Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 17
Iiman heilu línunnar teljast skilyrði ágæt. Utan strikalínunnar telst styrkur ónógur. Sviðsstyrkur telst ónothæfur sé hann minni en 30 dB/uv/m. Miðað er við 5 m viðtökuhæð. Skilyrði batna með aukinni hæð. reiknuð út og síðan færð á kort- ið eða að þau hafa verið athuguð frá skipi, en þar sem sjónvarps- skilyrðin frá áætlaðri stöð á Húsavíkurfjalli hafa verið merkt inn á kortið, býst ég við að kort- ið sé gert eftir útreikningum en ekki athugunum. Mín reynsla er sú að á ýmsum stöðum þar sem kortið sýnir að skilyrði séu góð, sést lítið eða ekkert, t. d. á venju- legri siglingaleið frá Seyðisfirði suður með Austfjörðum. — Því freistast maður til að halda að kortið sé ónákvæmt og skilyrðin víða verri en það segir til um. Núna eftir áramótin hefur tals- vert verið rætt um sjónvarp og hljóðvarp í sölum Alþingis. Þar hefur verið rætt um að bæta þurfi sjónvarpsskilyrðin á mið- unum umhverfis landið og ber að fagna því. Jafnframt því hefur verið rætt um að bæta sj ónvarps- skilyrðin í sveitum landsins svo að jafnvel einstaka sveitabæir verði ekki útundan og að bæta þurfi hljóðvarpið að mun. Öllum er ljóst að sjónvarp og hljóðvarp geta ekki ein staðið undir þeim fjárútlátum, sem þessum fram- kvæmdum fylgja. Því þarf að veita fé til þessara mála og það er í höndum alþingismanna okk- ar. Það eitt að reisa endurvarps- stöðvar fyrir afskekkta sveitabæi er mikið verk og kostnaðarsamt og enginn dregur í efa mikilvægi þess í sambandi við jafnvægi í byggð landsins. Mikið átak þarf einnig að gera í hlj óðvarpsmálum okkar. Það er því hætt við að mál eins og bætt sjónvarpsskil- yrði á miðunum umhverfis land- ið verði útundan eða reki lestina. Því er nauðsynlegt að sjómanna- félögin taki höndum saman og vinni að því að fá sjónvarpsskil- yrðin á miðunum kringum land- VÍKINGUR ið bætt. Það yrði ef til vill bezt gert með því að veita þeim þing- mönnum sem með málið hafa að gera fullt aðhald og stuðning. Einn liður í því gæti verið að láta prenta undirskriftalista og senda hann til allra hafna og sjávarplássa á landinu. Þá geta allir þeir sem vilja að sjónvarps- skilyrðin á fiskimiðunum verði bætt, skrifað undir. Ekki mun standa á sjómönnum og velunn- urum þeirra að skrifa undir list- ann, ef hann væri borinn rögg- samlega og samvizkusamlega út. Slíkur listi getur gert mikið gagn, ef nógu margir skrifa und- ir. Vitað er að alþingismenn taka mikið tillit til slíkra lista og nota þá máli sínu til framdráttar. Þeir veita stuðning og aðhald og sýna samstöðu og eindreginn vilja fjölda fólks og á þá er minnzt í ræðum á alþingi og í fréttum í fjölmiðlum. Ef að slíkur listi heppnast, ætti vilji sjómanna að verða öllum landsmönnum ljós. Það er allt að vinna, engu að tapa. Nú veit ég að forráðamenn sjómannafélaga lesa Sjómanna- blaðið Víking og þar með þessa grein. Ég vona að sjómannafé- lögin ræði þetta mál í fullri al- vöru og rétti okkur sjómönnum hjálparhönd. 169

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.