Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 13
en svo var nú ekki, þetta var upp- talning á nokkrum af þeim sem kenna við Stýrimannaskólann. Ég tel nú ástæðulaust að fara að telja upp fleiri, því þetta eru menn sem við þekkjum allir. Að vísu eru kennarar skólans af ákaflega misjöfnu sauðarhúsi komnir, en það er þó eitt sem kennarar skólans eiga sameigin- legt. Þetta eru allt ágætis kennar- ar hver á sínu sviði. Ég ætla nú ekki að fara að gerast langorður, en mér er þó skylt að minnast þess að það eru fleiri sem starfa við skólann en skólastjóri og kennarar. Hér á ég við prófdóm- arana, að ógleymdum blessuðum, elskulegu, dásamlegu og syfjuðu yfirsetumönnunum. Ég vil nú fyrir hönd allra þeirra, bæði farmanna og fiski- manna, sem útskrifast úr Stýri- mannaskólanum í Reykjavík vor- ið 1973 þakka þessum mönnum fyrir samveruna á liðnum vetr- um. Allir voru þeir samhentir um að gera einkunnir okkar sem hæstar og árangur sem beztan, hver á sinn hátt. P.s. Persónulega vil ég svo þakka þeim tveimur kennurum, sem gerðu hetjulega og virðingar- verða tilraun til að kenna mér dönsku. Helgi F. Jónsson, Seltjarnarnesi. Hilmar J. Hauksson, Rvík. Jóhann Einarsson, Akureyri. Jón B. Ákason, Rvík. Jón B. Björgvinsson, Rvík. Jónas F. Sumarliðason, Sigluf. Kristján Halldórsson, Akureyri. Magnús Jónsson, Rvík. Marteinn Einarsson, Akranesi. Ólafur Gunnarsson, Akranesi. Ólafur Örn Jónsson, Rvík. Ólafur F. Ólafsson, Rvík. Páll Elíasson, Þingeyri. Pétur Jóhannsson, Sandgerði. Ragnar R. Jóhannsson, Ársk.str. Rúnar Sigurjónsson, Reyðarfirði. Steinþór Guðmundsson, Ólafsvík. Sæmundur Friðriksson, Ak.eyri. Vilhjálmur Jónsson, Seyðisfirði. Þór Ingólfsson, Garði. Ölver Skúlason, Kópavogi. Enn um undanþágumálin Álitsgerð Stýrimannafélags íslands um ástand og horfur vegna veitinga undanþágna til skipstjórnar. Stýrimannafélagi íslands hef- ur alllengi verið ljóst, enda stað- fest af umræðum og blaðaskrif- um undanfarið, að algjört neyð- arástand er ríkjandi vegna skorts á nægilega menntuðum skip- stj ómarmönnum á íslenzka skipastólinn. Mjög slæmar horfur eru á að þetta ástand komist í betra horf í næstu framtíð, að óbreyttu á- standi. — Nokkrar staðreyndir benda til þess að heldur muni síga á ógæfuhlið á næstunni. Þar má nefna, að áhugi fyrir námi til skipstjórnar virðist fara minnkandi. Samgönguráðuneytið gefur hömlulaust út undanþágur í skjóli verkamannafélaga við- komandi byggðarlaga, sem mun þegar fram í sækir, bitna harð- ast á þeim byggðarlögum, sem þannig stuðla sjálf að því að koma ekki skipum sínum á veið- ar eftir nokkur ár. Á kaupskip- unum mun ástandið vera nokkru skárra en á fiskiskipunum, þó er það svo, að ekki er einsdæmi að Samgönguráðuneytið veiti und- anþágu til manna til' að gegna stýrimannsstörfum á skipum í utanlandssiglingum, sem alls enga skipstjórnarmenntun hafa hlotið og í einu tilviki til pilts, sem ekki hefur náð lágmarks aldri, sem lög um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna ákveða um þá menn, sem uppfylla þó allar aðr- ar kröfur, er atvinnuskírteini krefst. Þá eru og dæmi til að einn og sami maður hafi fengið undanþágur til að vera stýrimað- ur og vélstjóri yfir sama tímabil. Þetta sýnir bezt hversu gegnd- arlausar og eftirlitslausar und- anþáguveitingar ráðuneytisins hafa verið og er dæmigert fyrir þann hugsunarhátt, sem þar rík- ir og það sjálfdæmi, er ráðu- neytið nefur tekið sér í þessum efnum. Áður en skipaflotinn verður meira og minna bundinn vegna þessa sjálfskaparvítis, skal LlÚ og öllum öðrum er hagsmuna hafa að gæta eindregið bent á að bindast samtökum um tölulega úttekt á ástandinu. Ljóst þarf að vera, hve marga skipstjórnar- menn vantar nú á flotann, hver aukningin verði t. d. næstu fimm ár, og þar með hve margir rétt- indamenn þurfa að koma að út- gerðinni á næstu árum. Að þess- ari könnun lokinni ættu þessir aðilar að leita til stjórnvalda um mótun á raunhæfum úrlausnum, til að leysa vandann og manna rétt skipastól framtíðarinnar. Nemendur Stýrimannaskólans hafa lýst tillögum sínum um und- anþáguveitingar. — Af raunsæi hafa þeir gert þessar tillögur, því þeim er ljóst, að svo langt hefur verið gengið í þá átt að brjóta niður nauðsynlega aðsókn að Stýrimannaskólanum, að mörg ár mun taka að koma málinu í rétt horf. Félög skipstjórnarmanna hafa ekki á undanförnum árum viljað skrifaðar reglur um undanþágu- veitingar, en hafa fengið loforð um hömlur á undanþágur frá ráðuneytinu, en flest þessara lof- orða hafa ekki verið efnd. Allir aðilar, sem mál þetta snertir vei'ða að gera sér ljóst að kröfur til skipstjórnarréttinda eru í öllum tilvikum lágmarks- kröfur. — Núverandi skipakostur og skip framtíðarinnar auka stöð- ugt þær kröfur ,sem gera verður til skipstjórnarmanna. Allir að- ilar verða að leggja sinn skerf fram til þess að mennta nógu marga skipstjórnarmenn til lausnar þessum vanda, og snúa núverandi óheillastefnu upp í markvisst uppbyggingarstarf fyrir framtíðina. VlKINGUR 165

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.