Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1973, Blaðsíða 18
Þegar ég hafði lokið frásögn minni skáluðum við, en að því búnu sagði ég, að nú yrði sá næsti að taka við. Ætli það dæm- ist ekki á mig, sagði Árni og hóf hann síðan frásögn sína. Skipið sem ég var með, öslaði inn Siglufjörð að morgni dags í blíðskaparveðri. Ég var á sölu- ferð og hugði nú gott til að koma hér, því hér átti heima einn af mínum beztu kunningjum, Ás- mundur kaupmaður. Höfðum við kynnst í Samvinnuskólanum fyr- ir nokkrum árum. Strax eftir að skipið var lagst að, lagði ég af stað að leita að heimili vinar míns, eftir litla stund stóð ég við útidyrnar og hringdi dyra- bjöllunni. Til dyra kom ung og frískleg stúlka, en nú fataðist mér alveg, því mér virtist sem systir mín stæði fyrir framan mig, svo líkar voru þær, nema þessi var töluvert yngri. Loks áttaði ég mig og brosti hálf vand- ræðalega og spurði eftir Ás- mundi. Stúlkan hafði tekið eftir vandræðasvipnum á mér, starði á mig hálf undrandi, hefur víst fundist ég eitthvað smá skrítinn, en loks svaraði hún mér og sagði að faðir sinn væri í verzluninni, en kæmi bráðum heim í mat og móðir sín hefði skroppið út að verzla, en kæmi að vörmu spori. Skyldi ég koma inn og bíða eftir honum. Þáði ég það og vísaði hún mér inn í stofu, en sagði um leið, þú skal't láta fara vel um þig, ég skal segja móður minni að það sé gestur heima, ég er að fara í skólann og þar með var hún horfin. Ég fór nú að litast um í stofunni, skoða myndir sem héngu á veggjum og aðra muni. Ég tók eftir hurð sem var í hálfa gátt, ég ýtti á hana tánni, svo ég sá alveg inn. Þetta var sjáan- lega betri stofa, því hún var bú- in fallegum munum, ég gekk inn í stofuna þar til ég var kominn inn á mitt gólf. Þar staðnæmdist ég og skimaði í kringum mig. Við einn vegginn stóð sófi og fyrir ofan hann hékk mynd, ég horfði fast á myndina, mér fannst ég kannast við hana, hafa séð hana áður. Myndin var dá- lítið sérstæð, hún var af fallegri stúlku sem sat á bekk í fögrum garði, er var prýddur blómum og runnum, hún var klædd létt- um sumarklæðnaði, hélt annari hendinni beint út, en á hendi hennar sat dúfa, horfði stúlkan brosandi á dúfuna sem sat á hendi hennar. Hvar ég hafði séð þessa mynd áður, gat ég ekki munað. Við sófann var lítið borð með kringlóttri plötu. Á borðinu stóð mynd og við athugun sá ég að það var vinur minn Ás- mundur og stúlkan sem hafði boðið mér inn og þá hlaut þetta að vera konan hans, sem var með þeim á myndinni og hún var auð- sjáanlega tekin á fermingardegi stúlkunnar. Ég skoðaði lampa sem stóð í horninu og settist í sófann og skoðaði lampann betur, því hann var töluvert sérstæður og þá var eins og það kviknaði ljós og minningarnar runnu fram í huga mínum. Ég hafði komið með skipi hing- að seint um kvöld, það var hálf- gert leiðinda veður, kalsa rign- ing með kuldagj óstri. Þegar ég hafði gengið stundarkorn um bæ- inn rakst ég á strák, sem var þar á rölti, ég tók hann tali og spurði hvort ekki væri hér kaffihús. Stráksi það kvað jú vera, en það væri bara enginn við núna, allir væru á grímuballinu Höfundur. í félagsheimilinu. Mér datt þá í hug að það gæti verið nógu gam- an að líta þangað inn, svo ég spurði strákinn, hvort hann vildi fylgja mér þangað. Drengur kvaðst skyldi gera það, en segir um leið, vilt þú þá borga fyrir mig inn, því mig langar svo mikið til að komast þangað og sjá, en ég á engan pening. Ég kvaðst skyldi sjá til þess að hann kæmist inn á grímuballið. Þegar við nálg- uðumst félagsheimilið, heyrðist í hljómsveitinni langt út á götu, svo það leyndi sér ekki að hér var eitthvað um að vera. Ég greiddi inngangseyrir fyrir okkur báða og þar með var drengsi horfinn. Ég tróð mér eins nálægt dans- gólfinu og hægt var, svo ég gæti betur séð þá sem grímuklæddir voru, svifu þeir um gólfið í alls konar búningum. Þegar ég hafði staðið þarna dágóða stund og virt þetta fyrir mér, veit ég ekki fyrr til, en það stendur fyrir framan mig lítil og nett hjúkrunarkona og hneigir sig djúpt fyrir mér, VÍKINGUE 170

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.