Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 15
kennarinn sá, hafi ekki verið ann- að en eitthvert helvítis gervi- tung-lið. Minnir þetta óneitan- lega á það sem henti Sveinbjörn Egilsson, þegar hann var á norsku seglskipi upp úr síðustu aldamótum. En þá sá hann að eyja var merkt á sjókortið og sigldi hann eftir því, en þeir voru á siglingu á dönsku sundunum. Þegar svo skipstjórinn fer að gera athugasemdir við sigling- una, þá segir Sveinbjörn frá því, að það sé merkt eyja á sjókort- inu á leið skipsins. Skipstjórinn verður þá hinn reiðasti og blæs eyjuna í burtu af sjókortinu með þeim ummælum að þetta sé bara flugnaskítur. — Einhver töf mun hafa orðið af þessu, en mótvind- ur var. En þetta var nú útúrdúr. Þegar komið var á Hafnaleir- inn var trollið látið fara og tog- að á meðan mannskapurinn borð- aði. Ekki veit ég hvort trollið var látið fara til þess að menn fengju í soðið eða hvort það var til að leggja eitthvað af mörk- Þorsteinn Vilhelmsson frá Akureyri leysir frá pokanum. Tveir góðir að norðan, Árni Bjarnason og Þorsteinn Vilhelmsson, báðir frá Akureyri. um til íslenzkra hafrannsókna. En hvað með það, þetta voru um 5—600 kg af alls konar fiski, kola, ufsa, ýsu, þorski og jafnvel nokkrar síldar flutu með. Þegar menn fóru svo að gramsa, voru athafnirnar slikar, að ég held að. ég geti aðeins líkt þeim við það þegar beljum er hleypt út á vor- in. Eftir halið var svo farið að dóla heim á leið. Ýmsir úr áhöfn- inni höfðu nú sýnt okkur skipið hátt og lágt og er vissulega á- nægjulegt að við íslendingar skulum eiga svona glæsilegt haf- rannsóknarskip. Nú gerði sólin okkur þann grikk að láta sjá sig. Voru nú allir látnir mæla hæð hennar og þar sem við vorum ná- lægt landi, voru einnig nokkur lárétt horn tekin. Að þessu loknu var síðan haldið til Reykjavíkur og komið þangað um kvöldmatar- leytið að lokinni ánægjulegri ferð. Ósjálfrátt verður manni hugs- að til þeirra manna, sem eru á undanþágum og koma ekki í skól- Ásmundur Sveinsson, Rvík, við rannsóknastörf. ann. Ekki fara þeir svona ferðir og ekki njóta þeir t. d. kunnáttu Þorsteins Gíslasonar í meðferð astiks o. s. frv. En nú eru miklar blikur á lofti í undanþágumálun- um og er freistandi að halda að það hilli undir einhverja lausn á þeim málum. Að lokum skal það tekið fram, að myndirnar sem hér fylgja eru teknar af Ólafi G. Ársælssyni frá Hornafirði, og kunnum við hon- um beztu þakkir fyrir. Halldór Halldórsson. VÍKINGUE 167

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.