndi fyrir verðandi skipstjórnarmönnum að sýna fyllstu árvekni og aðgæzlu og treysta ekki um of á siglinga- og öryggistæki, þó fullkomin séu. í þessu fælist ekki gagnrýni á tæk- in sem slík, en skipstjórnarmað- urinn, sem að baki þeim stæði, væri þó sá, sem mestu varðaði. Þá ræddi hann hinn mikla skort, sem væri á mönnum með full skipstjórnarréttindi og ráð til úrlausnar þeim vanda, en taldi þó, að ekki kæmi til greina að slaka á núverandi námskröfum. Einnig minntist skólastjóri á útfærslu fiskveiðilandhelginnar og taldi að hún væri okkur svo brýn, að ekki mætti gefa eftir, þó sjálfsagt væri að reyna að finna friðsamlega lausn, ef þess væri kostur. Að þessu sinni luku 29 nem- endur farmannaprófi 3. stigs og 40 fiskimannaprófi 2. stigs. Efst- ur við farmannaprófið var Árni Sigurbjörnsson, 7,56, og hlaut hann verðlaunabikar Eimskipa- félags Islands, farmannabikar- inn. Efstur við fiskamannaprófið var Rúnar Sigurjónsson, 7,49 og hlaut hann verðlaunabikar öld- unnar, Öldubikarinn. Hámarkseinkunn er 8. Bókaverðlaun úr verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórs- sonar, fyrrverandi skólastjóra, hlutu eftirtaldir nemendur, sem allir höfðu hlotið ágætiseinkunn: Árni Sigurbjömsson, Ásmundur Björnsson, Guðmundur Sverrir Ólafsson, Hilmar J. Hauksson, Jón Björgvinsson, Kristján Hall- dórsson, Rúnar Sigurjónsson, Þorsteinn Vilhelmsson og ölver Skúlason. Skipstjórafélag Islands veitti Hafsteini Ómari Þorsteinssyni bókaverðlaun fyrir hámarkseink- unn í siglingareglum við far- mannapróf. Að lokinni ræðu skólastjóra tók til máls Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri. — Ræddi hann nokkuð skólamál almennt og þó einkum verk -og tæknimenntun, sem hann kvað hafa verið lögð of lítil áherzla á fram að þessu. Minntist hann hússins, sem nú er í smíðum við skólann og lét í ljós þá von, að með því mundi batna aðstaða til tækjakennslu. Af hálfu 20 ára nemenda skól- ans tal'aði Jón Kr. Gunnarsson. Færðu þeir skólanum að gjöf brjóstmynd úr eir af Friðrik V. Ólafssyni, fyri'verandi skólastj., sem Sigurjón Ólafsson hafði gert. Dóttir Friðriks, Þóra, af- hjúpaði listaverkið og þakkaði gefendum fyrir hönd þeirra systkina og annarra aðstand- enda þá virðingu, sem þeir sýndu minningu hans. Guðmundur H. Oddsson og kona hans færðu Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar 25 þúsund krónur í tilefni af 40 ára prófafmæli Guðmundar. Bryndís Jónsdóttir, forstöðu- kona sumarhótelsins í Sjómanna- skólanum færði Stýrimannaskól- anum málverk eftir Valgeir Guð- mundsson. Skólastjóri þakkaði góðar gjaf- ir og hlýhug í garð skólans. Þá þakkaði hann gestum kom- una, kennurum samstarfið á liðnu skólaári, nemendum árnaði hann heilla og sagði skólanum slitið. Að l'okinni skólauppsögn var sameiginleg kaffidrykkja í veit- ingasal Sjómannaskólans, og önnuðust félagskonur í Kvenfé- lagi Öldunnar framreiðslu. 163 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.